<$BlogRSDURL$>

mánudagur, maí 17, 2004

Júróvisjónblogg

Ég missti andlitið, ég missti vatnið og vitið og allt þar á milli þegar ég mætti galvösk í hið árlega Melabúðarjúróvisjónsvallpartý. Ég var gestur nr. 3, sem væri nú ekki frá sögu færandi, nema hvað hún Helga Þóra jóla-og júrovisjónstrupmur var gestur nr.1. Já stúlkan kom sérstaklega frá Danaveldi í tvo daga til að vera viðstödd þetta árlega Melabúðargeim. (Enda örugglega ekkert gaman að vera í Danmörku þar sem þeir duttu úr keppni og enginn stemmari á þeim bænum.)

Helga var í hlutverki leynigests. Daman er búin að vera að ljúga á blogginu sínu hægri vinstri síðustu daga, þóttist vera að fylgjast með konunglega brúðkaupinu og þess háttar, júróvisjónundirbúiningferð til Árósa og eitthvað allskonar bullog vitleysu crap sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum... ég segi nú bara “Shame on you” eins og Tómas Þórðarson söng.....

.... Ég barasta hélt að ég yrði ekki eldri, ég tapaði mér í gleðinni þegar ég leit inn í stofuna og sá Helgu Þóru sitja í makindum sínum í sófanum með augun límd við sjónvarpsskjáinn, bara eins og ekkert væri eðlilegra en að koma heim frá Danmörku í tvo daga til að fara í júróvisjónpartý (sérstaklega þegar maður á að koma heim eftir tvær vikur.) Það adrenalínflæði sem fór af stað við þetta sjokk hélt mér alveg hyper kátri og ég var með eindæmum ofurhress og orkumikil það sem eftir lifði kvölds.
Hvað er júróvisjónpartý án aðdáenda númer eitt, tvö og þrjú.... Ég var búin að undirbúa mig undir svona semi hresst partý (Ég meina Dóra, Pési og Krissi voru á svæðinu, en Dóra dansar ekki, það gerir hins vegar Helga) en ekki nóg með að Helga Þóra hafi mætt, heldur þá mættu Unnar og Fúsi líka.... og ekki nóg með að Unnar og Fúsi hafi mætt heldur þá mættu Hrund og Sunna líka..... Og hvað er hægt að biðja um meira en að allt fallega og skemmtilega fólkið komi saman á Víðmelinn hjá Pétri. (ok... Röskvu partý eru nú líka oft hress sko...en þetta á vinninginn í augnablikinu.)

Ég er nú alltaf að verða meiri og meiri júróvisjónaðdáandi með hverju árinu... kannski að Helga eigi einhverja sök á þessu... humm... hver veit
Ég ætla allavega að viðurkenna það hér og nú að mér fannst keppnin í ár alveg með eindæmum skemmtileg. Mér fannst hún það skemmtileg að ég gekk svo langt að þramma upp Laugaveginn í úrhellisrigningardembu í gær, lét staðar numið í Skífunni og keypti mér eitt stykki “EUROVISION SONG CONTEST, ISTANBUL 2004”.
Já, jæra fólk þið megið fordæma mig að vild... en I don´t give a flying shit, og ætla mér að hlusta á þennan ágæta geisladisk oft og mikið.... Takk fyrir......

En svo við snúum okkur aftur að Melabúðarjúróvisjónsvallpartýinu á Víðimelnum, þá var það gífurlega hresst og slær mörg önnur Víðimelspartý út, þó að mörg hafi nú verið ansi svaðaleg. Þetta var svo hresst að það voru brotin glös og flæðandi bjór út um allt. Ég sem hafði verið í góðum fíling að dansa á táslunum ákvað allavega að bregða mér í skó þegar ég skar mig á hælnum á hálfu glasi. Samt held ég að glasið hafi verið stofuborðinu... humm... hvernig ætli mér hafi þá tekist að skera mig á hælnum.... Furðulegur fjandi...

En eftir fyrsta partý sumarsins þá var haldið niður í bæ þar sem við Helga ætluðum nú aldeilis að kíkja á once in a lifetime viðburðina á NASA, þ.e. Stebba og Eyfa taka Nínu live on stage í upprunalegu búningunum, fjólubláa og græna dressinu... muniði??? Og við ætluðum líka að sjá Gittu Hauks taka sitt lag og fleiri góðar júróvisjónstjörnur. En sökum hressleika í partýinu þá vorum við heldur seint á ferð og allir once in lifetime viðburðir voru búnir. Helga Þóra bindur vonir við næsta ár....

Anyways..... best að fara að gera ekki neitt.... þar sem ég er búin í prófum og byrja ekki að vinna fyrr en 1. júní.... Kannski ég fari að hlusta á EUROVISION SONG CONTEST, ISANBUL 2004 diskinn minn????
Eða kannski ég fari að hefja formlega heilsuræktarátakið mitt sem átti að hefjast í janúar. En betra er seint en aldrei og batnandi manni er best að lifa....

föstudagur, maí 14, 2004

Klórað í rassalinginn

Æ æ og obbosí... ég steig næstum á rammvillta önd áðan, þar sem hún ráfaði um Þingholtin í örvæntingu sinni.... sennilega í leit að félögum sínum... hún vissi ekki í hvorn fótinn hún átti að stíga... Veslings fiðraða fljóðið. Ef öndin hefði ekki verið svona blaut og skítug þá hefði ég í góðmennsku minni vippað henni undir arminn og borið hana niður að tjörn... Lét mér þó vegna aðstæðna, nægja að vorkenna henni aðeins....

Anyways nóg um aumkunarverðar endur... ég er svo gífurlega minniháttar að ég plantaði mér fyrir framan sjónvarpið á slaginu eitt til að fylgjast með konunglega danska brúðkaupinu, þar sem Friðrik prins gekk að eiga hina áströlsku Mary Donaldson... athöfnin er reyndar ennþá í gangi svo þau eru ekki ennþá orðin hjón.
Það var krúttlegast í heimi þegar Mary gekk inn kirkjugólfið þá fór Friðrik að háskæla, tárin gjörsamlega hrundu niður kinnarnar á honum... ohhhhh, þetta var eitt af því krúttlegasta sem ég hef séð, fór næstum að skæla sjálf.
Á meðan Friðrik litli háskældi í beinni útsendingu þá notaði Jóakim bróðir hans tækifærið og laumaði hendinni undir prinsajakkann sinn að aftanverðu og klóraði sér snyrtilega í rassalingnum. Bjóst örugglega ekki við því að myndskeiðið kæmi svona aftan að honum.
Annars þá var þetta allt voðalega konunglegt og hátíðlegt þangað til presturinn fór að tala, þá missti þetta soldið sjarmann. Orð eins og egtekvinde, egtemand og egteskab eru eitthvað ekki svo rosalega smart.... (sorrý Helga mín, ég ábyrgist ekki að þessi orð séu rétt skrifuð, þau hljómuðu allavega svona)

En annars þá er ég ákaflega ánægð með fjarveru Óla forseta í þessu brúðkaupi, því þá veit maður að hann ætlar sér aðeins að hræða Dabba og Dóra. Ég tala nú ekki um ef hann ætlar sér að gera eitthvað meira en að hræða þá.... þá færist nú aldeilis fjör í leikinn.

Þar sem Óli á nú ammili í dag þá sendi ég honum mínar bestu heillóskakveðjur og vona að hann hafi það gott það sem eftir lifir af degi.miðvikudagur, maí 12, 2004

Ætli það sé þægilegra að syngja hálfnakin????
Akkuru þurfa svona margir Júróvisjónkeppendur að fara úr fötunum á sviðinu???
Ætli þeim sé heitt????

Ég er nú ekki tepra en ég verð nú bara að segja það að ég hálf blygðaðist mín þegar ég sat í mínu barnslega sakleysi og horfði á Júróvisjónforekppnina og skyndilega fóru menn og konur að reyta af sér hverja spjörina á fætur annarri. Eða eila reyta spjarirnar af hvort öðru, margir jakkar virtust vera í tveimur hlutum svo hægt var að hrifsa þá í sundur í hita leiksins. Íðilfagrar dömur hentu jakkahlutunum (sem þær höfðu rifið utan af karlpeningnum) mjög getnaðarlega á sviðið og svo duttu þær bara úr kjólunum eða drögtunum eða eitthvað... Bara svona úpps... þarna missti ég eitthvað... Og svo dilluðu bara allir sér hálfnaktir eins og ekkert væri eðlilegra...

...Og það voru helst þeir keppendur sem enduðu atriði sitt á adams eða evuklæðunum sem komust áfram.... merkilegt hvað nakið hold hefur mikil áhrif....
Greyið Tómas Þórðarson danski Íslendingurinn hann beraði sig ekki nógu mikið. Hann er nottla af íslensku bergi brotinn og við erum svo miklar teprur. Íslensku keppendurnir eru alltaf fullklæddir á sviðinu... frekar lásý

Ég segi bara áfram Ísland og úr með Jónsa!!!!!

mánudagur, maí 10, 2004

Ófremdarástand
Það er nú aldeilis ástand á heimilinu núna, ég er að læra fyrir mín próf og systir mín er í samræmdu prófunum svo hún er mjög niðursokkin í ýmislegt lesefni sem því fylgir. 13 ára bróðir minn er hins vegar ekki í prófum og er ekki alls kostar sáttur við stöðu mála á heimilinu. Við systurnar krefjumst þess að algjör þögn ríki þegar okkur hentar og bróðurnum þykir vegið að rétti sínum til almennra athafna á heimilinu, svo sem sjónvarpsglápi og hlustun háværrar tónlistar. Móðir okkar er öll að vilja gerð til að stilla til friðar og koma á einhverju samkomulagi um hvar heimilisfólk má vera hverju sinni og hvar ekki. Bróðirinn er hins vegar ekki mjög þolinmóður og finnst þetta vera ófremdarástand, þykist ekki heyra vel svo að hann verður að hafa sjónvarp og útvarp mjög hátt stillt. Honum var þó öllum lokið áðan þegar við systurnar báðum hann ansi harkalega að vinsamlegast hætta að vera í borðtennis á yfirbyggðu svölunum. (sá leikur orsakar þvílíkan glymjandi hávaða) Mamma bað hann að fara inn í herbergi eða út. Þá sagði strákurinn, heldur skúffaður: “þá fer ég út um gluggann”. Hann var þá að tala um opnanlega hlutann á yfirbyggðu svölunum. Mamma benti honum góðlátlega á að hann gæti líka bara notað útidyrahurðina í sömu erindagjörðum. Á sama tíma og þessi ábending kom frá móður okkar þá reif bróðir minn upp stóra gluggan á svölunum. Þá sagði mamma: “nei Róbert það kemur svo kalt inn.......” Það ríkti þögn í smá stund eftir að þessi orð féllu.... eða þangað til að við áttuðum okkur á því að þetta væru líklega ekki eðlileg viðbrögð móður við þeim hótunum að sonur hennar ætlaði út um gluggan. (þó svo að við séum aðeins stödd á annarri hæð).

Ég vil þó taka það fram að móðirn var ekki svona áhugalaus um afdrif sonarins heldur tók hún yfirlýsingar hans ekki alvarlega.... Þetta var samt ansi skondin athugasemd hjá henni.... ég verð nú bara að segja það.....

sunnudagur, maí 09, 2004

Mæðradagspönnukökur
Læri, læri, læri..... eða svoleiðis.... mar er allavega að reyna.... Það er að vísu svo mikill reykjarmökkur hér hjá mömmu, þar sem ég er staðsett, að ég sé varla á tölvuskjáinn.... Móðir mín var nebbla að ljúka pönnukökubakstri. Og slík iðja virðist framkalla þennan líka þykka reykjarmökk....

Mamma "gamla" var svo ánægð að ég færði henni rós á mæðradaginn (sem er í dag krakkar mínir, þið hafið ennþá tækifæri til að bræða hjarta móður ykkar.... belive me hún mun gera flest fyrir ykkur ef þið færið henni eitthvað sætt) Þetta veit ég af eigin reynslu... ég spurði mömmu svona í gríni hvort hana langaði ekki að hræra í nokkrar pönnsur svona í tilefni þess að það er sunnudagur og viti menn... mín mor sló bara til. Þetta þótti mér merkilegt. Ég hef grátbeðið hana með reglulegu millibili að baka pönnukökur en hún hefur alltaf borið við vanþekkingu og kunnáttuleysi á þessu sviði. En haldiði ekki að mín hafi bara bakað einar bestu pönnukökur sem ég hef smakkað. Hún var að vísu svo stolt af þessum baksturshæfileikum sínum að eftir hverja pönnsu sem tókst vel þá lofaði hún sjálfa sig í hásert... ég bíð bara eftir að hún fari að viðra hugmyndir um að opna bakarí. Nú er hún að vaska upp og er ennþá að monta sig...... "Í öll þessi ár hélt ég að ég gæti ekki bakað pönnukökur og svo get ég það bara og svona líka með glæsibrag"..... þetta voru sko hennar orð...

Jæja en nú eru bara 5 dagar í próflok og 6 dagar í júróvisjón og 20 dagar þangað til Helga Þóra jólavisjónstrumpur kemur frá Danmörku og þá verður síðbúinn júróvisjón fagnaður. Hver veit nema við Íslendingar náum topp 5 í ár.... mér heyrðist Júróvisjónspekingar Norðurlandanna allavega lofsama lagið og dásama Jónsa í júróvisjónþættinum í gær.

Heil og sæl, sjáumst um hæl


þriðjudagur, maí 04, 2004

Júróvisjónfiðringur......
Jæja nú fer að líða að því að okkar ástkæri Jón Jósep leggji land undir fót og haldi til Tyrklands til að mjálma einhverja ballöðu fyrir Íslands hönd.
Helga Þóra Júróvisjónstrumpur og Danmerkurfari telur einmitt niður dagana í herlegheitin, daman verður þó fjarri góðu gamni enda pikkföst í Danaveldi þangað til 29. maí næstkomandi. Ég held líka að hún haldi með Dönum...... henni finnst allavega lagið þeirra skemmtilegra....

En allavega þá viðurkenni ég alveg að ég horfi allaf á júróvisjón og bíð spennt eftir næstu keppni.... Það eru svo margir sem þora ekki að viðurkenna þennan veikleika sinn, flestir þykjast ekki kannast við að hafa neinn áhuga á slíku lágmenningarsjónvarpsefni. En gott fólk... á hverju ári þá kemst upp um ykkur.... jáhá.... Milli 19:00 og 22:00 á hinum svokölluðu júróvisjón kvöldum má varla sjá lifandi sálu á ferð um stræti borgarinnar. Hvað ætli fólikð sé að gera????? Já, maður spyr sig..... kannski að horfa á júróvisjón.... Mar veitiggi.....

En svona kvöldum fylgja oftar en ekki allskvakalegir gleðskapir þar sem öl er teigað og kjöt grillað. Allavega ef þú vinnur í Melabúðinni, þá máttu búast við slíkum herlegheitum að annað eins þekkist ekki. Í Melabúðinni vinnur nebbla bara hresst fólk sem kann að skemmta sér í góðra vina hópi....
Þó að oft sé erfitt að rifja upp hvað gerist á slíkum kvöldum þá minnir mig að júróvisjón kvöldið fyrir einu góðu ári síðan hafi verið ansi skrautlegt. Þegar hún Bridget okkar Hawkvalley opnaði hjarta sitt fyrir Evrópubúum.
Mig minnir að einhverjum ungum stúlkum hafi verið fylgt heim ekki svo ýkja seint.... sökum mikillar ölvunar.... stúlkan vill þó ekkert kannast við þennan atburð en hana rámar þó eitthvað í að erfitt hafi verið að finna herbergið sitt þegar heim kom.

En ég komst í bæinn þetta kvöld ( ég viðurkenni þó tapaðan hressleika á tímabili). Við Dóra fórum einmitt á einhverskonar júróvisjón fagnað á hinum ágæta stað, NASA..... þar upplifðum við stund lífs okkar.... eða svoleiðis.... þar sem við sáum Stebba og Eyva taka gömlu góðu Nínu í upprunalegu búningunum.... ohhhh.... þvílík upplifun....
Daman sem ekki fór ýkja seint heim sökum ölvunar var heldur betur súr og svekkt yfir að hafa misst af þessum einstaka once in a lifetime viðburði, enda er hún sannkallaður júróvisjónnstrumpur....

sunnudagur, maí 02, 2004

Sykurpúðar í morgunmat... nammi namm...

Ohhhh.... merkilegt hvernig ég man alltaf eftir því að ég er í átaki þegar ég er búin að éta mig til óbóta. Ég svoleiðis treð í mig eins og mér sé borgað fyrir verknaðinn.
Ég fékk mér til dæmis alveg sérdeilis skemmtilegt combó í morgunverð í gær.... ég grillaði mér nokkur stykki af sykurpúðum í bakarofninum mínum, jamm... ég setti þá á plötu efst í ofninn og grillaði.... ummmm þeir voru einkar ljúffengir og löðrandi þar sem ég veiddi þá af rjúkandi ofnplötunni með skeið..... og í eftirrétt fékk ég mér nokkrar m og m súkkulaðitöflur....
En ég er samt farin að drekka Pepsi max í staðinn fyrir kók svo þetta er allt að koma sko....

Ég lenti í því að horfa á einkennilegan júróvisjón þátt í gær. Í þættinum komu saman fulltrúar allra Norðurlandanna og gagnrýndu júróvisjónlög frá öðrum þjóðum. Eiríkur Hauks var okkar fulltrúi og kom vel fyrir að vanda, hann flaksaði rauðum lokkunum og mælti mikla speki á norsku.... Ég ætla samt að vona að þessi þáttur sé bara sendur út á Norðurlöndunum því þessir gáfumenn og konur svifust einskis. Þau voru næstum því bara illgjörn og vond.... við höfum nú ekki efni á því að dæma neinn..... eða þannig sko...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?