sunnudagur, október 31, 2004
Eiginmannsleit formlega hafin!
Kæru félagar!!!
Ég heiti Sólrún og ég er alkahólisti og djammfíkill..... Eftir að hafa eytt megni gærkveldsins í saumaklúbbi einum, mínus saum og mínus áfengi þá hélt ég heim á leið og hlunkaði mér í sófann. Þar sat ég í nokkrar mínútur og hugsaði með að þetta væri fyrsta helgin í laaaaangan tíma þar sem ég myndi ekki innbyrða áfengi og var ég nokkuð stolt. Um klukkan eitt eftir miðnætti fæ ég eitt stykki sms og Hrund tilkynnir mér að hana vanti nauðsynlega djammfélaga..... Það geta allir stólað á Sólrúnu, alltaf :) Svo ég vippaði mér úr sófanum skellti mér í sturtu, málaði mig, þambaði bjór og talaði í símann á heimsmetstíma og gik svo í byen....
Annars þá ætla ég að fara á stúfana uppúr mánaðamótunum og finna mér eiginmannsefni. Ég er orðin þreytt á einbúalíferninu og mig vantar einhver til að vaska upp og búa um. Og til að fara út í bakarí á morgnanna og færa mér bakkelsi í rúmið....
Ég er að spá í að fá Helgu Þóru með mér í þetta verkefni þegar hún er búin að stúdera bókina Superflört. Þá getur hún kennt mér nokkur góð veiðitrikk. Hún er nebbla í svipuðum eiginmannslausum sporum og ég.
Í tilefni af þessari eiginmannleitarákvörðun minni fannst mér viðeigandi að lista upp hvers kyns karlpeningi ég þarf að líta fram hjá til að forðast ákveðin óþægindi sem gætu skapast í leik og starfi, sökum tenglsla á einhvern hátt. Ég sá þó að leitin gæti orðið ansi strembin sökum afar þröngra leitarskilyrða. Skilyrðin eru þó einna helst þröng á hvar ertu fæddur og uppalinn sviðinu.
Ok..... Eiginmannsefnið má:
Helst ekki vera nemandi við Háskóla Íslands, allavega ekki nemandi í stjórnmálafræði, sálfræði, hagfræði, sagnfræði eða verkfræði. Eginmannsefnið má stunda nám í öðrum háskólum, þó helst ekki Bifröst. Hann má ekki hafa unnið í Melabúðinni, Sláturfélagi Suðurlands eða Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma. Þá má hinn tilvonandi eignimaður ekki hafa verið viðriðin háskólapólitík, hann má allvega ekki vera í Röskvu, Vöku eða H-listanum. Hann má eila ekki vera viðriðin stjórnmál og helst bara ekki hafa áhuga á pólitík yfir höfuð. Þá má hann ekki vera úr Breiðholtinu eða Vesturbænum. Ekki Árbænum, né Hafnarfirði. Það væri eila bara best ef hann væri ekki af höfuðborgarsvæðinu. Þó má hann heldur ekki vera frá Akureyri eða úr Skagafirði, hann má ekki vera austan af fjörðum og ekki vestan af fjörðum. Hann má ekki hafa stundað nám í FB.
Já!!! hvar skyldi ég finna einn slíkan???? Hugmyndir óskast...
En kæru félagar þið megið þó ekki halda að ég sé bitur yfir þessum þrönga hópi sem ég hef úr að moða.... þetta er bara skemmtileg áskorun sem gaman verður að takast á við. Við Helga erum líka megapæjur þvílíkar, svo þetta ætti nú bara að vera pís of keik, you know!!
Helga ég skora á þig!!! og þú manst hvað við þurfum að gera til að vera dularfullu, kynþokkafullu stelpurnar....
Kæru félagar!!!
Ég heiti Sólrún og ég er alkahólisti og djammfíkill..... Eftir að hafa eytt megni gærkveldsins í saumaklúbbi einum, mínus saum og mínus áfengi þá hélt ég heim á leið og hlunkaði mér í sófann. Þar sat ég í nokkrar mínútur og hugsaði með að þetta væri fyrsta helgin í laaaaangan tíma þar sem ég myndi ekki innbyrða áfengi og var ég nokkuð stolt. Um klukkan eitt eftir miðnætti fæ ég eitt stykki sms og Hrund tilkynnir mér að hana vanti nauðsynlega djammfélaga..... Það geta allir stólað á Sólrúnu, alltaf :) Svo ég vippaði mér úr sófanum skellti mér í sturtu, málaði mig, þambaði bjór og talaði í símann á heimsmetstíma og gik svo í byen....
Annars þá ætla ég að fara á stúfana uppúr mánaðamótunum og finna mér eiginmannsefni. Ég er orðin þreytt á einbúalíferninu og mig vantar einhver til að vaska upp og búa um. Og til að fara út í bakarí á morgnanna og færa mér bakkelsi í rúmið....
Ég er að spá í að fá Helgu Þóru með mér í þetta verkefni þegar hún er búin að stúdera bókina Superflört. Þá getur hún kennt mér nokkur góð veiðitrikk. Hún er nebbla í svipuðum eiginmannslausum sporum og ég.
Í tilefni af þessari eiginmannleitarákvörðun minni fannst mér viðeigandi að lista upp hvers kyns karlpeningi ég þarf að líta fram hjá til að forðast ákveðin óþægindi sem gætu skapast í leik og starfi, sökum tenglsla á einhvern hátt. Ég sá þó að leitin gæti orðið ansi strembin sökum afar þröngra leitarskilyrða. Skilyrðin eru þó einna helst þröng á hvar ertu fæddur og uppalinn sviðinu.
Ok..... Eiginmannsefnið má:
Helst ekki vera nemandi við Háskóla Íslands, allavega ekki nemandi í stjórnmálafræði, sálfræði, hagfræði, sagnfræði eða verkfræði. Eginmannsefnið má stunda nám í öðrum háskólum, þó helst ekki Bifröst. Hann má ekki hafa unnið í Melabúðinni, Sláturfélagi Suðurlands eða Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma. Þá má hinn tilvonandi eignimaður ekki hafa verið viðriðin háskólapólitík, hann má allvega ekki vera í Röskvu, Vöku eða H-listanum. Hann má eila ekki vera viðriðin stjórnmál og helst bara ekki hafa áhuga á pólitík yfir höfuð. Þá má hann ekki vera úr Breiðholtinu eða Vesturbænum. Ekki Árbænum, né Hafnarfirði. Það væri eila bara best ef hann væri ekki af höfuðborgarsvæðinu. Þó má hann heldur ekki vera frá Akureyri eða úr Skagafirði, hann má ekki vera austan af fjörðum og ekki vestan af fjörðum. Hann má ekki hafa stundað nám í FB.
Já!!! hvar skyldi ég finna einn slíkan???? Hugmyndir óskast...
En kæru félagar þið megið þó ekki halda að ég sé bitur yfir þessum þrönga hópi sem ég hef úr að moða.... þetta er bara skemmtileg áskorun sem gaman verður að takast á við. Við Helga erum líka megapæjur þvílíkar, svo þetta ætti nú bara að vera pís of keik, you know!!
Helga ég skora á þig!!! og þú manst hvað við þurfum að gera til að vera dularfullu, kynþokkafullu stelpurnar....
þriðjudagur, október 26, 2004
Varið ykkur á netinu....
Ok ég veit að ég var að blogga áðan og kannski leiðist mér, en kannski ætti ég að vera að læra en nenni því ekki og kannski komst Juding Amy þáttur kvöldsins ekki til landsins í tæka tíð í kvöld svo kannski er ég pínu bitur....
En eitt veit ég og það er doldið krípí að mér finnst..... Ég var eila að átta mig á því núna rétt í þessu hvað þetta fjandans land er allt of lítið, það þekkja allir sama fólkið og það er skuggalegt.... Sérstaklega þegar fólk virðist tengjast í gengum furðulegustu hluti.... Ég er skelkuð og varnarlaus, skyndilega líður mér eins og allir viti allt um mig.
Ég var í barnslegu sakleysi mínu að skoða bloggsíður hjá fólki sem ég er mikið í sambandi við núna, þannig lenti ég inn á bloggsíðum hjá fyrrverandi kærasta, skólafélögum úr grunnskóla, frænkum mínum og frændum og systur minni, og ég náði að tengja hringinn saman, er það eðlilegt???.... Og ég tek það fram að ég var ekki lengi að....
Þannig að fólk sem ég þekki, þekkir fólk sem ég þekkti, sem þekkir mig, sem þekkti mig og þekkir fólkið sem ég þekki í dag..... ha!!!!
Internetið er að gera okkur varnarlaus.....
Ok ég veit að ég var að blogga áðan og kannski leiðist mér, en kannski ætti ég að vera að læra en nenni því ekki og kannski komst Juding Amy þáttur kvöldsins ekki til landsins í tæka tíð í kvöld svo kannski er ég pínu bitur....
En eitt veit ég og það er doldið krípí að mér finnst..... Ég var eila að átta mig á því núna rétt í þessu hvað þetta fjandans land er allt of lítið, það þekkja allir sama fólkið og það er skuggalegt.... Sérstaklega þegar fólk virðist tengjast í gengum furðulegustu hluti.... Ég er skelkuð og varnarlaus, skyndilega líður mér eins og allir viti allt um mig.
Ég var í barnslegu sakleysi mínu að skoða bloggsíður hjá fólki sem ég er mikið í sambandi við núna, þannig lenti ég inn á bloggsíðum hjá fyrrverandi kærasta, skólafélögum úr grunnskóla, frænkum mínum og frændum og systur minni, og ég náði að tengja hringinn saman, er það eðlilegt???.... Og ég tek það fram að ég var ekki lengi að....
Þannig að fólk sem ég þekki, þekkir fólk sem ég þekkti, sem þekkir mig, sem þekkti mig og þekkir fólkið sem ég þekki í dag..... ha!!!!
Internetið er að gera okkur varnarlaus.....
West side story
Ég skal segja ykkur það að Vesturbærinn er furðulegt samfélag, og Vesturbæingar upp til hópa sérkennilegt fólk. Þá er ég alls ekki að meina allir Vesturbæingar enda eru flestir af mínum bestu vinum fæddir og uppaldir í þessum bæjarhluta og því sannir Vesturbæingar í húð og hár.
Ég vinn í Melabúðinni, sem stundum er hálfgerð félagsmiðstöð þessa fólks. Þar hittast allir og spjalla, helst í röðinni við kassann þar sem allt stíflast af blaðri og kossaflensi. Og svo fyrir framan kjötborðið þar sem lokast fyrir alla umferð inn í mjólkurhornið og að grænmetiskælinum.
Og þú ert nottla ekki maður með mönnum nema þú haldir með KR. Þú þarft líka helst að sýna öllum öðrum það, þó allir aðrir viti í rauninni að þú sért KR-ingur. KR-mennirnir klæðast KR- úlpum eða bera KR-barmerki, KR-konurnar eru svipaðar, nema þær eru kannski minna í barmmerkjunum. Þær fara kannski frekar út í húfuböndin, allavega þegar kalt er í veðri. Krakkarnir æfa auðvitað öll íþróttir með KR, hvað annað. Ef eitt lítið, saklaust barn myndi voga sér að æfa með öðru félagi þá yrði uppi fótur og fit í hverfinu. Svo eru þau öll íþróttagöllum merktum KR bak og fyrir.
Svo æfa mennirnir allir fótbolta með öldungadeildinni eða eitthvað í þá áttina, meðan konurnar mæta á fundi hjá hina ágæta félgi KR-Konum.
Svo þykir rosa fancy að þekkja Pésa í Melabúðinni, og að vera það vel inn í málum að þú getir hringt í búðina og sagst koma eftir 5 mínútur og ætlir að panta franskar sem eiga að vera tilbúnar þá, það er líka rosa heitt. Og ég tala nú ekki um að þú látir taka frá kjúkling líka, þá ertu flottur á því.....
Svo fara allir í Ísbúðina á Hagamel og kaupa sér "gamla ísinn". Sem er by the way ekki góður.... enda er hann gamall.... he he he.... ok frekar lélegur...
Og kaupa skólavörunar dýrum dómi í versluninni Úlfarsfelli.
Og svo eru allir rosa sammála um það hvað sé nú gott að koma í Melabúðina og hunsa alveg nýju 10-11 búðina í hverfinu (sem er nota bene opin lengur og þar er víðara til veggja). Það er alltaf allt til í Melabúðinni og það er svo einstaklega góð þjónusta þar..... Sem er nú reyndar ekki fjarri lagi.... En það er allt önnur saga.
Ég hef alls ekkert á móti Vesturbænum enda hef ég hug á á búa þar, en þetta er bara svo furðulegt samfélag. Ég skil ekki þetta.....
Þetta er svona soldið eins og Hafnfirðingar, þeir eru líka furðulega samheldnir og stoltir af uppruna sínum. Meira að segja pabbi minn sem er langt frá því að vera innfæddur Hafnfirðingur, hefur bara búið þar í sona 5 ár, hann lofsamar Fjörðinn næstum meira en vestfirksu heimahagana. Alveg hreint merkilegt.
Ég þekki bara Efra-Breiðholtið sem er prump. Halló!!! Leiknir er félagið í hverfinu. Leiknishúsið er hálffúinn, illa lyktandi skúr á hrikalega ónýttu risastóru svæði. Þar er reyndar gervigras, en er það eitthvað???? Nei!!! Breiðholtið er prump....
Ég skal segja ykkur það að Vesturbærinn er furðulegt samfélag, og Vesturbæingar upp til hópa sérkennilegt fólk. Þá er ég alls ekki að meina allir Vesturbæingar enda eru flestir af mínum bestu vinum fæddir og uppaldir í þessum bæjarhluta og því sannir Vesturbæingar í húð og hár.
Ég vinn í Melabúðinni, sem stundum er hálfgerð félagsmiðstöð þessa fólks. Þar hittast allir og spjalla, helst í röðinni við kassann þar sem allt stíflast af blaðri og kossaflensi. Og svo fyrir framan kjötborðið þar sem lokast fyrir alla umferð inn í mjólkurhornið og að grænmetiskælinum.
Og þú ert nottla ekki maður með mönnum nema þú haldir með KR. Þú þarft líka helst að sýna öllum öðrum það, þó allir aðrir viti í rauninni að þú sért KR-ingur. KR-mennirnir klæðast KR- úlpum eða bera KR-barmerki, KR-konurnar eru svipaðar, nema þær eru kannski minna í barmmerkjunum. Þær fara kannski frekar út í húfuböndin, allavega þegar kalt er í veðri. Krakkarnir æfa auðvitað öll íþróttir með KR, hvað annað. Ef eitt lítið, saklaust barn myndi voga sér að æfa með öðru félagi þá yrði uppi fótur og fit í hverfinu. Svo eru þau öll íþróttagöllum merktum KR bak og fyrir.
Svo æfa mennirnir allir fótbolta með öldungadeildinni eða eitthvað í þá áttina, meðan konurnar mæta á fundi hjá hina ágæta félgi KR-Konum.
Svo þykir rosa fancy að þekkja Pésa í Melabúðinni, og að vera það vel inn í málum að þú getir hringt í búðina og sagst koma eftir 5 mínútur og ætlir að panta franskar sem eiga að vera tilbúnar þá, það er líka rosa heitt. Og ég tala nú ekki um að þú látir taka frá kjúkling líka, þá ertu flottur á því.....
Svo fara allir í Ísbúðina á Hagamel og kaupa sér "gamla ísinn". Sem er by the way ekki góður.... enda er hann gamall.... he he he.... ok frekar lélegur...
Og kaupa skólavörunar dýrum dómi í versluninni Úlfarsfelli.
Og svo eru allir rosa sammála um það hvað sé nú gott að koma í Melabúðina og hunsa alveg nýju 10-11 búðina í hverfinu (sem er nota bene opin lengur og þar er víðara til veggja). Það er alltaf allt til í Melabúðinni og það er svo einstaklega góð þjónusta þar..... Sem er nú reyndar ekki fjarri lagi.... En það er allt önnur saga.
Ég hef alls ekkert á móti Vesturbænum enda hef ég hug á á búa þar, en þetta er bara svo furðulegt samfélag. Ég skil ekki þetta.....
Þetta er svona soldið eins og Hafnfirðingar, þeir eru líka furðulega samheldnir og stoltir af uppruna sínum. Meira að segja pabbi minn sem er langt frá því að vera innfæddur Hafnfirðingur, hefur bara búið þar í sona 5 ár, hann lofsamar Fjörðinn næstum meira en vestfirksu heimahagana. Alveg hreint merkilegt.
Ég þekki bara Efra-Breiðholtið sem er prump. Halló!!! Leiknir er félagið í hverfinu. Leiknishúsið er hálffúinn, illa lyktandi skúr á hrikalega ónýttu risastóru svæði. Þar er reyndar gervigras, en er það eitthvað???? Nei!!! Breiðholtið er prump....
miðvikudagur, október 20, 2004
Reeezzzgeeed
Ég hitti Atla Röskvubróðir minn á fundi í gær og átti við hann ágætis samræður. Atli segir margt skrýtið og líka skemmtilegt..... Og í gær varpaði hann fram skemmtilegri spurningu: hvað þýðir reeezzzgeeed? Þetta var fín spurning hjá Atla og það er ekki skrýtið að hann spyrji.
Það er eila ekki hægt að segja að reeezzzgeeed þýði eitthvað eitt. Það er nottla dregið af orðinu rassgat sem flestir kannast við og sumir nota til að leggja áherslu á að eitthvað sé krúttlegt eða sætt, en svo eru aðrir sem nota það á annan hátt, sem óþarfi er að telja upp hér...
Ég man ekki alveg hvenær reeezzzgeeed varð hluti af almennum orðaforða mínum en það var allavega í gegnum þær ágætu píur Dóru og Helgu Þóru. Við höfum þróað með okkur eitt eða tvö svona áhugaverð orð sem við notum þegar okkur hentar.
Ég vil þó taka það fram að reeezzzgeeed hefur ekki sömu merkingu og rassgat.
Það merkir eila bara það sem hentar hverju sinni og er td. notað til að leggja áherslu á eitthvað, eða þegar maður er reiður, svo ef manni finnst eitthvað asnalegt, skrýtið eða ósanngjarnt, þá er það fullgilt sko. Líka ef maður er spenntur og hlakkar til einhvers þá á það vel við.
Er þetta ekki nærri lagi stelpur???
Ég hitti Atla Röskvubróðir minn á fundi í gær og átti við hann ágætis samræður. Atli segir margt skrýtið og líka skemmtilegt..... Og í gær varpaði hann fram skemmtilegri spurningu: hvað þýðir reeezzzgeeed? Þetta var fín spurning hjá Atla og það er ekki skrýtið að hann spyrji.
Það er eila ekki hægt að segja að reeezzzgeeed þýði eitthvað eitt. Það er nottla dregið af orðinu rassgat sem flestir kannast við og sumir nota til að leggja áherslu á að eitthvað sé krúttlegt eða sætt, en svo eru aðrir sem nota það á annan hátt, sem óþarfi er að telja upp hér...
Ég man ekki alveg hvenær reeezzzgeeed varð hluti af almennum orðaforða mínum en það var allavega í gegnum þær ágætu píur Dóru og Helgu Þóru. Við höfum þróað með okkur eitt eða tvö svona áhugaverð orð sem við notum þegar okkur hentar.
Ég vil þó taka það fram að reeezzzgeeed hefur ekki sömu merkingu og rassgat.
Það merkir eila bara það sem hentar hverju sinni og er td. notað til að leggja áherslu á eitthvað, eða þegar maður er reiður, svo ef manni finnst eitthvað asnalegt, skrýtið eða ósanngjarnt, þá er það fullgilt sko. Líka ef maður er spenntur og hlakkar til einhvers þá á það vel við.
Er þetta ekki nærri lagi stelpur???
þriðjudagur, október 19, 2004
Ég er að tapa áttum
Ég hata heimapróf og fyrirlestra, ég hata þegar ég er að keyra og það er bara ömurlegt í útvarpinu, ég hata fm 9,57, ég hata að vera andvaka, ég hata að hafa vírus í tölvunni minni, ég hata þegar orðin sem ég er að leita að eru ekki í orðabókinni, ég hata að hafa ekki adsl, ég hata að vera drulluléleg í ensku, ég hata leiðinlegan móral á vinnustöðum, ég hata þegar ég fæ ekki það sem ég vil, ég hata að hafa ekki baðkar, ég hata að vaska upp glös, ég hata að éta yfir mig og ég hata að vera svöng, ég hata að fá háan Eurocard reikning, ég hata að þurfa að endurnýja leigusamninginn minn og húsaleigubæturnar, ég hata öll skordýrin sem þramma inn um gluggann hjá mér á köldum haustdögum, ég hata leiðinlega kennara og fúla dyraverði, ég hata kulda......
Ég elska þegar kennarinn þarf skyndilega að fara til útlanda og fyrirlesturinn sem ég á að halda frestast um eina viku, ég elska að sofa þegar það er kalt úti, ég elska að vera inni og borða vöfflur með rjóma og heitt kakó þegar það er vont veður, ég elska þegar Eurocard reikningurinn er miklu lægri en ég bjóst við, ég elska þegar mér áskotnast peningar, ég elska að versla mér nærföt og skó, ég elska að fara í IKEA í góðra vina hópi og fá mér pulsu á eftir, ég elska þegar Ruslana er spiluð á Hressó og líka Gaggó vest, ég elska að sofna við tónlist, ég elska að borða góðan mat, ég elska að gera klikkaða hluti, ég elska að fara í saumaklúbba með hressu núverandi og fyrrverandi Melabúðagellunum, ég elska að eiga frí um helgar, ég elska, krúttlegar kindur, ég elska að fara til útlanda, ég elska þegar einhver getur unnið fyrir mig þegar ég þarf frí.......
Nú líður mér betur
Ég hata heimapróf og fyrirlestra, ég hata þegar ég er að keyra og það er bara ömurlegt í útvarpinu, ég hata fm 9,57, ég hata að vera andvaka, ég hata að hafa vírus í tölvunni minni, ég hata þegar orðin sem ég er að leita að eru ekki í orðabókinni, ég hata að hafa ekki adsl, ég hata að vera drulluléleg í ensku, ég hata leiðinlegan móral á vinnustöðum, ég hata þegar ég fæ ekki það sem ég vil, ég hata að hafa ekki baðkar, ég hata að vaska upp glös, ég hata að éta yfir mig og ég hata að vera svöng, ég hata að fá háan Eurocard reikning, ég hata að þurfa að endurnýja leigusamninginn minn og húsaleigubæturnar, ég hata öll skordýrin sem þramma inn um gluggann hjá mér á köldum haustdögum, ég hata leiðinlega kennara og fúla dyraverði, ég hata kulda......
Ég elska þegar kennarinn þarf skyndilega að fara til útlanda og fyrirlesturinn sem ég á að halda frestast um eina viku, ég elska að sofa þegar það er kalt úti, ég elska að vera inni og borða vöfflur með rjóma og heitt kakó þegar það er vont veður, ég elska þegar Eurocard reikningurinn er miklu lægri en ég bjóst við, ég elska þegar mér áskotnast peningar, ég elska að versla mér nærföt og skó, ég elska að fara í IKEA í góðra vina hópi og fá mér pulsu á eftir, ég elska þegar Ruslana er spiluð á Hressó og líka Gaggó vest, ég elska að sofna við tónlist, ég elska að borða góðan mat, ég elska að gera klikkaða hluti, ég elska að fara í saumaklúbba með hressu núverandi og fyrrverandi Melabúðagellunum, ég elska að eiga frí um helgar, ég elska, krúttlegar kindur, ég elska að fara til útlanda, ég elska þegar einhver getur unnið fyrir mig þegar ég þarf frí.......
Nú líður mér betur
mánudagur, október 18, 2004
Those times...
Aaaaarrrrrggggg!!!!!! Ég er í prófi og það er leiðinlegt, lét samt eftir mér að horfa á One tree hill áðan. Maður lifandi, ég vildi að líf mitt væri svo viðburðaríkt eins og á þeim bænum. Svo vorum ég mamma og Dagný hérna áðan í góðu grúvi að semja dansa við Hemma Gunn, frískan og fjörugan.... Og bróðir minn spilaði á rafmagnsgítar á nærbuxunum. Já og ég veit hvað þið hugsið..... Fjölskyldan mín er jafn einkennileg og ég.... Sem er mjög gott. Það er sko alltaf stuð hjá okkur. Og þegar stórfjölskyldan hittist, svo ég tali nú ekki um ættarmót. Slíkur hressleiki er áreiðanlega vandfundinn.
Við Jóhanna skelltum okkur í djammferð á Hressó á laugardagskvöldið eftir að hafa átt endurminningakvöld heima hjá mér, þar sem við spiluðum Land og syni í botn og hlustuðum á gamla, rispaða pottþétt diska. Ohhhhh..... those times.... Og rifjuðum upp þegar hún átti kærstann sem ég var svooo skotin í en sagði henni ekki frá því, en svo byrjaði hann með annarri stelpu sem var geðveikt ömurleg og svo aftur með henni og.... arg.... gooood hvað ég fegin að ég er ekki ennþá 16 ára.... shit hvað það var erfitt....
Ölvun mín var gríðarleg undir morgun... svo mikil að þegar ég kom heim tókst mér að elda tortillas, svissa nautahakk á pönnu og alles án þess að muna eftir því þegar ég vaknaði. Ég sá bara ummerkin. Nokkuð snyrtilegt miðað við ástand mitt.
Og strákar: "hæ má ég reyna við þig" er ekki gild pikk öpp lína.... Bara svo það sé á hreinu hjá þeim sem ekki vissu.
En jæja best að halda áfram í prófinu, Dayton-samkomulag here I come.....
Aaaaarrrrrggggg!!!!!! Ég er í prófi og það er leiðinlegt, lét samt eftir mér að horfa á One tree hill áðan. Maður lifandi, ég vildi að líf mitt væri svo viðburðaríkt eins og á þeim bænum. Svo vorum ég mamma og Dagný hérna áðan í góðu grúvi að semja dansa við Hemma Gunn, frískan og fjörugan.... Og bróðir minn spilaði á rafmagnsgítar á nærbuxunum. Já og ég veit hvað þið hugsið..... Fjölskyldan mín er jafn einkennileg og ég.... Sem er mjög gott. Það er sko alltaf stuð hjá okkur. Og þegar stórfjölskyldan hittist, svo ég tali nú ekki um ættarmót. Slíkur hressleiki er áreiðanlega vandfundinn.
Við Jóhanna skelltum okkur í djammferð á Hressó á laugardagskvöldið eftir að hafa átt endurminningakvöld heima hjá mér, þar sem við spiluðum Land og syni í botn og hlustuðum á gamla, rispaða pottþétt diska. Ohhhhh..... those times.... Og rifjuðum upp þegar hún átti kærstann sem ég var svooo skotin í en sagði henni ekki frá því, en svo byrjaði hann með annarri stelpu sem var geðveikt ömurleg og svo aftur með henni og.... arg.... gooood hvað ég fegin að ég er ekki ennþá 16 ára.... shit hvað það var erfitt....
Ölvun mín var gríðarleg undir morgun... svo mikil að þegar ég kom heim tókst mér að elda tortillas, svissa nautahakk á pönnu og alles án þess að muna eftir því þegar ég vaknaði. Ég sá bara ummerkin. Nokkuð snyrtilegt miðað við ástand mitt.
Og strákar: "hæ má ég reyna við þig" er ekki gild pikk öpp lína.... Bara svo það sé á hreinu hjá þeim sem ekki vissu.
En jæja best að halda áfram í prófinu, Dayton-samkomulag here I come.....
fimmtudagur, október 14, 2004
Sólrún og Helga múrarar
Jæja nú er ég öll að koma til og næstum búin að jafna mig eftir brunann á laugardaginn. Ég er farin að geta sofið á bakinu aftur og það er ákaflega notalegt..... mmmmmmm...... Og vitiði hvað ég er bara pínu brún, undir öllum þessum brunarústum leyndist smá dökknun á litafrumum (segir maður dökknun, alveg örugglga ekki....) En þar sem ég er ákaflega sjúkdómahrædd manneskja þá veit ég vel hvað svona bruni getur gert manni.... Ég er núna síðustu daga búin að yfirfara alla fæðingablettina mína í leit að óeðlilegum húðbreytingum. Núna strax eru tveir blettir sem valda mér töluverðum áhyggjum. Ég ætla að aldrei aftur í ljós..... mín örlög eru að vera hvít og ég er bara sátt við það.... Maður skal ekki storka örlögunum....
En nóg um það. Við Helga fengum ansi góða hugmynd þegar við sátum á Þjóðarbókhlöðunni í gær og vorum um það bil að hefja annað rotnunarstig. Við vorum báðar sammála um að það sem við værum að lesa væri alveg einstaklega leiðinlegt. Og þá spurðum við okkur: hvers vegna hættum við ekki bara í þessum Háskóla og förum að læra eitthvað að viti. Múriðn var það fyrsta sem mér datt í hug og Helga tók vel í.
Ég meina akkuru ekki að gera bara eitthvað sem engum hefði dottið í hug að þú myndir nokkurn tíma gera. Það er eitthvað svo spennandi.
Iðnnemum fækkar stöðugt og eftirspurnin hlýtur þá að aukast. Þar eru peningarnir..... Múriðn er deyjandi handverk og það eru örugglega fáar konur með múraramenntun. Helgu langar líka mikið til að læra flísalögn. Afi minn er múrari og hann er geðveikt góður í að flísaleggja svo það hlýtur að vera eitthvað tengt.
Við erum staðráðnar í því að ef okkur leiðist jafn mikið í skólanum í vor þá skellum við okkur í múrarann næsta haust. Dóra ákvað hins vegar að vera bara áfram í ensku enda líkar henni vel.
Ég meina bókvitið verður ekki í askana látið..... Það er miklu sniðugra að læra eitthvað nytsamlegt......
Jæja nú er ég öll að koma til og næstum búin að jafna mig eftir brunann á laugardaginn. Ég er farin að geta sofið á bakinu aftur og það er ákaflega notalegt..... mmmmmmm...... Og vitiði hvað ég er bara pínu brún, undir öllum þessum brunarústum leyndist smá dökknun á litafrumum (segir maður dökknun, alveg örugglga ekki....) En þar sem ég er ákaflega sjúkdómahrædd manneskja þá veit ég vel hvað svona bruni getur gert manni.... Ég er núna síðustu daga búin að yfirfara alla fæðingablettina mína í leit að óeðlilegum húðbreytingum. Núna strax eru tveir blettir sem valda mér töluverðum áhyggjum. Ég ætla að aldrei aftur í ljós..... mín örlög eru að vera hvít og ég er bara sátt við það.... Maður skal ekki storka örlögunum....
En nóg um það. Við Helga fengum ansi góða hugmynd þegar við sátum á Þjóðarbókhlöðunni í gær og vorum um það bil að hefja annað rotnunarstig. Við vorum báðar sammála um að það sem við værum að lesa væri alveg einstaklega leiðinlegt. Og þá spurðum við okkur: hvers vegna hættum við ekki bara í þessum Háskóla og förum að læra eitthvað að viti. Múriðn var það fyrsta sem mér datt í hug og Helga tók vel í.
Ég meina akkuru ekki að gera bara eitthvað sem engum hefði dottið í hug að þú myndir nokkurn tíma gera. Það er eitthvað svo spennandi.
Iðnnemum fækkar stöðugt og eftirspurnin hlýtur þá að aukast. Þar eru peningarnir..... Múriðn er deyjandi handverk og það eru örugglega fáar konur með múraramenntun. Helgu langar líka mikið til að læra flísalögn. Afi minn er múrari og hann er geðveikt góður í að flísaleggja svo það hlýtur að vera eitthvað tengt.
Við erum staðráðnar í því að ef okkur leiðist jafn mikið í skólanum í vor þá skellum við okkur í múrarann næsta haust. Dóra ákvað hins vegar að vera bara áfram í ensku enda líkar henni vel.
Ég meina bókvitið verður ekki í askana látið..... Það er miklu sniðugra að læra eitthvað nytsamlegt......
þriðjudagur, október 12, 2004
Arg og garg og fleira stöff
Aaaaaaarrrrrgggggg!!!!!!!
Getur maður mögulega dáið úr leiðindum???? Ha??? er það hægt??? Kannski ég spyrji vísindavefinn.... Ég var að koma úr svo leiðinlegum tíma að ég dó næstum meðan á honum stóð. Ég sat með tölvuna í fanginu og reyndi að pikka inn það sem kennarinn sagði. Hann sagði bara einhvernveginn ekki neitt sem hægt var að pikka inn ég heyrði bara: stjórnmál.... vrasekroojfllsioejrjfh8oooarrr.... Jón eitthvvað...... fuilsðerfgkmsn. Er þetta eitthvað?? NEI!!! Ég fann hvernig líf mitt fjaraði hægt og rólega út sökum leiðinda. Þegar kennarinn bauð okkur að taka kaffihlé þá ákvað ég að ég ætti margt eftir ólifað og ákvað að yfirgefa fyrirlestrarsalinn í snarhasti. Fór í staðinn í IKEA.... það var gaman.... fékk mér pulsu og allt.
Það voru sko heldur engin leiðindi um helgina. Bara úberhressleiki og glens og grín. Reyndar líka pínu slys. Ég hlunkaðist nebbla niður stigann á Hverisbarnum en hlaut einungis minniháttar áverka. Þetta hefði geta farið verr. Heppin ég.
En við Helga létum okkur ekki vanta á neinn stað á föstudagskvöldið. Við vorum út um allt og hittum alla. Dönsuðum eins og vitfirringar á Pravda og skelfdum fólk í burt með nýjum danssporum sem okkur þóttu mjög svo smart. Svo hlupum við fáklæddar niður Laugaveginn, áttum fótum okkar fjör að launa á Hressó, undan karlpeningnum, sem allur vildi okkur (enda ekki skrýtið, þar sem við erum AÐALgellurnur). Að lokum fórum við á Dubliners þar sem mér var næstum fleygt út fyrir að rífa niður pund af veggjunum. Þar hitti ég föðurbróður minn sem var svo kátur að sjá mig og einstaklega hress, hann bauð ítrekað í glas og.... meira man ég ekki frá kvöldi því....
Laugardagurinn var álíka hress. Fór með FMhnökkunum Jóhönnu og Ósk í keilu, þar sem ég rústaði þeim báðum, þrátt fyrir að vera þynnri og glærari en plastfilma, eftir ævintýri föstudagskvöldsins.
Svo fórum við í ljós þar sem ég skaðbrenndist og var eins karfi í Bláa lóninu. Þar híuðu útlendingarinir á eldrauða rassalinginn minn sem fór sko aldeilis ekki fram hjá neinum, þökk sé Jóhönnu.... (Ég er sko ekki ennþá búin að jafna mig eftir brunann, ég þarf að maka á mig aloe vera og verð að sofa á maganum....)
Eftir Lónsferðina snæddum við á Rossopommodoro þar sem djúpsteiktar pizzur voru í aðalhlutverki. Reyndar var svona 90% af þeim ostur svo maður fékk fljótt ógeð. Allt er gott í hófi sko, og ostur er þar engin undantekning.
Eftir matinn var það svo bara djamm, djamm ,djamm og aftur djamm. Við vorum meira að segja svo sætar og sexý að við fengum að fara fram fyrir röðina á Hressó og allt.....
Og þið þarna melógells hvenær eigum við eila að hafa fondúkvöldið okkar???? ha!!! Og eigum við að hafa osta eða súkkulaði????
Aaaaaaarrrrrgggggg!!!!!!!
Getur maður mögulega dáið úr leiðindum???? Ha??? er það hægt??? Kannski ég spyrji vísindavefinn.... Ég var að koma úr svo leiðinlegum tíma að ég dó næstum meðan á honum stóð. Ég sat með tölvuna í fanginu og reyndi að pikka inn það sem kennarinn sagði. Hann sagði bara einhvernveginn ekki neitt sem hægt var að pikka inn ég heyrði bara: stjórnmál.... vrasekroojfllsioejrjfh8oooarrr.... Jón eitthvvað...... fuilsðerfgkmsn. Er þetta eitthvað?? NEI!!! Ég fann hvernig líf mitt fjaraði hægt og rólega út sökum leiðinda. Þegar kennarinn bauð okkur að taka kaffihlé þá ákvað ég að ég ætti margt eftir ólifað og ákvað að yfirgefa fyrirlestrarsalinn í snarhasti. Fór í staðinn í IKEA.... það var gaman.... fékk mér pulsu og allt.
Það voru sko heldur engin leiðindi um helgina. Bara úberhressleiki og glens og grín. Reyndar líka pínu slys. Ég hlunkaðist nebbla niður stigann á Hverisbarnum en hlaut einungis minniháttar áverka. Þetta hefði geta farið verr. Heppin ég.
En við Helga létum okkur ekki vanta á neinn stað á föstudagskvöldið. Við vorum út um allt og hittum alla. Dönsuðum eins og vitfirringar á Pravda og skelfdum fólk í burt með nýjum danssporum sem okkur þóttu mjög svo smart. Svo hlupum við fáklæddar niður Laugaveginn, áttum fótum okkar fjör að launa á Hressó, undan karlpeningnum, sem allur vildi okkur (enda ekki skrýtið, þar sem við erum AÐALgellurnur). Að lokum fórum við á Dubliners þar sem mér var næstum fleygt út fyrir að rífa niður pund af veggjunum. Þar hitti ég föðurbróður minn sem var svo kátur að sjá mig og einstaklega hress, hann bauð ítrekað í glas og.... meira man ég ekki frá kvöldi því....
Laugardagurinn var álíka hress. Fór með FMhnökkunum Jóhönnu og Ósk í keilu, þar sem ég rústaði þeim báðum, þrátt fyrir að vera þynnri og glærari en plastfilma, eftir ævintýri föstudagskvöldsins.
Svo fórum við í ljós þar sem ég skaðbrenndist og var eins karfi í Bláa lóninu. Þar híuðu útlendingarinir á eldrauða rassalinginn minn sem fór sko aldeilis ekki fram hjá neinum, þökk sé Jóhönnu.... (Ég er sko ekki ennþá búin að jafna mig eftir brunann, ég þarf að maka á mig aloe vera og verð að sofa á maganum....)
Eftir Lónsferðina snæddum við á Rossopommodoro þar sem djúpsteiktar pizzur voru í aðalhlutverki. Reyndar var svona 90% af þeim ostur svo maður fékk fljótt ógeð. Allt er gott í hófi sko, og ostur er þar engin undantekning.
Eftir matinn var það svo bara djamm, djamm ,djamm og aftur djamm. Við vorum meira að segja svo sætar og sexý að við fengum að fara fram fyrir röðina á Hressó og allt.....
Og þið þarna melógells hvenær eigum við eila að hafa fondúkvöldið okkar???? ha!!! Og eigum við að hafa osta eða súkkulaði????
miðvikudagur, október 06, 2004
And-Vaka..... Er það eitthvað??
Þetta er búinn að vera ansi undarlegur morgunn. Ég stillti vekjarann í símanum mínum á 6:00 í þeim tilgangi að reyna að ná Fréttablaði. Nebbla þegar ég drullast á fætur, svona oftast nær um ellefuleytið, þá eru öll blöðin búin, fólk virðist ekki skilja að það er EITT blað á íbúð ekki EITT á mann.... Ha skiljiði það!!!! EITT Á MANN!!!!!!!
Ég er orðin soldið pirruð á því að lesa Bykoblaðið eða Dagskrá vikuna með bruncinu mínu, þannig að mín reis úr rekkju klukkan 6:00 og fékk blaðið sitt.... jess jess jess...... Það eru ákveðnir aðilar sem liggja undir grun... en fólk er víst saklaust þar til sekt þeirra er sönnuð.... svo ég ætla ekkert að fara að æsa mig við neinn strax.
Svo sofnaði ég aftur, því maður vaknar ekkert bara klukkan sex og fer á stjá, soleiðis gerir maður bara ekki.
Og þegar ég vaknaði á mínum venjulega um ellefuleytið tíma þá var ég alveg kolrugluð og viss ekki hvað snéri upp né niður eða hvort það væri dagur eða nótt. Komst þó fljótlega til vits og ára og áttaði mig á stöðu mála. Var ákaflega sátt við blaðið mitt.....MITT
Anyways.... þá lærði ég svo mikið í gær að ég fékk sinaskeiðabólgu í vinstri úlnliðinn. Hvernig getur það gerst??? Maður spyr sig (þegar maður segir "maður spyr sig" þá er maður víst að tala Verslómál, eða það halda veslings Verslingarnir allavega. Þessu komst ég að um helgina. Og líka ef maður segir "einhver verður að vera í því" þá er maður líka að tala Verslómál. Furðulegur fjandi).
En svo við snúum okkur nú aftur að sinaskeiðabólgunni minni... Það er svo fruntalega kalt úti orðið og íbúðin mín er ekki undir þetta búin, það tekur hana nokkrar vikur að hitastilla sig. Svo þessa dagana er svona 5 stiga hiti inni hjá mér. Sultardroparnir drjúpa af nefinu á mér ofan í bækurnar og ég verð að vera í vettlingum. Þannig orsakaðist sinasekiðabólgan held ég. Sökum þess að ég var í vettlingum þá varð ég að halda asnalega á bókinni....
Það er svo kalt að í nótt svaf ég með tvær sængur, í ullarleistum og í síðbuxum. Mér var samt kalt. Svo kalt að ég var andvaka. Svo andvaka að ég bylti mér og bylti. Sem leiddi til þess að mér hitnaði og síðan sofnaði. Þannig að þetta endaði allt saman vel.
Ehhhh..reyndar ekki, held nebbla að þetta svefnleysi sé að að koma aftan að mér núna, mér var nebbla að detta í hug ákaflega lélegur brandari.... sem ég ætla að láta flakka.... Múhahahaha..... And-Vaka..... ég hlýt eila alltaf að vera andvaka, þar sem ég er í Röskvu..... eh heh he eh heehe eh... jeeeeeeees..... taaaaaaaak. Soldið súr... ég held ég hætti núna.
Þetta er búinn að vera ansi undarlegur morgunn. Ég stillti vekjarann í símanum mínum á 6:00 í þeim tilgangi að reyna að ná Fréttablaði. Nebbla þegar ég drullast á fætur, svona oftast nær um ellefuleytið, þá eru öll blöðin búin, fólk virðist ekki skilja að það er EITT blað á íbúð ekki EITT á mann.... Ha skiljiði það!!!! EITT Á MANN!!!!!!!
Ég er orðin soldið pirruð á því að lesa Bykoblaðið eða Dagskrá vikuna með bruncinu mínu, þannig að mín reis úr rekkju klukkan 6:00 og fékk blaðið sitt.... jess jess jess...... Það eru ákveðnir aðilar sem liggja undir grun... en fólk er víst saklaust þar til sekt þeirra er sönnuð.... svo ég ætla ekkert að fara að æsa mig við neinn strax.
Svo sofnaði ég aftur, því maður vaknar ekkert bara klukkan sex og fer á stjá, soleiðis gerir maður bara ekki.
Og þegar ég vaknaði á mínum venjulega um ellefuleytið tíma þá var ég alveg kolrugluð og viss ekki hvað snéri upp né niður eða hvort það væri dagur eða nótt. Komst þó fljótlega til vits og ára og áttaði mig á stöðu mála. Var ákaflega sátt við blaðið mitt.....MITT
Anyways.... þá lærði ég svo mikið í gær að ég fékk sinaskeiðabólgu í vinstri úlnliðinn. Hvernig getur það gerst??? Maður spyr sig (þegar maður segir "maður spyr sig" þá er maður víst að tala Verslómál, eða það halda veslings Verslingarnir allavega. Þessu komst ég að um helgina. Og líka ef maður segir "einhver verður að vera í því" þá er maður líka að tala Verslómál. Furðulegur fjandi).
En svo við snúum okkur nú aftur að sinaskeiðabólgunni minni... Það er svo fruntalega kalt úti orðið og íbúðin mín er ekki undir þetta búin, það tekur hana nokkrar vikur að hitastilla sig. Svo þessa dagana er svona 5 stiga hiti inni hjá mér. Sultardroparnir drjúpa af nefinu á mér ofan í bækurnar og ég verð að vera í vettlingum. Þannig orsakaðist sinasekiðabólgan held ég. Sökum þess að ég var í vettlingum þá varð ég að halda asnalega á bókinni....
Það er svo kalt að í nótt svaf ég með tvær sængur, í ullarleistum og í síðbuxum. Mér var samt kalt. Svo kalt að ég var andvaka. Svo andvaka að ég bylti mér og bylti. Sem leiddi til þess að mér hitnaði og síðan sofnaði. Þannig að þetta endaði allt saman vel.
Ehhhh..reyndar ekki, held nebbla að þetta svefnleysi sé að að koma aftan að mér núna, mér var nebbla að detta í hug ákaflega lélegur brandari.... sem ég ætla að láta flakka.... Múhahahaha..... And-Vaka..... ég hlýt eila alltaf að vera andvaka, þar sem ég er í Röskvu..... eh heh he eh heehe eh... jeeeeeeees..... taaaaaaaak. Soldið súr... ég held ég hætti núna.
mánudagur, október 04, 2004
Novemberfest er málið
Nú er sko sannarlega rok úti.... það er bókunum The government and politics of the European union og Iceland and European intergration að þakka að ég fauk ekki úti í veður og vind. Það er að segja, þær þyngdu mig um nokkur kíló svo ég feyktist aðeins til en tókst eigi á loft.
En nóg um það, ein spurning sem brennur á vörum mínum: Hvað ætli það séu margar kalóríur í fimm lítrum af bjór og einum stórum og stæðilegum beikonhlöllabát???? Jahhh eigi veit ég það svo gjörla.... Þetta tókst mér allavega að innbyrða á einu litlu kvöldi og áður en dagur náði hádegi næsta dag var ég líka búin að troða í mig hálfum poka af MogM með hnetum og skola honum niður með einum lítra af kóki. Er það eðlilegt???
Kannski ekki rétt spurning í ljósi þess að margir telja að ég sé einkennileg mannvera... en er mér sama?? ehhhh já!!! Þetta var allt saman alveg einstaklega ljúffengt og það er fyrir öllu.
Og já Octoberfest var sa-fokking-nilld.... Mér finnst eila að það eigi að vera Novemberfest líka. Ég myndi segja ykkur frá atburðum kvöldsins ef ég gæti......
En Helga svikastrumpur var veik á laugardaginn svo ekkert varð úr margradagafyrirvaralönguskipulagða djamminu okkar... en henni er samt fyrirgefið enda var hún með hor í nös og ekkert sérlega smart djammfélagi.
Við erum líka nú þegar búnar að skipuleggja Idoldjamm næstu helgi svo ég er alveg róleg. Hversu eðlilegt er samt að vera búin að skipuleggja djamm næstu helgar og vera strax orðin spennt??? Það er bara alltaf svo úbergaman hjá okkur stelpunum... maður getur ekki annað en hlakkað til samvista með þessum elskum.
Ég er samt farin að hafa verulegar áhyggjur af því að ég sé einhverskonar djammfíkill... þetta er samt ekki endilega áfengislöngum, meira svona dansa og gera eitthvað hresst löngun..
Ég hef líka heyrt að svona djammfíkn lagist þegar maður eignast kærasta.... þannig ég ætti kannski ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta lagast einhverntímann....
Sæl að sinni
Nú er sko sannarlega rok úti.... það er bókunum The government and politics of the European union og Iceland and European intergration að þakka að ég fauk ekki úti í veður og vind. Það er að segja, þær þyngdu mig um nokkur kíló svo ég feyktist aðeins til en tókst eigi á loft.
En nóg um það, ein spurning sem brennur á vörum mínum: Hvað ætli það séu margar kalóríur í fimm lítrum af bjór og einum stórum og stæðilegum beikonhlöllabát???? Jahhh eigi veit ég það svo gjörla.... Þetta tókst mér allavega að innbyrða á einu litlu kvöldi og áður en dagur náði hádegi næsta dag var ég líka búin að troða í mig hálfum poka af MogM með hnetum og skola honum niður með einum lítra af kóki. Er það eðlilegt???
Kannski ekki rétt spurning í ljósi þess að margir telja að ég sé einkennileg mannvera... en er mér sama?? ehhhh já!!! Þetta var allt saman alveg einstaklega ljúffengt og það er fyrir öllu.
Og já Octoberfest var sa-fokking-nilld.... Mér finnst eila að það eigi að vera Novemberfest líka. Ég myndi segja ykkur frá atburðum kvöldsins ef ég gæti......
En Helga svikastrumpur var veik á laugardaginn svo ekkert varð úr margradagafyrirvaralönguskipulagða djamminu okkar... en henni er samt fyrirgefið enda var hún með hor í nös og ekkert sérlega smart djammfélagi.
Við erum líka nú þegar búnar að skipuleggja Idoldjamm næstu helgi svo ég er alveg róleg. Hversu eðlilegt er samt að vera búin að skipuleggja djamm næstu helgar og vera strax orðin spennt??? Það er bara alltaf svo úbergaman hjá okkur stelpunum... maður getur ekki annað en hlakkað til samvista með þessum elskum.
Ég er samt farin að hafa verulegar áhyggjur af því að ég sé einhverskonar djammfíkill... þetta er samt ekki endilega áfengislöngum, meira svona dansa og gera eitthvað hresst löngun..
Ég hef líka heyrt að svona djammfíkn lagist þegar maður eignast kærasta.... þannig ég ætti kannski ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta lagast einhverntímann....
Sæl að sinni