<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, desember 26, 2004

Gáta
Hér kemur lítil gáta sem hægt er að leysa með þolinmæði í góðum sunnudagsbíltúr:
Hvað eru mörg hringtorg í Hafnarfirði?

Tvær vísbendingar:
1.Hringtorgin í Hafnarfirði eru óeðlilega mörg.
2.Frá því að þú kemur inn í Hafnarfjörð og þar til þú kemur að Berjavöllum sem eru í Hafnarfirði, þá þarft þú að keyra um 8 hringtorg.

föstudagur, desember 24, 2004

Kæru félagar!
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

Jólakveðja Sólrún Lilja

Jólageðveiki, jólaandi og Jói Fel!!
Nú held ég að fólk sé alveg að tapa sér í jólunum og ég held að það sé tími til kominn að starfsfólk verslana fari að hvíla sig aðeins.
Ég fór nebbla í verslun eina í Kringlunni áðan þar sem ég átti undarlegt samtal við afgreiðlsudömu, sem ég tel að gefi góða mynd af ástandinu, það hljómaði einhvern veginn svona:
Afgreiðsludama: varstu að fá þessa skó?
Ég: Nei, ég er búin að eiga þá heillengi.
Dama: Ohhh ég á nebbla sona skó og þeir eru geðveikt eyddir og hællinn dottin af. Keyptirðu þá ekki í Retro annars??
Ég: Nei, ég keypti þá í Euro skó.
Dama: Óóóó!!! Eru þetta soleiðis skór... Vinkona mín á sko alveg eins og þegar hún keypti þá, þá var ég alveg bara.... TINNA!!! Ahhhh.... þetta eru næstum alveg eins og mínir skór.....
Tilgangur samtals... ENGINN!! Ég stóð bara ráðþrota og velti fyrir mér HVERS VEGNA ég væri að eiga samræður við þessa dömu... og hún hélt áfram og benti mér á einhvern skaðræðislega ljótan bol, sem hún sagði alveg MERGJAÐAN og ég yrði að máta...
Ég (að reyna að hylma yfir skoðun minni á bolnum ljóta): tja... er hann ekki soldið gegnsær?
Dama ( enn gufulegri en áður, þó það hafi varla verið hægt): Nei!!! Gunna er alltaf í sona bol og hann er ekki gegnsær á henni!!!
Enn þá stóð ég bara og það var einhver rödd sem gargaði innra með mér: WHY SÓLRÚN, WHY!!! Komdu þér í burtu næst þegar hún lítur undan... Ég hlýddi röddinni, hóaði í samferðamenn mína og hljóp í burtu þegar færi gafst.

Annars þá svífur jólaandi alltaf jafn mikið yfir vötnum hérna heima hjá mömmu, það skiptir ekki máli hvort það er verið að baka sörur eða skreyta jólatréð... það endar alltaf með ósköpum.
Við systkinin lágum eins og hrúgöld í sófanum í gær, uppgefin eftir heilan dag af því að gera ekki neitt, og mamma var að baksa við að setja upp jólatréð. Sem er nota bene 90 cm hátt, 23 ára gamalt plastjólatré sem vantar á eina grein. (pakkarnir fara hvort eð er undir tréð hjá ömmu svo stærð trésins bíttar ekki öllu) Anyways, þegar mamma hafði komið trénu saman þá varð hún íbyggin á svipinn eins og hún lumaði á einhverju gífurlega spennó.
En þá spyr hún hver vilji nú skeyta jólatréð.... sönn jólabörn hefði sprottið á fætur og slegist um starfið(þar sem stærð trésins gerir þetta að eins manns starfi) en einu viðbrögðin sem hún fékk frá okkur letihaugunum voru bara einhver uml og bendingar um að næsti aðili við hliðina á ætti að sjá um verkið.
Það endaði með að mamma mútaði bróður mínum með jólakonfekti, drengurinn kastaði vængjalausum englum, handleggsbrotnum jólasveinum og heimagerðum frauðkúlusnjókörlum á litla vesalings tréð. Þá settist hann og ætlaði að gæða sé á mútufénu en þar sem systir mín seildist í þessa munaðarvöru þá upphófust hálfgerð slagsmál og rifrildi... Á þeim tímapunkti laumaðist ég út.... Ahhh hvað er jólalegra en rifrildi um konfekt... sem er by the way nóg til af.

Hvað á ég nú að segja ykkur meira þar sem dagur kenndur við aðföng er nú runninn upp....
Ahhh hér er ein indæl saga sem hentar vel með jólasteikinni: Fór í Jóa Fel bakaríið í dag, ekki af því að ég er snobbuð og efnuð heldur af því ég er að vinna þar rétt hjá.
Já semsagt þarna er ég að velja mér “skinku-umslag” í rólegheitunum og hver haldiði að birtist þá fyrir innan afgreiðsluborðið ha!! Enginn annar en meistarinn sjálfur og vöðvatrölluð Jóhannes Felixson. Hann er klæddur í níþröngan hvítan stuttermabol sem sýnir vel stinnar geirvörtunar og stæðilega magavöðvana. Þarna stendur hann og hnyklar upphandleggsvöðvana til skiptis meðan hann flörtar við konurnar úr hverfinu og þær kunnu vel að meta. Þetta truflaði mig verulega í innkaupum mínum á skinku-umslögum, sumum gæti hafa þótt þetta geðveikislega æsandi.... ekki mér, mér fannst hann miklu meira hot þegar hann var eðlilega vaxinn.... End og story
Þetta var virkilega pointless saga... ég geri mér grein fyrir því, ég ætla mér að hætta áður en ég verð eins og afgreiðsludaman áðurnefnda.

Yfir og út og gleðilega jól...



mánudagur, desember 20, 2004

Gleði, gleði, gleði...
Og eintóm hamingja, ég hef loksins lokið þessu skólamisseri og ég á líka jólakjól.

Best að fara að gera ekkert....

þriðjudagur, desember 14, 2004

A bad hairday!
I´m having a bad hairday, sem lýsir sé þannig að hárið á mér er fluffy, reytt og krullað. Það orsakast af því að ég svaf yfir mig í morgun og náði ekki að þurrka á mér hárið almennilega. Þess ber að geta að ég vaknaði klukkan 12:40 og varð því of sein í vinnuna.
Þetta er bara yfir höfuð ekki minn dagur. Ég semsagt vaknaði þarna allt of seint í sófanum af því þar sofnaði ég við lestur fræðirita líklega um klukkan 05:00 í morgun, ég var öll krupmuð og sjúskuð, með bakverk og náladofa.
Mætti semsagtof seint í vinnuna þar sem helmingurinn af starfsliðinu var veikt og allir krakkarnir með “jólin eru að koma æsing”. Ég nottla glorhungruð og pirruð yfir þessu yfirsofelsi mínu. Svo sá ég að það voru tveir stórir blettir framan á bolnum mínum.

Í sakleysi mínu í þar sem ég sit og perla snjókarl með annarri og svín með hinni þá gerist þetta:
Krakki 1: Sólrún, áttu kærasta?
Ég: nei!
Krakki 2: akkuru ekki?
Pirruð ég: bara!
Krakki 3: langar þig ekki í kærasta?
Ég: jú, jú alveg eins?
Krakki 1: akkuru áttu þá ekki kærasta?
Ég enn pirraðri: bara, ég veit það ekki.
Krakki 3: Vill enginn vera kærastinn þinn?
Ég í vonleysi mínu: það veit ég ekkert um...
Krakki 2: ætlarðu þá aldrei að gifta þig?
Ég: jú, vonandi einhverntímann.
Krakki 2: hvernig ætlarðu að gifta þig ef enginn vill vera kærastinn þinn???
Samtali lýkur....
Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að rasskella þau hvert með öðru... ákvað að sleppa því.
Fór svo til mömmu eftir vinnu og ég var við það að líða út af af hungri, hellti mér skál fulla af Serjósi en þá var mjólkin búin.... borðaði Serjósið þurrt. Svo leit ég í spegil og eigi var það fögur sjón, vigtaði mig sona upp á grín og komst að því að ég hef þyngst um 3 kíló í þessari próftíð.
Þá fékk ég að heyra það frá ungum herramanni að mér svipaði til jarðdvergs eða líktist verri hliðinni á Gollum...
Ég brenndi hakkið í tacoið og skar mig við kálskurð. Þá er ég með svo mikinn hausverk að ég er með truflanir á sjónsviði til hægri og vinstri, eitlarnir á mér eru á stærð við golfkúlur og þar sem ég í kæruleysi mínu gleymdi að taka pilluna alltof oft í þessum mánuði þá er ég að uppskera brjálæðislega túrverki á þessari stundu.... Mér líður eins og lítið skrímsli sé að naga sér leið út úr líkamanaum á mér.

Jæja, nú ætla ég að horfa á Judging Amy...





Skyld´það vera hrærivél?
Ég held að ég sé orðin stór, mig hlakkar nebbla ekkert til jólanna, bara ekki baun. Ég fer ekki einu sinni í jólaskap þegar ég heyri Jólahjól og það eru sko tíðindi skal ég ykkur segja. Jólhjól er lagið sem hefur hingað til komið með jólin til mín. En nú gerist bara ekkert þegar ég heyri það. Jólalestin kveikti ekki einu sinni jólaneista í mér...

Sörubaksturinn hjá mér og mömmu missti alveg jólasjarmann þegar þegar matvinnsluvélin bræddi úr sér við möndluhökkun. Þá skammaði ég mömmu fyrir að troða allt of mikið af möndlum í mixerinn. Hún var ekki hress og fullyrti að þetta kæmi möndlunum ekkert við, hún sagði að vélin væri gömul og léleg. Og svo kom rúsínan í pylsuendanum, hún sagði að matvinnsluvélin sem ég kalla hrærivél (af því hún er oftast notuð sem slík) væri ekki alvöru hrærivél, að þetta væri bara næsta stig við handþeytara. Og svo rifumst við um það hvort hrærivélin hefði í lifanda lífi verið hrærivél eður ei. Því næst skipaði mamma mér út í Kópavog til ömmu til að fá hennar vél lánaða. Hún sagði mér að þar myndi ég sko sjá alvöru hrærivél, sem að ég hefði greinilega ekki séð áður að hennar sögn.
Ég brunaði út í Kópavog og á meðan hringdi mamma í ömmu og sagði henni að hún skyldi sko sýna mér alvöru hrærivél. Á þessum tímapunkti var þetta rifrildi eiginlega orðið spaugilegt og ég leit svo á að allt væri leyfilegt í stöðunni. Sagði því ömmu og afa möndlusöguna, að mamma hefði troðið allt of mikið af möndlum í mixerinn og þess vegna hefði vélin brætt úr sér. Ekki af því að þetta var ekki alvöru hrærivél. Ég fékk ömmu og afa á mitt band og fór sigri hrósandi heim með alvöru hrærivél í farteskinu.
Tilkynnti mömmu um sigur minn í þessu hrærivélamáli og hún kallaði mig mörð....
Því miður átti ástkær amma mín ekki mixer en ég var svo aldeilis heppin að hún bjó það vel að eiga handknúinn hakkara. Hakkarinn tók eina matskeið af möndlum í einu og af einhverjum ástæðum kom það í minn hlut að hakka 600 gr af möndlum með þessu fáránlega tæki. Meðan mamma þeytti egg......
Við vorum alveg komnar í gírinn aftur en þegar kremið eyðilagðist í annað sinn þá fór þetta að verða soldið sona.... hvernig á ég að orða þetta pent?? ARGANDI GEÐVEIKISLEGA PIRRANDI!!! Þegar það leit út fyrir að við hefðum klúðrað kreminu í þriðja sinn og mamma var komin með brjálæðisglampa í augun og allt, eldhúsið á hvolfi, ég búin að fara þrisvar út í búð eftir eggjum og smjöri, þá fékk ég snilldarhugmynd af himnum ofan og viti menn, kviss bang!! Kremið bara heppnaðist hjá okkur!!!
Þetta var mjööööög löng og erfið fæðing en allt er gott sem endar vel.

Eftir að hafa innbyrt tvær sörur er ég strax komin með ógeð...



sunnudagur, desember 12, 2004

Frá kóngabláum Jees gallabuxum til Buffulo...
Ja hérna hér!!! Hafa einhverjir fleiri en ég látið ölvaðan hárgreiðslunema klippa á ykkur toppinn klukkan tvö um nótt og síðan þurft að greiða fyrir það með smá öldrykkju og bæjarrölti???

Ég dett stundum niður í það að rifja upp eitthvað gamalt og fyndið, sérstaklega þegar mér leiðist. Fór í gær að rifja upp þá tíma þegar Gallabuxnabúðin, sem seldi Jees gallabuxur í öllum regnbogans litum, var stödd á Laugaveginum. Árið sem ég er með í huga er örugglega 1993. 17. júní það sumar söng Stefán Hilmarsson með Pláhnetunni á Stóra sviðinu niðri í Lækjargötu, íklæddur ekki verri flík en kóngabláar Jees gallabuxur. Það urðu allir crazy og kóngabláar Jees gallabuxur voru uppseldar hjá Gallabuxnabúðinni áður en júlí gekk í garð það sama ár. Ég undirrituð var svo heppin að næla mér í eitt eintak af þessari munaðarvöru. Það þurfti reyndar að stytta þær og þrengja um helming en mér var nett sama. Allt fyrir tískuna. Svo var maður ekki maður með mönnum nema að eiga Russel peysu úr Russel búðinni sem líka var á Laugaveginum. Ég átti þrjár, geðveik pæja!! Á svipuðum tíma hlustaði maður á eðaldiska á borð við Reif í eitthvað; kroppinn, skóinn, sundur, Heyrðu aftur, Whigfield, 2 unlimted og fleira í þeim dúr. Þetta var svona tími reif stemningarinnar, þar sem Tunglið var aðalstaðurinn og fólk fór á Uxa ´93. Unglingarnir héngu úti í sjoppu og drukku heimabruggaðan landa, keyptan af landasalanum í hverfinu og hann gat innhaldið allt frá hlandi upp í rottueitur. Vikulega var hellt niður hundruðum lítra af landa og lögreglan gerði upptæk bruggtæki í saggafullum kjöllurum og niðurníddum bílskúrum.
Á þessum tíma var held ég ennþá hægt að fá Ís-cola og Zeltser í litlum plastdósum.
Í bekkjarpartýum var farið í sannleikann og kontór og það var brjálæðislega hrikalegt ef einhverjir þurftu að kyssast. Svo var vangað vandræðalega á skólaböllum. Að fá pantaða pizzu í afmæli var ógeðslega elegant.

Ef við færum okkur aðeins lengra fram í tímann, þá taka Jees flauelisbuxur við af þessum litríku, Fruit of the loom peysurnar koma til sögunnar og ryðja Russel peysunum úr vegi. Fruit of the loom peysa með ísaumuðu merki var málið, peysa með áprentuðu merki var bara prump. Á svipuðum tíma þurfti maður líka að eignast Tark buxur helst nr. 0 og með glitrandi merki að aftan, ekki gráu. DC eða Vans skór úr Smash voru líka geggjað flottir. Þá áttu allir Carhart svamppeysur og Carhart buxur með uppábroti, ljósbrúnar eða dökkbláar voru líka frekar hip. Ég eyddi fyrsta sumarkaupinu mínu úr unglingavinnunni í áðurnefndar Tarkbuxur að sjálfsögðu nr. 0 með glitmerki, hvíta Vans skó og Grænbláa svamppeysu og varð fyrir vikið ógeðslega smart. Þá dreymdi mig um að eignast Dr. Martins skó en svoleiðis fékk ég því miður aldrei, frekar sorglegt.
Þegar hér er komið við sögu er farið að þykja flott að vera í tveimur peysum í einu, hettupeysu undir venjulegri peysu og jafnvel snúa ytri peysunni öfugt. Air Walk skór eru töff. Broadway heitir ennþá Hótel Ísland og það þykir frekar fancy þegar árshátíðin í unglingadeildinni er haldin þar.
Á þessum tíma er maður farin að hlusta á Blur, Pulp, Oasis, Bloodhound gang, Botnleðju og jafnvel Backstreet boys. Leonardo DiCaprio er sykurpúði dauðans og það er tveir fyrir einn í bíó á þriðjudögum.
Þegar Buffalo skórnir koma til sögunnar ákveð ég að verða ekki þræll tískunnar. Buffalo skó eignaðist ég aldrei. Í dag fæ ég sting í augum þegar ég sé stelpur í svona skóm og ég tala nú ekki um stráka. Hef heyrt því fleygt að Selfyssingar hafi verið manna skæðastir í Buffalo skóm og gangi ennþá í þeim eins og ekkert sé.
Já, það má segja að þetta hafi verið svona stiklað á stóru í smartleika 10. áratugarins.

Takk fyrir mig



laugardagur, desember 11, 2004

Ohh my!!!
Það eru tveir frekar súrir menn fyrir aftan mig hér niðri í Odda, þeir eru af erlendu bergi brotnu sem kemur málinu eila samt ekkert við sko... Mig langaði bara til að segja: erlendu bergi brotnu, Það er eitthvað svo fancy!! En já semsagt þessir ungu herrar hafa greinilega fengið sér í aðra tána í gærkveldi og þá líklega eitthvað sterkara en bjór. Maður getur séð andfýluna úr þeim, hún er svo hrikaleg. Það liggur við að það svífi á mig sem er ekki vænlegt þar sem ég þarf að mæta til prófs eftir tæpan hálftíma.
Kannski er það bara jákvætt að vera aðeins hífaður í prófi, hífun losar oftar en ekki um málbeinið, kannski að hún losi um skrifbeinið líka???

Anyways... Þar til síðar félagar!!

föstudagur, desember 10, 2004

Ef væri ég söngvari...
...syngi ég ljóð, um sólina, vorið og land mitt og þjóð.... En þar sem ég er ekki söngvari, þá held ég að ég sleppi því. Ég er samt með þetta lag sjúklega mikið á heilanum sem er mjög undarlegt, þar sem það er svona um það bil.... langt síðan ég heyrði það síðast. Þetta er líka frekar truflandi þar sem ég er að reyna að dunda mér við að lesa Bandarísku stjórnarskrána, en það eina sem kemst að í huga mér er; sólin, vorið og land mitt og þjóð...... Meeeen!!!

En talandi um Bandaríkin eitthvað þá fékk ég einkar skemmtilegt bréf nú á dögunum. Bréfið var frá nágrönnum mínum í hinu Bandaríska sendiráði. Í bréfinu, sem er handskrifað með ákaflega skemmtilegri leturgerð, krefst bandaríski sendherrann nærveru minnar í hátíðakaffi þar sem við munum njóta saman léttra veitinga ásamt fleiri nágrönnum. Ákaflega huggulegt. Það er nú ekki á hverjum degi sem bandarískir sendiherrar bjóða manni í kaffi...
Kannski getum við spjallað um eitthvað hresst efni úr stjórnarskránni eða eitthvað slíkt.

Síðar

Kæru félagar!!! Ég biðst afsökunar ef síðasta færsla fer fyrir brjóstið á einhverjum... Ég er í próftíð, þá getur maður orðið dáldið klikk sko....

Kynlíf???
Ég heyrði í gær að kynlíf bæti einbeitinguna..... Ég þjáist af gífurlegum einbeitingaskorti.... Býður sig einhver fram???



þriðjudagur, desember 07, 2004

Jæja góðar fréttir!!
Skynsemispúkinn skilaði sér heim í nótt kaldur og hrakinn. Hann vippaði sér upp á öxl mér á ný og hóf að gauka að mér heilræðum. Hans fyrsta heilræði var benda mér á að skipta namminu út fyrir mandarínur og kókinu út fyrir eplakristal.
Þetta þarf ég að gera til að verða ekki eins og um síðustu jól...
Hvað ætli það megi borða margar mandarínur á dag?? Ég man alltaf þegar ég var yngri þá var til svona regla um kókómjólk, það mátti bara drekka tvær á dag, annars yrði manni illt í maganum. Ætli það sé til svipuð regla um mandarínur?? Ég er nebbla búin með sjö stykki í dag og þá á ég kvöldið eftir.... Kannski ég fái mér bara nokkrar litlar smákökur, bara litlar sko...

Later félagar...

mánudagur, desember 06, 2004

Félagar félagar, takið eftir!!!
Ég lýsi hér með eftir sjálfsaganum mínum, en til hans hefur ekki sést síðan í World class ævintýrinu hérna um árið. Those times... þegar ég fór 9 sinnum í viku og hjólaði líka fram og til baka. Shit hvað maður var fit!!! (rími, rím)

Anyways... svo ef þið rekist á lítinn villuráfandi skynsemispúka á götum borgarinnar þá er það líklega minn. Hann strauk frá mér eftir skammirnar í síðustu viku. Þó hann hafi ekki alltaf reynst mér vel kallinn þá þarf ég líklega á honum að halda. Hann kann sitt fag þegar hann heldur sig edrú!

Mig vantar nauðsynlega sjálfsaga og skynsemi þessa dagana. Smá skammtur af samviskusemi væri líka vel þeginn...

Væææl... ég get ekki lært, ég held að ég þjáist af einhverjum sjúkdómi sem rænir mann athygli og einbeitingu..


sunnudagur, desember 05, 2004

Ég, um mig, frá mér, til mín...
Mér leiðist svo mikið að ég ákvað að gera sona líka:
Hvað veistu um mig?

Mér leiðist
Oh my god!!!! Náunginn við hliðina á mér á Þjóðarbókhlöðunni er að bryðja hnetur, hann er sko ekkert að maula þær hljóðlega. Hann gjörsamlega bryður hverja hnetu fyrir sig með opinn munninn svo það drynur um allt safn....

Ohhh annars er ég kominn mikla leið á prólestri að mér er farið að þykja það nauðsynlegt að skoða blogg daginn út og daginn inn. Meira að segja blogg hjá fólki sem þekki ekki neitt. Svo reyni ég að kommenta á öll bloggin sem ég les og kíki svo alltaf á sömu bloggin aftur og aftur til að tékka á hvort einhverjir fleiri hafi kommentað eða kannski að það sé kominn inn ný færsla. Mjög sorglegt... en hei allt annað en lestur...

Múhahahah!!!! Hnetugaurinn var að opna lítersflösku af Egils kristal og hún gaus út um allt borð hjá honum.... og yfir hneturnar og allt, vonandi hendir hann þeim. Bækurnar hans eru allar rennblautar. Greyið hann NOT!!! hættu bara að vera með drykkjarföng í lesrýminu aulinn þinn!!!

laugardagur, desember 04, 2004

The boy next door!!
Það á ógeðslega myndarlegur ungur maður heima í íbúðinni við hliðina á mömmu. Hann býr þar með pabba sínum. Við mamma erum búnar að stúdera hann í soldinn tíma og við höfum komist að þeirri niðurstöðu að hann sé aðeins eldri en ég, líklega í háskólanámi og hann á pottþétt ekki kærustu. Við höfum allavega aldrei séð hana.

Ég er alltaf að mæta honum í lyftunni eða á ganginum og við erum farin að heilsa hvort �

The boy next door!!
Það á ógeðslega myndarlegur ungur maður heima í íbúðinni við hliðina á mömmu. Hann býr þar með pabba sínum. Við mamma erum búnar að stúdera hann í soldinn tíma og við höfum komist að þeirri niðurstöðu að hann sé aðeins eldri en ég, líklega í háskólanámi og hann á pottþétt ekki kærustu. Við höfum allavega aldrei séð hana.

Ég er alltaf að mæta honum í lyftunni eða á ganginum og við erum farin að heilsa hvort öðru á vingjarnlegan hátt.... Við erum komin yfir "Góðan daginn" eða "Góða kvöldið" stigið og farin að segja bara "hæ" svona eins og kunningjar.
Ég er samt oft svo ópuntuð og sjúskuð þegar ég hitti hann, það er eila ekki nógu gott. Um daginn þá var ég veik og gisti heima hjá mömmu og um morgunin fór ég niður að ná í blaðið, nývöknuð með skítugt og úfið hár, með bauga niður á hné og í joggingalla af mömmu með eighties sniði. Þá þurfti ég nottla auðvitað að mæta myndarlega nágunganum og við tókum lyftuna saman upp. Það var skelfilegt.... ég sá að hann var að reyna að bæla niður hláturinn. Lái honum það ekki því ég hefði sjálf helgið að mér hefði ég mætt mér svona útlítandi.

Og svo þegar ég var uppdressuð í prinsessukjól á leiðinni á árshátíð þá gat hann ekki drullast til að vera í lyftunni... Ég reyndi að hanga geðveikt lengi fram á gangi í þeirri von að hann færi að minnsta kosti út með ruslið. En neibb... Hann hefur heldur aldrei verið á ferðinni þegar ég er nýpuntuð og ógeðslega sexý á leiðinni í vísindaferð.

Nú er ég að spá í að fara bara ekkert fram á gang í blokkinni hjá mömmu án þess að vera með sexý gloss og kinnalit... ég verð allavega að vera með nýpúðrað nef.

Ég hef verið að heyra útundan mér upp á síðkastið að einhverjir gaukar eru að fárast yfir því að stelpur sýni aldrei frumkvæði í samskiptum við hitt kynið. Ég er mikið að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að sanna fyrir þeim að við stelpurnar getum alveg sýnt fyrsta stigs viðreynslutakta. Næst þegar ég hitti hann í lyftunni, með sexý glossið mitt, þá ætla ég að brydda upp á einhverjum gáfulegum samræðum. Og svo kannski eftir nokkur skipti þá stíg ég skrefið til fulls og spyr hvort hann sé ekki til í kíkja á kaffihús.
Er það eitthvað????
Á ég ekki bara að láta slag standa og go for it???
Svei mér þá ég held það bara.....



föstudagur, desember 03, 2004

Ein ég sit í lyftu, föst um hánótt....
Shit fokk shit!!! ég lenti í hrikalegri lífsreynslu í gær eða réttara sagt í nótt. Ég var nebbla hjá mömmu í gærkveldi, sem er nú ekkert svo hrikalegt svona eitt og sér, nema hvað, ég legg af stað út úr íbúðinni hjá mömmu kl. 00:59 og þessi tímasetning er mjög mikilvæg fyrir söguna sko. Þannig að takið vel eftir. Það er líka gott að hafa það að leiðarljósi að mamma býr í lyftublokk. En semsagt svo við snúum okkur aftur að söguþræðinum:

Af einhverjum ástæðum var það fyrirfram auglýst ákvörðun að taka ætti rafmagnið af blokkinni nákvæmlega kl. 01:00. Þessu var mamma búin að gleyma og af þessu vissi ég ekki baun. Í sakleysi mín held ég því af stað heim á leið á fyrrnefndum tíma. Um klukkan 00:59:48 stíg ég inn í lyftuna, hún lokast og flúffs!! skruðn!! og blikk, á slaginu 01:00 fer rafmagnið af blokkinni og þar af leiðandi af lyftunni líka sem hefur mig og einungis mig innanborðs. Skæææl.... og væææl og allt þar á milli. Ég var fokking föst í lyftunni sem var líka alveg kolniðamyrkursdimm. Um mig greip ofsahræðsla... Það er kannski best að fram komi að ég þjáist af sjúklegri myrkfælni og á það til að fá brjálæðislega innilokunarkennd þegar við á, það átti fyllilega við á þessari stundu.

Sem betur fer þá var lyftan ennþá á hæðinni, hún var bara lokuð en það var alveg nógu hræðilegt fyrir litlu sálina mig. Í ofboðshræðslu-adrenalínsflæðis-brálæðiskasti réðst ég á lyftuhurðina og náði einhvern veginn taki á henni og notaði svo alla mína lífs og sálarkrafta til að þvinga hana upp. Náði þannig á undraverðan hátt að gera smá rifu sem ég gat troðið mér út um.

Aftur vææææl.... og skæææl, þarna stóð ég í alveg jafn miklu kolniðamyrkri, á barmi sturlunar og vissi ekki hvað snéri upp né niður og enn síður hvað var hægri og hvað var vinstri. Tók mér nokkrar sekúndur í að ná áttum áður en ég fór í það verkefni að fikra mig að réttri íbúð. Eftir að hafa gengið á veggi og dottið um hjól taldi ég mig vera á réttum stað og á þessum tímapunkti var mér orðið drullusama um allt annað en að komast til mömmu... barði þess vegna ansi hressilega á hurðina og kallaði hálfskælandi á mömmu mína. Mér var nett sama um einhverjar reglugerðir um hávaða í fjölbýlishúsum, ég vildi bara inn. Mamma opnaði fyrir mér í dauðans ofboði og ég hrundi inn.

Þegar inn kom brast eitthvað innra með mér og ég fékk einhver áfallshræðslueinkenni sem ollu því að ég gat ekki annað en bara grenjað. Alvöru hræðslutára-ekkasoga-grenji.
Greyið mamma var alveg eyðilögð yfir því að hafa gleymt þessu rafmagnsveseni og reyndi hvað hún gat að hugga fullorðna, grenjandi dóttur sína um hánótt.
Það tókst að lokum og ég hélt snöktandi heim á leið með kerti í annarri og kveikjara í hinni, tókst þannig að komast klakklaust út um neyðarútganginn...

Ég vil helst ekki hugsa til þess ef ég hefði lagt í hann 5 sekúndum fyrr, þá hefði ég líklega festst á milli hæða og þá sennilega fyrst sturlast úr myrkfælni og síðan brjálast úr innilokunarkennd.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Sko nú er mér nóg boðið!!!
Hér fyrir neðan eru tvær færslur sem enginn hefur kommentað á... en miðað við teljarann og upplýsingar af teljari.is þá er greinilega einhver að lesa þessa síðu.

Þetta eru kannski ekki merkilegar færslur, en það eru ykkar færslur ekki heldur en samt kommenta ég á þær.....

Ef ég fæ ekki svo mikið sem eitt lítið komment á þessar færslur þá nenni ég þessu ekki lengur. Þá segi ég upp í bloggheiminum.
Félagar!!! ef þið viljið losna við mig þá vitiði hvað gera skal!!! Með þögninni afneitiði mér....

Sæl að sinni og kannski að eilífu.....

Ráð skynsemispúkans
Hver hefur ekki lent í svona:
Maður gerist hífaður, þó ekki ölvaður... við erum einungis að tala um hífun hér. Hífun er þó á því stigi að manni dettur ýmislegt skrýtið í hug, allavega skrýtnari hlutir en væri maður allsgáður.

Í þessu hífaða ástandi þá fær maður góða hugmynd, að manni finnst á þeim tímapunkti og manni langar að hrinda henni í framkvæmd. Og þar sem litli skynsemispúkinn sem situr á annarri öxlinni er með ölkrús í hönd og orðinn ansi kenndur þá segir hann bara: Go for it girlfriend!!! skál!!
Lítil hjálp í þeim félaga.... anyways... hugmynd hrint í framkvæmd og skynsemispúkinn flissar og missir ölkrúsina, mann grunar að hann hafi ekki gefið góð ráð...

Svo vaknar maður morguninn eftir og eitthvað er að angra mann, tilfinningin vondur draumur kemur upp í hugann. Neibb... veruleikinn slær þig í andlitið með blautri tusku og þú manst alveg hvaða fáranlega hlut þú gerðir kvöldið áður. Meeeeen!!! skynsemispúkinn liggur skömmustulegur í þynnkunni við hliðina á þér og reynir að nota öfurölvun sem afsökun...
Hún er ekki tekin gild....



This page is powered by Blogger. Isn't yours?