<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, september 30, 2004

Það má ekki pissa á lítinn dverg.... eða hvað???
Þegar við Melabúðaraðalgellurnar erum að vinna saman þá koma oft furðulegar pælingar upp á yfirborðið. Við til dæmis förum oft að rifja upp gömul og góð lög eða gamalt og gott bull. Í gær þá vorum við Helga báðar skyndilega farnar að raula Bannaða lagið... þið munið: það má ekki pissa bak við hurð og þess háttar... Textinn hafði þó eitthvað skolast til enda vorum við líklega grunnskólakrakkar með hor og í bleikum krumpugalla með hettu þegar við sungum þetta síðast. Við reyndum þó ýmsar útgáfur eins og: Það má ekki pissa á lítinn kall, eða... það má ekki horfa á lítinn dverg.... og það má ekki stela úti í búð.... eða skjóta lítinn kall. Við vorum nebbla alveg vissar um að það væri eitthvað í sambandi við lítinn kall í laginu. En hún Helga Þóra er líklega þrjóskari en ég því hún þefaði lagið upp og skellti því á síðuna sína, fyrir þá sem vilja rifja upp góðar stundir úr tónmenntatímum.






miðvikudagur, september 29, 2004

Ég held að maður geti verið prentari
jæja nú er miðvikudagur.... sem skiptir í rauninni engu máli nema fyrir þær sakir að í kvöld er RösQuiz á Stúdentakjallaranum, það er líka Americas next top model (sem ég missi væntanlega af því ég ætla að mæta á RösQuizið), hugga mig samt við að það mun verða endursýnt....

En já ég átti sérdeilis fínan gærdag. Ég greiddi alveg úr tveimur flækjum sem hrjáðu mig.
Svo var kleinuhittingur í Árnagarði hjá okkur stelpunum (a.k.a Sólrún, Dóra og Helga Þóra. það er ótrúlega gaman að eiga vinkonur sem ríma saman). Eftir að hafa skúffað í okkur kleinum og ýmsu öðru góðgæti þá tókum við þá ákvörðun að við yrðum að fara að sauma aftur og prjóna eins og alvöru kvenkostir.
Svo úr því varð saumaklúbbur í gærkveld hjá henni Dóru Lind þar sem Helga tók upp harðangursdúkinn, Dóra saumaði blóm í dúk og ég hélt áfram með sagnfræðitrefilinn minn. Ég hef reyndar miklar áhyggjur af því að hann endi sem Barbíteppi, hann gengur nebbla frekar hægt. Svo fór mig líka að klæja í útsaumsfingurna þegar við skoðuðum öllu fínu blöðin hennar Dóru, þannig að ég legg örugglega sagnfræðitrefilinn til hliðar í næsta klúbbi og mæti með útsaumsdótið mitt.

En ef þið viljið lesa meira um hnyttin atvik sem áttu sér stað og gullkorn sem féllu þá vísa ég á Jólastrumpabloggið hennar Helgu þar sem hún fer ítarlega ofan í saumana á þessu öllu saman.
En mig langar samt að spyrja: Getur maður verið PRENTARI eða er maður PRENTSMIÐUR. Jahh ekki get ég svarað því..... Kannski þú???
Við nánari athugun þá held ég að maður geti alveg verið prentari eins og dansari eða slátrari. Menn voru sko prentarar áður en prentarinn kom til sögunnar. Er þaggi annars???

Svo fékk ég matarlystina aftur í gær og svaf actually heila nótt án þess að bylta mér í fjóra klukkutíma fyrst.... Þannig að ég er rosalega hamingjusöm þessa dagana og spennt fyrir helginni. Ég hef nebbla góða tilfinningu fyrir þeirri atarna. Það er Beygluhúsið með stelpunum, vísó, octoberfest, djamm á laugardag og síðast en ekki síst þá er ég að vinna alla helgina. Meen hvað ég er spennt....

föstudagur, september 24, 2004

Djamm???? eða uppvask????
Jæja nú er föstudagur til fagnaðar....
Þið fólk sem eruð að fara að djamma í kvöld!!! látið mig vita og bjóðið mér með. Mér gæti nebbla leiðst annars.....

Enn og aftur þá tókst mér að kveikja líf í eldhúsvaskinum heima hjá mér. Það er svoooo fokking leiðinlegt að vaska upp að það gerist ekki oft. Að vaska upp er það leiðinlegasta sem maður gerir í heiminum, það er nokkuð ljóst.
En í gær var mér þó nóg boðið og réðst til atlögu við vistkerfið sem hafði myndast í vaskinum hjá mér. Keypti mér þennan líka fína Fairy uppþvottalög með sítrónukeim og nýja gúmmíhanska með sérlega góðu fóðri.
Skellti svo nýju einstaklega skemmtilegu geisladiskunum í svo mjög lélega gettóblasterinn minn og hófst handa. Þetta gekk alveg furðu fljótt fyrir sig og ég vil þakka tónlistinni og sérfóðruðu gúmmíhönskunum fyrir það. Núna hef ég semsagt tekið ákvörðun um það að vaska upp jafnóðum, ég held nebbla að það sé ekkert eins mikil athöfn þá eins og úr verður ef maður bíður í viku(r).
Og svo krakkar ef þið verðið í vandræðum með afmælisgjöf handa mér (það líður nú senn að afmæli mínu) þá er uppþvottavél alltaf vel þegin. Þið getið bara slegið saman í púkk ok :) eða keypt ódýra notaða.....

Ætli námsmannaþjónusta Íslandsbanka fari ekkert að bjóða upp á UPPVASKARANN??? Ég meina þeir eru komnir með skemmtara, flettara, vekjara og verndara. Hverjum námsmanni er líka nauðsynlegt að eiga uppvaskara hann er alveg jafn nauðsynlegur td. og skemmtarinn.
Nú er ég einmitt námsmaður og eyddi tveimur klukkutímum af gærdeginum í uppvask. Ég meina, þessa tvo dýrmætu tíma hefði ég geta notað í lestur ef ég hefði haft aðgang að uppvaskara. Svo mætti alveg koma með TILTAKARANN líka. Það vantar einhverjar svona sniðugar uppfinningar...

Ps. Þið munið þetta með djammið og þið vitið símann hjá mér. Ef þið vitið ekki símann hjá mér þá nenni ég hvort eða er ekki að djamma með ykkur.
Eða hei!!!! við nánari athugun þá útiloka ég ekki neitt.... hvort sem þið vitið símann eður ei :)


fimmtudagur, september 23, 2004

Hæ hæ og hó

Nú er ég ákaflega kát stúlka..... Tók nebbla svo einkar skemmtilega ákvörðun í gær... ég er svo spennt að ég get ekki lært.
Samt þarf ég eila að læra til að þessi ákvörðun geti orðið að veruleika.... meeeeen!!!! hvað skal gera þá????
Ég ætla samt ekki að opinbera strax hvaða fjandans vitleysa mér datt nú í hug.... kemur bara í ljós.
Það erun bara örfáir útvaldir sem fá að vita og þið þegið ok :)

Ó well annars er ekkert merkilegt að drífa á dagana hjá mér núna svo ég ætla bara að halda áfram að vera of spennt til að læra.

þriðjudagur, september 21, 2004

Nú fer allt að gerast!!!!

Meeen!!!! það eru börn allstaðar.... Ok ég hef ekkert á móti börnum, alls ekki sko.... Núna eru þau bara allstaðar. 30.000 stykki ráfandi um stræti borgarinnar, inni á vinnustöðum, í búðum, í skólanum, þó ekki sínum eigin, heldur annarra manna skólum.

Ég er búin að þurfa að heimsækja nokkra staði í morgun og allstaðar eru börn á stöðum sem þau eiga ekki að vera á þessum tíma dags. Það var til dæmis ekki þverfótað fyrir börnum og kennurum í IKEA áðan.
Hitti þó einn sveitalubba áðan sem sagði að þetta væri nú voða hentugt, þetta verkfall, enda væri sláturtíð og tilvalið að nýta litla fólkið í einhver hagnýt störf. Eins og td. að sauma vambir....eða eitthvað....
Það er nú sosum kannski ekki verra en hvað annað....

Eftir hrakfarir mínar síðustu daga hef ég ákveðið að reyna að taka gleði mína á ný. Það er sko ekki að ástæðulausu skal ég segja ykkur. Skoðaði nebbla gamalt blað áðan, eitthvað áramótablað þar sem ég rakst á stjörnuspána mína fyrir árið í heild.
Og þar kenndi nú ýmissa grasa: Á þessu ári á ég eftir að fara einu sinni til útlanda, ég á að finna stóru ástina í lífi mínu, öll fjármálavandamál eiga að leysast og ég mun fá stöðuhækkun eða ný tækifæri á atvinnumarkaðnum. Ekki amalegt, og í ljósi þess að ekkert af þessu hefur enn gerst þá ætti ég að bara að bíða spennt því nú hljóta hlutirnir að fara að gerast.....

Mér þykir alltaf svooo spennandi að lesa svona stjörnuspá því einu sinni kom það fyrir að ég lenti akkúrat í því sem stóð í spánni minni.
Það var reyndar bara svona smáspá í Vikunni en það er alveg sama.... Ég hef alveg trú á svona hlutum.... Jeij!!!! ég er svo spennt!!!!




mánudagur, september 20, 2004

Hrakfarir mínar halda áfram....
Jæja þá er helgin að baki.... Þessi var ansi erfið skal ég segja ykkur..... Á laugardagsmorgunin lá við að ég segði upp sem Sólrún....
Föstudagskvöldið var frekar dramatískt eins og vill gerast þegar ég á í hlut. Þó hef ég aldrei á minni þó svo viðburðaríku ævi aldrei lent í slíkum hrakförum og þeim sem ég lenti í á föstudagskvöldið, þetta var svakalegt, sorglegt, skrýtið og verður kannski, eftir einhvern tíma, líka skondið. Þó ekki nærri því næstum því strax. Ég held að sú röð atvika sem ég lenti í, eigi svona tölfræðilega séð ekki að geta gerst....... þeir sem ég hef talað eru mér þar algjörlega sammála. Þetta sem ég lenti í, það gerist ekki, ok... kannski svona eitt og eitt í einu en þetta á ekki að geta gerst allt á einu kvöldi. Einstaklingur sem hefur fengið sér einn eða tvo getur orðið mjög viðkvæmur.... Mér tókst að vera send heim tvisvar sökum bagalegs ástands.

Ég var eins og undin tuska er ég mætti til vinnu á laugardaginn og ákvað að fá mér Malt, því það á að bæta, kæta, gefa gott útlit og laga meltinguna... Það virkaði ekki... Eina leiðin sem ég fann út úr þessum vanda mínum var bara annað djamm. Hrund og Emil tóku mig upp á sína arma á laugardagskvöldið og buðu mér í pizzu áður en bjórdrykkja hófst. Þrátt fyrir að vera hnuggin með eindæmum, beit ég á jaxlinn og ákvað að vera bara köld og röff.... skiljiði..... Þrátt fyrir að hafa algjörlega tapað kúlinu kvöldinu áður.
Það má með sanni segja þau skötuhjú hafi bjargað geðheilsu minni í bili.
Við skunduðum niður á Hressó og stigum þar villtan dans... og það var svoooo gaman.... og ég drakk ekki einu sinni mikið svo ég var bara ofurhress. Meeen!!!! Þetta var stuð, Sálin, Rúslana, Ace of bace og fleiri.... Þetta bætti sko aðeins upp fyrir hrakfarir föstudagskvöldsins... Ég var svo hress að þegar ég kom heim um rúmlega hálffimm þá steikti ég mér hamborgara. Og sá var nú ljúffengur..... Sa-fokking-lúrp

Læt ég hér nú staðar numið, kveð að sinni.

fimmtudagur, september 16, 2004

Óheillakrákan ég
Sælt veri fólkið!!!

Ég er farin að hallast að því að ég sé með þeim óheppnari í bransanum (þá meina ég að lifa hrærast í þessum heimi bransanum).
Síðustu dagar hafa verið alveg með eindæmum fáranlegir og nú skal ég frá því segja.... Í fyrradag þá tók ég að mér að halda fund sem er nú ekki merkilegt þannig séð og kemur óheppni minni alls ekki við enda þykir mér alveg gaman að halda fundi :) ..... Nema hvað ég var að böglast við að ná í einhverja fokking klappstóla sem ég var búin að troða út í horn bak við fullt af drasli, það gekk ekki vel... ég varð að klofa yfir kassa sem ég var búin að koma með eindæmum vel fyrir og nennti ekki að færa. (hefði þó betur drullast til þess). Því þegar ég klofaði til baka þá gerði ég það engan veginn nógu hátt. Þannig ég missti jafnvægið með tvo þunga járnklappstóla í fanginu.... á næstu sekúndubrotum flugu ýmsar ógnvænlegar hugsanir í gegnum kollinn á mér.... En engin af þeim hugsunum gat mögulega bjargað mér frá örlögum mínum. Ég hlunkaðist beint á bakið, með annan fótinn beyglaðan svo mér tókst að bora hælnum inn í rasskinnina á mér og í örvæntingu minni freistaðist ég til að bera fyrir mig hendurnar svo ég sleppti stólunum, sem auðvitaði skullu þá bara beint ofan á mig. Eina sem ég græddi á því að sleppa höndunum voru rispur og mar þar sem ég slengdi annarri höndinni í eldhúsborðið. Og líka kúla á hausinn því þar lentu stólbökin. Ég náði semsagt aðeins að bjarga andlitinu....
Þar sem ég lá flötum beinum á gólfinu með stólana ofan á mér og beyglaðan fótinn undir mér, þá langaði mér mest að fara að hágráta enda var þetta mjög vont.... ég þakkaði bara mínum sæla fyrir að vera á lífi.
Nú sit ég hér lurkum lamin og skökk, með helauma rasskinn, bólgna rist, ýmsar rispur hér og þar, fjólublátt hné og ýmislegt fleira.

Mér tókst líka brenna mig á djúpsteikingapottinum út í Meló í gær..... vææææl.... þetta er ekki ábætandi á biturleikann sem hrjáir mig þessa dagana (löng og leiðinleg saga)

En hrakförum mínu er langt frá því að vera lokið.... Þetta sama kvöld og ég drap mig næstum, ákvað ég að leigja mér Four weddings and a funeral, svona til að reyna að lækna biturð mína. En fjandinn hafi það, eftir að hafa þrætt allar helstu vídjóleigur borgarinnar (eða þær sem ég er ekki í skuld hjá :) ). Þá fékk ég loksins þetta meistarverk kvikmyndasögunnar upp í hendurnar á mér. Á þessum tímapunkti var ég slösuð en ákaflega sátt stúlka. Það var þó ekki lengi. Helv.... dvd diskurinn var allur grútrispaður og myndin hoppaði og skoppaði allan tímann.... Hvers á ég að gjalda?????
Horfði samt á hana þrisvar..... ahhhhh svoooo skemmtileg mynd..... endar svoooo vel..... Sem gerði mig ennþá biturri....

Svo í dag þá ætlaði ég að vera góð dóttir og baka vöfflur fyrir mömmu sem var heima í dag. ( ástæðan var ekkert sú að mig langaði í vöfflur en nenti ekki að éta þer ein.... alls ekki). Kom ég því voða kát heim til mömmu, til í slaginn með vöfflumix og rjóma og allt. Mamma voða kát... og allt rosa hamingjulegt. Ég hrærði í deigið og hitaði vöfflujárnið..... Hljómar allt voða vel og ekkert annað eftir en að segja bara sa-fokking-lúrp(eins og maður segir á Melabúðarlensku, þýðir sama og slurp eða það að eitthvað sé mjög ljúffengt) en andsk.... vöfflujárnið var orðið eitthvað þreytt eftir mikla notkun og allar vöfflurnar festust við. Það skipti engu máli hvort ég makaði það út í smjölíki eður ei.... ég og móðir mín uppskárum held ég fimm stykki vöfflur úr tuttugu vöfflu pakka..... Og þær voru allar krumpaðar og hálfbrenndar.

Og síðast en ekki síst þá tókst mér að beygla skráargatið á íbúðinni minni(já krakkar mínir það getur allt gerst, allavega þegar ég á í hlut) þannig ég get ekki ekki opnað hurðina heima hjá mér með lyklinum. Þetta er sko ákaflega gömul og lúin læsing þannig að það má ekki læsa mjög harkalega, sem ég einmitt gerði áðan. Þetta hefur reyndar gerst áður og þetta reddast alltaf með einhverjum tækjum, skrúfjárnum, hárspennum eða þess háttar. Samt pirrandi og þetta ber allt saman þess merki að ég sé með eindæmum mikil óheillakráka.....

mánudagur, september 13, 2004

Staður týnda dótsins!!!

Dóra Melabúðar og enskugella varð á vegi mínum í gær. Henni var mikið niðri fyrir enda búin að týna debetkortinu sínu, það var sko bara í vasanum hjá henni og svo var það ekki þar. En í geðshræringu sinni varpaði hún fram atygliverðri spurningu: Hvar er staðurinn sem allt týnda dótið fer á????
Ég meina hver kannast ekki við það að týna einhverju og finna það aldrei aftur. Ég meina hlutir gufa ekkert bara upp sko. Eftir smá umhugsun og nokkrar djúpar og heimspekilegar pælingar þá vorum við Dóra algjörlega sammála um það að það hlyti að vera til svona Staður týnda dótsins.

Svo ég taki nú bara nærtækt dæmi. Ég er alltaf að kaupa mér svarta sokka. Samkvæmt því ætti ég að eiga heljarinnar stórt fjall af svörtum sokkum, þeir ættu að flæða upp úr öllum skúffum, en nei!!!! ég á kannski svona sirka 3 pör. Ég set kannski 4 pör í þvottavélina og út kemur bara eitt par. Ok....Önnur hugsanleg skýring er sú að þvottavélin gleypi sokkana.... úúúúhhh!!! Þvottavélin sem gleypir sokka!!! eeehhhh nei held ekki!!!
Ég er sannfærð um að staður týnda dótsins er til, þar eru sokkarnir mínir, debetkortið hennar Dóru og Mastercard ávísunin mín.... og allir hinir hlutirnir sem hafa "gufað" upp.

Takk fyrir mig.

föstudagur, september 03, 2004

Eytt um efnum fram

OOOhhhhh man.... ég er svo klikkuð...
fékk nebbla ansi ríflega útborgað hjá hinu ágæta Sláturfélagi.... Ansi var ég nú hrædd um að mistök væru þar á ferð enda hef ég sjaldan séð svo háar tölur inn á mínum reikningum... nema nottla að það sé mínus fyrir framan. En viti menn að vel athuguðu máli þá var þetta bara allt saman rétt, ég var greinilega bara svona dugleg að vinna yfirvinnu í sumar.
Renndi yfir sumarið í huganum og rifjaðist þá upp fyrir mér sá tími er ég drattaðist á fætur um hálf fimm leytið (hálf fimm að nóttu til sko), gekk um þrjá kílómetra hálfsofandi yfir fjandans Elliðaárdalinn þveran og helv... endilangan (það getur vel verið að þetta séu meira en þrír kílómetrar) og mætti í vinnuna klukkan sex. Á hverjum morgni leið mér eins og ég væri Sólrún ein í heiminum og það er óhugnaleg tilfinning, allskyns undarlegar hugsanir læddust að mér. Svo heyrði ég líka óhugnaleg hljóð og oftar en einu sinni þurfti ég að sannfæra sjálfa mig að það væru engir úlfar á Íslandi..... Né ljón eða eitthvað í þá áttina....En eigi var ég búin snemma dags þrátt fyrir að gerast svo árisull. Suma dagana var ég að drattast heimleiðis yfir Elliðaárdalinn svona uppúr sex..... Semsagt, þá áttaði ég mig á því að þessar peningaupphæðir væru nú sannarlega mínar.

En þá er ég komin að því hvers vegna ég er snarklikkuð. Haldiði að ég hafi ekki bara skellt mér í IKEA með Melabúðargellunum Dóru og Helgu Þóru sem báðum vantaði eitthvað úr þessari ágætu verslun. Mig vantaði sosum ekki neitt enda er ég að drukkna í drasli á heimili mínu. En lét daman það stöðva sig??? Nei!!! held ég síður.... Hvað átti ég annað að gera við þessar féfúlgur annað en að eyða þeim???? Þannig að ég keypti mér alveg eina gula IKEA tösku fulla að allskonar drasli sem ég hef ekki einu sinni pláss fyrir....

.....Svo í gær þegar skólinn byrjaði þá mundi ég skyndilega eftir einum útgjaldalið..... bækur.... maður þarf að kaupa bækur.... Það er eitthvað sem ég steingleymdi.... Þessir peningar sem ég átti svo mikið skilið munu því ekki staldra lengi við inni á kortinu mínu..... Ég á semsagt ekki bót fyrir boruna á mér, en ég á glænýtt óhreinatau, bastkörfur og agalega smartar skálar sem nauðsynlegt er að eiga undir snakk ef gesti ber að garði.

Já það verður seint sagt að ég sé hagsýn.... en ég hef kannski einhverja aðra kosti sem vega þar upp á móti..... Vonandi........

This page is powered by Blogger. Isn't yours?