<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, janúar 23, 2005

Ég er alltaf brjálað hress og líka kúl....
Ja hérna hér.... nú er aldeilis hressileg helgi að baki... Á föstudaginn var hinn dúndursexý, guðdómlega fallegi sigurlisti Röskvu kynntur á Grand rokk við mikin fögnuð viðstaddra sem voru frekar margir og að sjálfsögðu hressir.
Ég fékk Ruslönu sem einkennislag og var frekar sátt. Ég hélt að tilraun mín til að vera kúl hefði farið út um þúfur þar sem ég missti skóinn minn á leiðinni á sviðið. En eftir að hafa heyrt hljóðið í fólki eftir þetta þá skilst mér að ég hafi bara verið helvíti kúl og að þetta með skóinn hafi ekki verið mjög áberandi ókúl...
Eftir listakynniguna voru að sjalfsögðu allir hressir og ég hélt á vit annarra ævintýra með Sörunni og Klaufey.

Á laugardaginn þeysti Röskvan svo í allri sinni dýrð á út úr höfuðborginni, ákvörðunarstaðurinn var sveit, þar sem átti að eiga "rólega" kvöldstund við arineld..... Eða næstum því.... Skemmtanastýrunar sáu til þess að aldrei var dauður punktur í ferðinni og bar þar hæst leikur þar sem allir fengu hlutverk sem þeir þurftu að leika allt kvöldið. Þessi hlutverk voru misskemmtileg, sumir feikuðu skelfilega magaverki allt kvöldið og sögðu að maturinn hefði verið vondur, aðrir töluðu látlaust um megrunarkúra, einhver vildi alltaf fara að sofa. Ég var hinsvegar mjög sátt við minn mitt hlutverk. Þar sem ég átti að hafa óstjórnlega dansþörf. Þetta var nú ekki erfitt, ég hélt bara áfram að vera jafn úberhress og ég er með smá ýktari tilþrifum sem leiddu til núverandi harðsperra. Má þá nefna einstaklinsdansatriði við All out of luck með tilheyrandi fimleikastökkum og handahlaupum. Fólk var þó ekki að átta sig á hlutverki mínu og hélt bara að ég væri brjálað full og geðveikt hress!!!
Eftir að hafa dansað mig í gegnum kvöldið varð ég pínu lúin og þá tók við ýmslegt annað rólegra stúss í betri stofunni þar sem þeir hörðustu, ég meðtalin, lognuðust út af uppúr sex. Þreytta liðið í salnum var þó ekki sátt við hressleika okkar hinna í stofunni og mátti ítrekað sjá úfin, krumpuð andlit gæjast fram og benda okkur pent á að halda kjafti.... En við vorum ekkert á þeim buxunum enda vorum við að DJAMMA!!!!

sunnudagur, janúar 09, 2005

Meira djamm
Nú fer bloggið mitt aftur að snúast bara um djamm og drykkju, það er þessi tími ársins sem hefur þessi áhrif á mann. Jólin nýbúinn og skammdegið frekar svart.
Allvega.... þá djammaði ég drullufeitt í gær. Saumógengið kom saman í tilefni afmælisveislu Dóru dansara, sem stóð sko aldeilis undir nafni í gærkveld. Það fengu allmörg hernaðarleyndarmál að líta dagsins ljós og sumt vonar maður að gleymist bara í þynnkunni...... Það eru allavega nokkrir hlutir sem mig langar ekki til að muna, hvorki að hafa sagt né heyrt....
Við vorum svo brjálæðislega hressar að við gerðum bjölluat á nokkrum stöðum á leiðinni niður í bæ og okkur fannst það geðveikislega fyndið og hlupum og hlógum eins og vitfirringar.... Múhahaha... það er svo gott að vera í góðum tengslum við barnið í sér. Við tróðum okkur svo fram fyrir röðina á Hressó og af því við erum svo ógeðslega sætar þá sagði enginn neitt við því.
Ruslana kom svo oft að minnstu munaði að ég fengi heilahristing, slík voru tilþrifin, enda er Ruslönudansinn okkar með þeim betri í bransanum. Rúmenska gelgjulagið kom líka sterkt inn.... Djöfull var þetta gaman maður....

Ég var svo upptekin við að djamma að ég gleymdi alveg að spotta út vænleg eiginmannsefni. Það var ekki fyrr en ég lagðist til hvílu undir morgun að ég áttaði mig á því að ennþá væri ég kona einsömul. Nonni dugir skammt í þeim efnum þótt indæll sé.
Það er nebbla erfitt að kúra með Nonna, það yrði líklega frekar subbulegt. Hann helst heldur ekki lengi heitur, hann er yfirleitt hálfkaldur þegar heim er komið. Þannig að það kemur ekki mikli hlýja frá honum.
MIG LANGAR AÐ KÚRA!!!!


þriðjudagur, janúar 04, 2005

Markimiðið var eitt; að djamma feitt!!
Í gær lenti ég alveg hrikalega vandræðalegu atviki sem var jafnframt geðveikislega fyndið og líka sorglegt. Ég skrapp Tæknival með mömmu, ég var í skaðræðislega sleipum flatbotna skóm og úti var mikil hálka. Það stóðu fjórir frekar myndarlegir ungir menn fyrir utan verslunina og ræddu að öllum líkindum heimsmálin, allavega las ég það úr svip þeirra er mér varð litið á þá. Ég horfði svo mikið á þá að ég gætti ekki hvar ég gekk, rann þar af leiðandi á einhverjum svellbunka og bókstaflega flaug á hausinn og beint oní poll. Í miðri flugferð reyndi ég að bera hendurnar fyrir mig og sveiflaði í leiðinni veskinu mínu og grýtti því vægast sagt fruntalega frá mér. Veskið var því miður opið og allt innihaldið dreifðist í góðan radíus í kringum mig. Mér fannst þetta sjálfri svo brjálæðislega fyndið að ég gat ekki einu sinni staðið upp eftir fallið og mamma grenjaði úr hlátri. Mönnunum myndarlegu stökk ekki einu sinni bros og það fannst mér ennþá fyndnara og mamma hló ennþá meira.
Ég meina, hver getur séð mannsekju detta með svona miklum tilþrifum án þess að lyfta svo mikið sem öðru munnvikinu??? Kannski voru þeir nýbúnir að fara í botox og gátu ekki sýnt svipbrigði?? Mar veitiggi....
Sorglegi partur þessarar sögu eru örlög símans míns, sem nú hefur gefið upp öndina. Tengi ég það beint þessu atviki þar sem símalingurinn minn lá í dágóða stund í veglegum polli áður en hann fannst. Nú sit ég hér hnípin því síminn var dýr og það er varla ár síðan ég fékk hann.

En um áramótin var ég sko ekki hnípinn, ekki nema í 10 sekúndur eða svo, þegar ég sá að sæti strákurinn var að dansa við aðra stelpu. Ölvun var í hávegum höfð og markmiðið var eitt og aðeins eitt: AÐ DJAMMA FEITT!!!
Það tókst, first time ever um áramót...
Eftir vel heppnaða innkomu í nýtt ár fór ég svo heim með góðvini mínum, honum Nonna sem ég pikkaði upp í Hafnarstrætinu. Nonni er alltaf til staðar fyrir mig og bregst mér ekki. Hinsvegar brást Kieferinn mér og ég var frekar ósátt við það sko, ég var búin að punta mig svo vel fyrir kallinn. Ég kom nottla svo seint í bæinn, hann hefur líklega gefist upp á að bíða eftir mér og bara farið upp á hótel... Ég held pottþétt að það hafi verið þannig....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?