laugardagur, apríl 30, 2005
Martröð!!!
Sjitt!!! Ég upplifði martröð stúdentsins í morgun þegar ég svaf yfir mig í próf sem ég var búin að læra fyrir í viku....
Vaknaði klukkan korter yfir níu við það að ástkær móðir mín hringdi í mig... hún ætlaði sko að vekja mig en svaf líka yfir sig.
Hún gargaði í símann að klukkan væri KORTER YFIR NÍU!!! Og ég spratt öfug fram úr rúminu, fór í öfugan bolinn, sitthvorn sokkinn, buxur og út.... með hárið morgunfrjálst í stíl við lúkkið. Brunaði hálfgrenjandi út í skóla yfir þessum hræðilegu óförum mínum, svona er að fokking læra til fjandans 4 á nóttunni.. Ég trúði því bara ekki að ég hefði sofið yfir mig, ég búin að skila svo sportlegri ritgerð um baðmenningu á miðöldum og allt...
Þerraði tárin áður en ég hljóp inn í Árnagarð þar sem ég mætti ákafklega indælli yfirsetukonu sem sat fram á gangi og heklaði dúllur... hún var öll að vilja gerð að aðstoða mig en lafmóð og útgrátin ég gat með engu móti gert mig skiljanlega fyrr en herramaður af erlendu bergi brotnu kom okkur til aðstoðar... Hann spurði mig nafns og teymdi mig í stofuna... Ákaflega indæll.
Yfirsetukonan í minni stofu var hins vegar ekkert í hressa bransanum, það var samt gaman að sjá hana á lífi þar sem hún virtist vera við grafarbakkann síðast þegar hún sat yfir prófi sem ég var í.
En allavega... þá voru samnemendur mínir heldur ekkert hressir, ég reyndi að vera ógeðslega afsökunarleg og blikkaði meira að segja sæta gaurinn sem sat hliðina á mér og allt, þetta var samt líklega ekki hvorki staður né stund fyrir slíkt daður því mér sýndist hann sýna mér löngutöngina.... Snéri mér því aftur að prófinu og í sömu andrá koma yfirsetukonan askvaðandi (eða kannski meira svona skjögrandi(segir maður skjögrandi??) í átt að mér og heimtaði að ég skrifaði nafnið mitt á próförkina, ég var öll í kerfi og kleinu eftir atburðarásina og mundi varla hvað ég hét... Hripaði nafnið mitt niður eftir bestu getu meðan hún fnæsti ofan í hálsmálið á mér. Hélt svo að ég væri hólpin, en þegar ég tók upp Léttkakóið mitt til að súpa aðeins á þá brást hún hin versta við og skipaði mér að setja það niður á gólf, mér brá svo mikið að mér svelgdist á og hóstaði í 10 mínútur, samnemendum mínum til enn meiri yndisauka... Eftir að hafa farið eftir settum reglum um drykkjarföng og breytt eftirnafninu mínu úr Ragansdótir í Ragnarsdóttir á próförkinni þá hófst ég handa við sjálft prófið...
Í ljósi ferskleikans og þess að ég mundi ekki hvað ég hét þá gekk frekar erfiðlega að koma heilanum í gang, þetta hafðist þó og ég skilaði prófinu frá mér sátt.
Á leið minni út hitti ég svo aftur herramanninn af erlenda berginu brotnu, hann klappaði mér á bakið og sagðist ánægður að sjá að þetta hefði gengið hjá mér....
Fór svo óvart í Smáralind og verslaði föt....
Sjitt!!! Ég upplifði martröð stúdentsins í morgun þegar ég svaf yfir mig í próf sem ég var búin að læra fyrir í viku....
Vaknaði klukkan korter yfir níu við það að ástkær móðir mín hringdi í mig... hún ætlaði sko að vekja mig en svaf líka yfir sig.
Hún gargaði í símann að klukkan væri KORTER YFIR NÍU!!! Og ég spratt öfug fram úr rúminu, fór í öfugan bolinn, sitthvorn sokkinn, buxur og út.... með hárið morgunfrjálst í stíl við lúkkið. Brunaði hálfgrenjandi út í skóla yfir þessum hræðilegu óförum mínum, svona er að fokking læra til fjandans 4 á nóttunni.. Ég trúði því bara ekki að ég hefði sofið yfir mig, ég búin að skila svo sportlegri ritgerð um baðmenningu á miðöldum og allt...
Þerraði tárin áður en ég hljóp inn í Árnagarð þar sem ég mætti ákafklega indælli yfirsetukonu sem sat fram á gangi og heklaði dúllur... hún var öll að vilja gerð að aðstoða mig en lafmóð og útgrátin ég gat með engu móti gert mig skiljanlega fyrr en herramaður af erlendu bergi brotnu kom okkur til aðstoðar... Hann spurði mig nafns og teymdi mig í stofuna... Ákaflega indæll.
Yfirsetukonan í minni stofu var hins vegar ekkert í hressa bransanum, það var samt gaman að sjá hana á lífi þar sem hún virtist vera við grafarbakkann síðast þegar hún sat yfir prófi sem ég var í.
En allavega... þá voru samnemendur mínir heldur ekkert hressir, ég reyndi að vera ógeðslega afsökunarleg og blikkaði meira að segja sæta gaurinn sem sat hliðina á mér og allt, þetta var samt líklega ekki hvorki staður né stund fyrir slíkt daður því mér sýndist hann sýna mér löngutöngina.... Snéri mér því aftur að prófinu og í sömu andrá koma yfirsetukonan askvaðandi (eða kannski meira svona skjögrandi(segir maður skjögrandi??) í átt að mér og heimtaði að ég skrifaði nafnið mitt á próförkina, ég var öll í kerfi og kleinu eftir atburðarásina og mundi varla hvað ég hét... Hripaði nafnið mitt niður eftir bestu getu meðan hún fnæsti ofan í hálsmálið á mér. Hélt svo að ég væri hólpin, en þegar ég tók upp Léttkakóið mitt til að súpa aðeins á þá brást hún hin versta við og skipaði mér að setja það niður á gólf, mér brá svo mikið að mér svelgdist á og hóstaði í 10 mínútur, samnemendum mínum til enn meiri yndisauka... Eftir að hafa farið eftir settum reglum um drykkjarföng og breytt eftirnafninu mínu úr Ragansdótir í Ragnarsdóttir á próförkinni þá hófst ég handa við sjálft prófið...
Í ljósi ferskleikans og þess að ég mundi ekki hvað ég hét þá gekk frekar erfiðlega að koma heilanum í gang, þetta hafðist þó og ég skilaði prófinu frá mér sátt.
Á leið minni út hitti ég svo aftur herramanninn af erlenda berginu brotnu, hann klappaði mér á bakið og sagðist ánægður að sjá að þetta hefði gengið hjá mér....
Fór svo óvart í Smáralind og verslaði föt....
föstudagur, apríl 29, 2005
ÉG ÆTLA AÐ ÉTA MIG Í HEL!!!
miðvikudagur, apríl 27, 2005
Oddi er málið!
Það er alltaf sama stuðið hér í Odda á nóttunni!! Svei mér þá, það er bara gaman að læra hér.
Ég var samt alveg fruntalega þreytt þegar í kom heim síðustu nótt, setti tannkrem í bómull í staðinn fyrir augnfarðahreinsi, fattaði það samt áður en ég klíndi því í augun á mér.... Fannst það alveg brjálæðislega fyndið, í ljósi þess að ég setti handáburð á tannburstann kvöldið áður... Flissaði lengi af þessu ein... Frekar súr!!! Svona gerist þegar maður verður of þreyttur.
Svo leyfði ég mér að sofa aðeins út í morgun af því ég var svo ógeðslega dugleg í gær. Massaði þessa baðritgerð mína á Hlöðunni, frá 8-8 og tók svo nóttina á þetta í Odda. Var farin að slefa á bókina af þreytu svona uppúr hálffjögur... að morgni sko... Bara 600 bls. eftir fyrir laugardaginn...
Later
Það er alltaf sama stuðið hér í Odda á nóttunni!! Svei mér þá, það er bara gaman að læra hér.
Ég var samt alveg fruntalega þreytt þegar í kom heim síðustu nótt, setti tannkrem í bómull í staðinn fyrir augnfarðahreinsi, fattaði það samt áður en ég klíndi því í augun á mér.... Fannst það alveg brjálæðislega fyndið, í ljósi þess að ég setti handáburð á tannburstann kvöldið áður... Flissaði lengi af þessu ein... Frekar súr!!! Svona gerist þegar maður verður of þreyttur.
Svo leyfði ég mér að sofa aðeins út í morgun af því ég var svo ógeðslega dugleg í gær. Massaði þessa baðritgerð mína á Hlöðunni, frá 8-8 og tók svo nóttina á þetta í Odda. Var farin að slefa á bókina af þreytu svona uppúr hálffjögur... að morgni sko... Bara 600 bls. eftir fyrir laugardaginn...
Later
mánudagur, apríl 25, 2005
Stanslaust stuð
Las til fjögur í fyrrinótt og var svo þreytt að ég setti handáburð á tannburstann minn... sofnaði svo með símann í hendinni áður en ég náði að stilla vekjarann og svaf því yfir mig í morgun.... Vaknaði með óbragð í munninum enda hafði ég tannburstað mig með handáburði nóttina áður, mætti úldin og hálfsofin í vinnuna í skítugum fötum...
Fékk sms-skilaboð frá huggulegum herramanni nú síðla kvölds, skilaboðin voru mér hins vegar ráðgáta sem ég fæ ekki botn í þessa vikuna... Herramaðurinn er farinn af landi brott...
Stefni á 4 klukkustunda svefn í nótt áður en ég massa eitt stykki 10 blaðsíðna ritgerð fyrir 16:00 á morgun...
Kveðja úr Odda, þar sem er fjólublátt ljós við barinn...
Las til fjögur í fyrrinótt og var svo þreytt að ég setti handáburð á tannburstann minn... sofnaði svo með símann í hendinni áður en ég náði að stilla vekjarann og svaf því yfir mig í morgun.... Vaknaði með óbragð í munninum enda hafði ég tannburstað mig með handáburði nóttina áður, mætti úldin og hálfsofin í vinnuna í skítugum fötum...
Fékk sms-skilaboð frá huggulegum herramanni nú síðla kvölds, skilaboðin voru mér hins vegar ráðgáta sem ég fæ ekki botn í þessa vikuna... Herramaðurinn er farinn af landi brott...
Stefni á 4 klukkustunda svefn í nótt áður en ég massa eitt stykki 10 blaðsíðna ritgerð fyrir 16:00 á morgun...
Kveðja úr Odda, þar sem er fjólublátt ljós við barinn...
sunnudagur, apríl 24, 2005
Ég vildi óska...
...að ég hefði lært eitthvað í vetur, ég vildi óska að ég hefði ekki étið heilan Pringels stauk, 400 gr. af nammi og lítra af Coca cola light í kvöld, ég vildi óska að það væru hrein sængurföt á rúminu mínu, ég vildi óska að ég ætti hrein föt til að fara í á morgun, ég vildi óska að klósettið mitt væri ekki bilað, ég vildi óska að ég fengi símtal frá myndarlegum karlmanni núna og að hann vildi endilega að ég kæmi að kúra , ég vildi óska að ég þyrfti ekki að vinna á morgun, ég vildi óska að ég hefði farið í partýið með Robert Plant í gær, ég vildi óska að ég hætti að gera vitleysu þegar ég er ölvuð, ég vildi óska að Fréttablaðið hyrfi sjálfkrafa þegar ég er búin að lesa það, ég vildi óska að þvottavélin tæki meira en 5 kíló í einu, ég vildi óska að ég væri búin í prófum...
...að ég hefði lært eitthvað í vetur, ég vildi óska að ég hefði ekki étið heilan Pringels stauk, 400 gr. af nammi og lítra af Coca cola light í kvöld, ég vildi óska að það væru hrein sængurföt á rúminu mínu, ég vildi óska að ég ætti hrein föt til að fara í á morgun, ég vildi óska að klósettið mitt væri ekki bilað, ég vildi óska að ég fengi símtal frá myndarlegum karlmanni núna og að hann vildi endilega að ég kæmi að kúra , ég vildi óska að ég þyrfti ekki að vinna á morgun, ég vildi óska að ég hefði farið í partýið með Robert Plant í gær, ég vildi óska að ég hætti að gera vitleysu þegar ég er ölvuð, ég vildi óska að Fréttablaðið hyrfi sjálfkrafa þegar ég er búin að lesa það, ég vildi óska að þvottavélin tæki meira en 5 kíló í einu, ég vildi óska að ég væri búin í prófum...
föstudagur, apríl 22, 2005
Roðn...
Það er hrikalegt þegar maður roðnar og það lagast ekkert!!!
Þegar ég roðna þá breyti ég algjörlega um lit í framan, fæ rauða flekki á bringuna og handleggina og eyrun á mér hitna svo mikið að það rýkur næstum úr þeim. Þetta er skelfilegt ástand sem varir í langan tíma, sérstaklega ef roðntilefnið er nauðsynleg viðvarandi nálægð við eitthvað eða einhvern....
Lenti í þessu í vinnunni áðan og ég var eins og karfi í 2 klukkutíma. Fólk var endalaust að spyrja mig hvað hefði gerst og afhverju ég væri svona rauð, héldu að ég hefði meitt mig eitthvað.
Og til að bæta gráu ofan á svart þá roðna ég af minnsta tilefni.
Dauði og djöfull!!!
Það er hrikalegt þegar maður roðnar og það lagast ekkert!!!
Þegar ég roðna þá breyti ég algjörlega um lit í framan, fæ rauða flekki á bringuna og handleggina og eyrun á mér hitna svo mikið að það rýkur næstum úr þeim. Þetta er skelfilegt ástand sem varir í langan tíma, sérstaklega ef roðntilefnið er nauðsynleg viðvarandi nálægð við eitthvað eða einhvern....
Lenti í þessu í vinnunni áðan og ég var eins og karfi í 2 klukkutíma. Fólk var endalaust að spyrja mig hvað hefði gerst og afhverju ég væri svona rauð, héldu að ég hefði meitt mig eitthvað.
Og til að bæta gráu ofan á svart þá roðna ég af minnsta tilefni.
Dauði og djöfull!!!
Heimsk???
Ohhhh ég er svo heimsk!!! Ég er að skrifa ritgerð um BAÐMENNINGU Á MIÐÖLDUM!!! Fannst það gevðeikt fyndið á sínum tíma að velja þetta efni. Voru böð algeng á miðöldum?, Afhverju hættu Íslendingar að baða sig? Hahaha fyndið!!! NOT!!
Sérstkalega ekki í ljósi þess að í boði voru 116 önnur hentugri ritgerðarefni.... Það er ákaflega takmarkað til af heimildum um böð á miðöldum!!! Ég hefði getað valið mér efnið PAPAR eða STURLUNGAR... þar sem ég hefði eflaust getað fundið heilu bílhlössin af heimildum.
....En ég gerði það ekki og nú sit ég uppi með baðmenninguna mína og skal gjöra svo vel og rita 10 blaðsíður þess eðlis, þá skal ég einning geta að minnsta kosti 4 heimilda...
Til minnis: Aldrei að velja ritgerðarefni bara af því að þér þykir það fyndið!!
Mig langar í bað... Takk fyrir og bless
Ohhhh ég er svo heimsk!!! Ég er að skrifa ritgerð um BAÐMENNINGU Á MIÐÖLDUM!!! Fannst það gevðeikt fyndið á sínum tíma að velja þetta efni. Voru böð algeng á miðöldum?, Afhverju hættu Íslendingar að baða sig? Hahaha fyndið!!! NOT!!
Sérstkalega ekki í ljósi þess að í boði voru 116 önnur hentugri ritgerðarefni.... Það er ákaflega takmarkað til af heimildum um böð á miðöldum!!! Ég hefði getað valið mér efnið PAPAR eða STURLUNGAR... þar sem ég hefði eflaust getað fundið heilu bílhlössin af heimildum.
....En ég gerði það ekki og nú sit ég uppi með baðmenninguna mína og skal gjöra svo vel og rita 10 blaðsíður þess eðlis, þá skal ég einning geta að minnsta kosti 4 heimilda...
Til minnis: Aldrei að velja ritgerðarefni bara af því að þér þykir það fyndið!!
Mig langar í bað... Takk fyrir og bless
þriðjudagur, apríl 19, 2005
Í dag tók ég ákvörðun...
...um að hætta öllum viðskiptum við KB-banka, af persónulegum ástæðum. Ég ætla að fara á stúfana og kynna mér þjónustu hinna bankanna áður en ég tek upplýsta ákvörðun um það hver næsti viðskiptabanki minn verður....
Þetta var opinberum dagsins!!!
...um að hætta öllum viðskiptum við KB-banka, af persónulegum ástæðum. Ég ætla að fara á stúfana og kynna mér þjónustu hinna bankanna áður en ég tek upplýsta ákvörðun um það hver næsti viðskiptabanki minn verður....
Þetta var opinberum dagsins!!!
sunnudagur, apríl 17, 2005
Amokka, 101, Hereford og Rex....
Sjitt, fokk sjitt!!!
Þessi helgi mun aldrei líða mér úr minni!!! Og Því miður.... Ég væri helst til í að vakna og fatta að þetta hafi allt saman verið hinn furðulegasti draumur...
... ég hef þó áþreifanlegar sannanir fyrir því að svo er ekki. En furðulegir hlutir geta þó leitt af sér eitthvað gott og ég held að það hafi gerst í þessu tilfelli.
Opinberun dagsins: Ég er veik fyrir mönnum í jakkafötum, elska flott jakkaföt og bindi!!!
Jakkaföt eru ákaflega sexý....
Upplifun helgarinnar:
...Sakleysisleg ákvörðun okkar Evu Maríu, þess eðlis að drekka tvo bjóra í vinnunni, fara svo á hagyrðingakvöld, Miðbar og snemma heim fór út um þúfur.... Fórum reyndar snemma heim.... Ákveðnir starfsmenn ónefnds fyrirtækis sem er til húsa í ónefndu Túni buðu okkur óvænt með sér út á lífið...
Fastakúnnarnir okkar... Oft höfum við spaugað með það að detta íða með þeim einhvern daginn... föstudagskveldið varð einhver dagurinn og spaugið varð að alvöru...
Flottir gaurar, flott jakkaföt!!!
Út á lífið hjá þeim þýðir að fara á Hereford að borða, svo á Rex að djamma... Við saklausu námsmeyjarnar og kaffihúsastarfsmennirnir gerðumst ölvaðar mjög!!! Enda allt í boði þessara ónefndu indælu manna.
Svo fór fólk að detta og hella niður bjór... og svo á trúnó.....
Skynsamlegasta ákvörðun kvöldsins var líklega að fara snemma heim.
Þetta var samt einstaklega áhugaverð upplifun. það má segja að þetta hafi verið innsýn í annan heim. Heim þar sem áhyggjuefni er hvort leðursætin í nýja BMW-inum þínum eiga að vera svört eða brún... Heim þar sem menn leigja sér vindlahólf á Rex...
Mér þóttu reyndar rökin fyrir slíkri leigu skynsamleg á sínum tíma... þegar ég var Rex.....
Þetta var stuð!!!
Later....
Sjitt, fokk sjitt!!!
Þessi helgi mun aldrei líða mér úr minni!!! Og Því miður.... Ég væri helst til í að vakna og fatta að þetta hafi allt saman verið hinn furðulegasti draumur...
... ég hef þó áþreifanlegar sannanir fyrir því að svo er ekki. En furðulegir hlutir geta þó leitt af sér eitthvað gott og ég held að það hafi gerst í þessu tilfelli.
Opinberun dagsins: Ég er veik fyrir mönnum í jakkafötum, elska flott jakkaföt og bindi!!!
Jakkaföt eru ákaflega sexý....
Upplifun helgarinnar:
...Sakleysisleg ákvörðun okkar Evu Maríu, þess eðlis að drekka tvo bjóra í vinnunni, fara svo á hagyrðingakvöld, Miðbar og snemma heim fór út um þúfur.... Fórum reyndar snemma heim.... Ákveðnir starfsmenn ónefnds fyrirtækis sem er til húsa í ónefndu Túni buðu okkur óvænt með sér út á lífið...
Fastakúnnarnir okkar... Oft höfum við spaugað með það að detta íða með þeim einhvern daginn... föstudagskveldið varð einhver dagurinn og spaugið varð að alvöru...
Flottir gaurar, flott jakkaföt!!!
Út á lífið hjá þeim þýðir að fara á Hereford að borða, svo á Rex að djamma... Við saklausu námsmeyjarnar og kaffihúsastarfsmennirnir gerðumst ölvaðar mjög!!! Enda allt í boði þessara ónefndu indælu manna.
Svo fór fólk að detta og hella niður bjór... og svo á trúnó.....
Skynsamlegasta ákvörðun kvöldsins var líklega að fara snemma heim.
Þetta var samt einstaklega áhugaverð upplifun. það má segja að þetta hafi verið innsýn í annan heim. Heim þar sem áhyggjuefni er hvort leðursætin í nýja BMW-inum þínum eiga að vera svört eða brún... Heim þar sem menn leigja sér vindlahólf á Rex...
Mér þóttu reyndar rökin fyrir slíkri leigu skynsamleg á sínum tíma... þegar ég var Rex.....
Þetta var stuð!!!
Later....
fimmtudagur, apríl 14, 2005
Einn fagran aprílmorgun.....
Jæja.... Þrátt fyrir að hafa farið í bæinn á laugarsdagskveldið sem dularfullt tálvkendi, þá tókst mér ekki að tæla eins og einn lítinn mann... Kannski var ég of dularfull???..... já það gæti verið!!!
Annars þá er ekki að eiga sjö dagana sæla um þessar mundir, það virðist allt ganga á afturfótunum. Þriðjudagurinn síðasti var þó líklega hápunkturinn í þessum sjö ósælu dögum, það ætla ég allavega rétt að vona.
Ég vaknaði fagran þriðjudagsmorgun í miðjum aprílmánuði uppfull af hugmyndum um heilbrigðan lífstíl og staðráðin í að ná góðum degi í ritgerðarsmíð. Klukkan var 10, strax tveir tímar af rigerðarsmíð farnir í súginn. En jæja lét það ekki mikið á mig fá og fékk mér ofboðslega hollt salat í morgunmat og leið alveg með eindæmum vel með þessa hollustuákvörðun mína. Fann á mér að þetta yrði góður dagur.......
Skyndilega leið mér þó eins og ég hefði þurft að ljúka einhverju verkefni fyrir 10, af hverju var ég svona staðráðin í að vakna klukkan 8 fyrst ég átti ekki að mæta í skólann fyrr en eftir hádegi... Humm.... mér datt ekkert í hug og velt vöngum yfir þessu í dágóða stund.
Arrrrggg!!!! Skyndilega mundi ég það!!! Helvítis stöðumælar!!! Bílinn var í stöðumælastæði.... Dauði og djöfull!!! Hljóp út á náttbuxunum og peysu, eins úldin og mögulega er hægt að vera og heppin ég að það var einmitt verið að hleypa úr tíma í Kvennó svo ég mætti ógeðslega mikið af fólki... Djöfull!! og auðvitað var ég komin með sekt. Brunaði af stað í leit öðru stæði en þar sem helv... djö... andsk... Kvennaskólnemarnir koma ALLIR á bíl í skólann þá var auðvitað ekkert stæði í 2 kílómetra radíus við heimilið mitt. En eftir að hafa rúntað um hverfið í hálftíma þá losnaði eitt lítið stæði bara rétt við húsið. Jæja... vongóð ég hélt nú kannski að gæfan væri að gerst mér hliðholl á þessum sólríka vordegi.....
En nei!!! Svo gott var það ekki... Í barnslegu sakleysi mínu þá gerði ég heiðarlega tilraun til að fara á klósettið en komst að því mér til mikillar skelfingar að það var stíflað!!! Klóakið eitthvað orðið aldrað... og drenið komið til ára sinna eða einhvur fjandinn... og ég ætla í bæinn næstu helgi að höstla mér pípara!!! Jæja ég gat þá bara haldið í mér og farið á klósettið úti í skóla en í sturtu ætlaði ég.... eða það hélt ég allavega... Ekki var það svo gott, það kom ekkert heitt vatn út helv... sturtunni svo ég varð að gjöra svo vel að annað hvort fara í ískalt steypibað og hrökklast aftur skítug út út sturtuklefanum... Ákvað að gera það síðarnefnda.
Ég var þó allavega á bíl og ákvað því að fara bara til mömmu og baða mig og læra. Nú gat ekkert meira slæmt gerst, eða það hélt ég. Pakkaði niður fötum og bókum og hélt áleiðis til mömmu. Ég er auðvitað ekki með lykla að heimilinu hennar því ég missti þá ofan í lyftubotninn einn rigningardag síðastliðið sumar. Já félagar!! mér tókst að missa þá niður um fáránlega mjótt gat sem er við hurðir á öllum lyftum og af því ég hafði nokkrum dögum áður tekið stóru lyklakippuna mína af þá enduðu lyklarnir einhvers staðar undir lyftunni og síðan hef ég ekki séð þá.
En allavega... þá þurfti ég að sækja lykla til mömmu sem by the way vinnur á leikskóla. Og heppin ég... eða þannig að það var einmitt byrjuð hvíld hjá börnunum og deildinni var lokað á meðan. Ég varð því að gjöra svo vel að bíða í þrjú korter og við skulum hafa það í huga að á þessum tímapunkti var ég ennþá á náttbuxunum. Ákvað að fara bara í þeim og skipta svo hjá mömmu.
Loksins fékk ég lyklana upp í hendurnar og komst inn JESS!!!! Fannst ég ver hólpinn. Ákvað nú að hefjast handa við ritgerðarsmíð. Náði heilum 7 línum af 20 blaðsíðna riterð þegar ég fékk símtal úr vinnunni og ég var beðin um að mæta fyrr í vinnuna. Og af því ég kann ekki að segja nei, þá sagði ég já og dreif mig í langþráða sturtu. Hafði nauman tíma og þegar ég skellti mér í fötin uppgötvaði ég mér til skelfingar að ég hafði gleymt buxunum mínum heima.
Dauði og djöfull í annað sinn sama dag!!! Mamma er 10 cm stærri en ég og systir mín 10 cm mjórri svo ekki gat ég fengið lánaðar buxur af þeim... Vææl og skææl!!! Hringdi kjökrandi í vinnuna til mömmu og sagði henni frá öllum raunum mínum.... og hvort hún hefði einhver ráð handa ráðþrota dóttur sinni.... Ahhhh mamma klikkar aldrei... Hún mundi eftir einhverju eldgömlu pilsi sem ég hafði einhvern tíma gleymt hjá henni og eftir að hafa rótað öllu út úr fataskápnum hennar mömmu fann ég þetta forláta pils sem var líka forljótt en allavega skárra heldur en lufsulegu náttbuxurnar mínar.
Missti svo af strætó.... svo var brjálað að gera í vinnunni og annar hver maður að hvart yfir einhverjum fjandanum....
Þegar róaðist þá fannst mér ég svo eiga skilið að fá mér kökusneið, ekki eina heldur þrjár.... Takk fyrir.. Heilbrigður lífstíll, my ass!!!
Í næstu færslu mun ég fræða ykkur um ágæti króms sem bætiefni...
Ég veit þið eruð spennt...
Síðar!!!
Jæja.... Þrátt fyrir að hafa farið í bæinn á laugarsdagskveldið sem dularfullt tálvkendi, þá tókst mér ekki að tæla eins og einn lítinn mann... Kannski var ég of dularfull???..... já það gæti verið!!!
Annars þá er ekki að eiga sjö dagana sæla um þessar mundir, það virðist allt ganga á afturfótunum. Þriðjudagurinn síðasti var þó líklega hápunkturinn í þessum sjö ósælu dögum, það ætla ég allavega rétt að vona.
Ég vaknaði fagran þriðjudagsmorgun í miðjum aprílmánuði uppfull af hugmyndum um heilbrigðan lífstíl og staðráðin í að ná góðum degi í ritgerðarsmíð. Klukkan var 10, strax tveir tímar af rigerðarsmíð farnir í súginn. En jæja lét það ekki mikið á mig fá og fékk mér ofboðslega hollt salat í morgunmat og leið alveg með eindæmum vel með þessa hollustuákvörðun mína. Fann á mér að þetta yrði góður dagur.......
Skyndilega leið mér þó eins og ég hefði þurft að ljúka einhverju verkefni fyrir 10, af hverju var ég svona staðráðin í að vakna klukkan 8 fyrst ég átti ekki að mæta í skólann fyrr en eftir hádegi... Humm.... mér datt ekkert í hug og velt vöngum yfir þessu í dágóða stund.
Arrrrggg!!!! Skyndilega mundi ég það!!! Helvítis stöðumælar!!! Bílinn var í stöðumælastæði.... Dauði og djöfull!!! Hljóp út á náttbuxunum og peysu, eins úldin og mögulega er hægt að vera og heppin ég að það var einmitt verið að hleypa úr tíma í Kvennó svo ég mætti ógeðslega mikið af fólki... Djöfull!! og auðvitað var ég komin með sekt. Brunaði af stað í leit öðru stæði en þar sem helv... djö... andsk... Kvennaskólnemarnir koma ALLIR á bíl í skólann þá var auðvitað ekkert stæði í 2 kílómetra radíus við heimilið mitt. En eftir að hafa rúntað um hverfið í hálftíma þá losnaði eitt lítið stæði bara rétt við húsið. Jæja... vongóð ég hélt nú kannski að gæfan væri að gerst mér hliðholl á þessum sólríka vordegi.....
En nei!!! Svo gott var það ekki... Í barnslegu sakleysi mínu þá gerði ég heiðarlega tilraun til að fara á klósettið en komst að því mér til mikillar skelfingar að það var stíflað!!! Klóakið eitthvað orðið aldrað... og drenið komið til ára sinna eða einhvur fjandinn... og ég ætla í bæinn næstu helgi að höstla mér pípara!!! Jæja ég gat þá bara haldið í mér og farið á klósettið úti í skóla en í sturtu ætlaði ég.... eða það hélt ég allavega... Ekki var það svo gott, það kom ekkert heitt vatn út helv... sturtunni svo ég varð að gjöra svo vel að annað hvort fara í ískalt steypibað og hrökklast aftur skítug út út sturtuklefanum... Ákvað að gera það síðarnefnda.
Ég var þó allavega á bíl og ákvað því að fara bara til mömmu og baða mig og læra. Nú gat ekkert meira slæmt gerst, eða það hélt ég. Pakkaði niður fötum og bókum og hélt áleiðis til mömmu. Ég er auðvitað ekki með lykla að heimilinu hennar því ég missti þá ofan í lyftubotninn einn rigningardag síðastliðið sumar. Já félagar!! mér tókst að missa þá niður um fáránlega mjótt gat sem er við hurðir á öllum lyftum og af því ég hafði nokkrum dögum áður tekið stóru lyklakippuna mína af þá enduðu lyklarnir einhvers staðar undir lyftunni og síðan hef ég ekki séð þá.
En allavega... þá þurfti ég að sækja lykla til mömmu sem by the way vinnur á leikskóla. Og heppin ég... eða þannig að það var einmitt byrjuð hvíld hjá börnunum og deildinni var lokað á meðan. Ég varð því að gjöra svo vel að bíða í þrjú korter og við skulum hafa það í huga að á þessum tímapunkti var ég ennþá á náttbuxunum. Ákvað að fara bara í þeim og skipta svo hjá mömmu.
Loksins fékk ég lyklana upp í hendurnar og komst inn JESS!!!! Fannst ég ver hólpinn. Ákvað nú að hefjast handa við ritgerðarsmíð. Náði heilum 7 línum af 20 blaðsíðna riterð þegar ég fékk símtal úr vinnunni og ég var beðin um að mæta fyrr í vinnuna. Og af því ég kann ekki að segja nei, þá sagði ég já og dreif mig í langþráða sturtu. Hafði nauman tíma og þegar ég skellti mér í fötin uppgötvaði ég mér til skelfingar að ég hafði gleymt buxunum mínum heima.
Dauði og djöfull í annað sinn sama dag!!! Mamma er 10 cm stærri en ég og systir mín 10 cm mjórri svo ekki gat ég fengið lánaðar buxur af þeim... Vææl og skææl!!! Hringdi kjökrandi í vinnuna til mömmu og sagði henni frá öllum raunum mínum.... og hvort hún hefði einhver ráð handa ráðþrota dóttur sinni.... Ahhhh mamma klikkar aldrei... Hún mundi eftir einhverju eldgömlu pilsi sem ég hafði einhvern tíma gleymt hjá henni og eftir að hafa rótað öllu út úr fataskápnum hennar mömmu fann ég þetta forláta pils sem var líka forljótt en allavega skárra heldur en lufsulegu náttbuxurnar mínar.
Missti svo af strætó.... svo var brjálað að gera í vinnunni og annar hver maður að hvart yfir einhverjum fjandanum....
Þegar róaðist þá fannst mér ég svo eiga skilið að fá mér kökusneið, ekki eina heldur þrjár.... Takk fyrir.. Heilbrigður lífstíll, my ass!!!
Í næstu færslu mun ég fræða ykkur um ágæti króms sem bætiefni...
Ég veit þið eruð spennt...
Síðar!!!
miðvikudagur, apríl 06, 2005
Dularfullt tálkvendi
Ég fann fjarstýringuna mína!!! Hún var á einhverjum asnalegum stað... einhver af þeim sem dó í sófanum mínum um daginn hefur örugglega óvart troðið henni þangað.
Hlutirnir sem urðu eftir eru allir að komast til síns heima... Nema ginpelinn hans Geira, greyið strákurinn vissi ekki af þriggja sólarhringareglunni reglunni.
Þegar þú skilur áfengi eftir einhversstaðar og gerir ekki tilkall til þess innan þriggja sólarhringa þá má húsráðandi slá eign sinni á áfengið. Þannig er það nú bara!!! Og Ríkið var ekki opið á páskadag.....
En þar sem vesalings strákgreyið var ekki meðvitaður um þessa reglu þá kannski býð ég honum upp á bjór við tækifæri svona í sárabætur...
Lancome maskarainn fer í ábyrgðarpósti á austfirðina til hennar Silju og peysuna átti Dagný.
Karlmannsúrið er mér ennþá hulin ráðgáta en ég hef þó mínar grunsemdir.
Og þar sem ég drekk ekki vodka þá fékk Arna flöskuna sína aftur ósnerta. Heppin hún!!!
Ég er að fara í stelpudjamm fyrrverandi og núverandi Melógella á laugardaginn og einvherjir eru búnir að panta það að vera bleik prinsessa og gyllt hafmeyja.
Ekki vissi ég að það væri búningaþema en eftir smá pælingar þá hef ég ákveðið að vera svart, dularfullt tálkvendi. Ég held að það gæti farið mér vel!!
Ég fann fjarstýringuna mína!!! Hún var á einhverjum asnalegum stað... einhver af þeim sem dó í sófanum mínum um daginn hefur örugglega óvart troðið henni þangað.
Hlutirnir sem urðu eftir eru allir að komast til síns heima... Nema ginpelinn hans Geira, greyið strákurinn vissi ekki af þriggja sólarhringareglunni reglunni.
Þegar þú skilur áfengi eftir einhversstaðar og gerir ekki tilkall til þess innan þriggja sólarhringa þá má húsráðandi slá eign sinni á áfengið. Þannig er það nú bara!!! Og Ríkið var ekki opið á páskadag.....
En þar sem vesalings strákgreyið var ekki meðvitaður um þessa reglu þá kannski býð ég honum upp á bjór við tækifæri svona í sárabætur...
Lancome maskarainn fer í ábyrgðarpósti á austfirðina til hennar Silju og peysuna átti Dagný.
Karlmannsúrið er mér ennþá hulin ráðgáta en ég hef þó mínar grunsemdir.
Og þar sem ég drekk ekki vodka þá fékk Arna flöskuna sína aftur ósnerta. Heppin hún!!!
Ég er að fara í stelpudjamm fyrrverandi og núverandi Melógella á laugardaginn og einvherjir eru búnir að panta það að vera bleik prinsessa og gyllt hafmeyja.
Ekki vissi ég að það væri búningaþema en eftir smá pælingar þá hef ég ákveðið að vera svart, dularfullt tálkvendi. Ég held að það gæti farið mér vel!!
sunnudagur, apríl 03, 2005
Berbrjósta gellan sem sleikti óvart prest...
ÉG ÞOLI EKKI ÞEGAR ÉG ER BÚIN AÐ EYÐA GEÐVEIKUM TÍMA Í AÐ SKRIFA ÚBERHRESSA FÆRSLU OG ÞRÁÐLAUSA NETKORTIÐ FRÁ SÍMANUM DETTUR ÚT Í MIÐRI BIRTINGU!!!! ARRRRGGG!!!
Tilraun tvö:
Jæja félagar!!! ég hafði það bara dúndugott um páskana, þemað var djamm, brjóst og fermingar!! Bróðir minn var fermdur á skírdag og mamma neyddi mig til að ganga með sér til altaris. Þá sleikti ég óvart puttann á prestinum þegar hann stakk upp í mig messuvínsbleyttri oblátunni. Honum þótti þetta fyndið og flissaði eins og smástelpa. Þetta var hressleikamessa út í eitt þar sem presturinn reytti af sér brandara í bland við blessunarorð...
Í veislunni varð ég fyrir árás frá tvíburafrænkum mínum, Döggu 1 og Döggu 2. þær hnoðuðust á mér, fiktuðu í hárinu og kysstu mig og knúsuðu. En þegar ég átti síst von á tókst annarri þeirra að fletta niður kjólnum mínum og eftir sat ég berbrjósta í miðri veislunni. Gamlar frænkur supu hveljur og litu undan en ungum frændum þótti þetta bara hresst og spennandi innlegg í mjög svo viðburðaríkt fermingarteiti. Ég reyndi þó að hysja upp um mig kjólinn eins fljótt og auðið var. það var þó hægara sagt en gert með fullt fangið af trítilóðum börnum, kók í annarri og kransaköku í hinni... Stelpuskottunum þótti þetta samt alveg brjálæðislega spennandi og vildu endilega fá að skoða mig nánar. Þær linntu ekki látunum fyrr en ég lofaði að heimsækja þær á Selfoss og fara með þeim í sund, þar sem þær gætu skoðað mig nánar í meira viðeigandi umhverfi. ÞATS GONA HAPPEN!!!! NOT!!!!!
Þetta var VÆGAST sagt vandræðalegt....
Já, já annars er bara allt gott að frétta af mér fyrir utan það að ég sakna sjónvarpsfjarstýringarinnar minnar mjög mikið. Hún hefur ekki sést síðan í árshátíðareftirpartýinu þarna um daginn... Það hefur líklega einhver stungið henn óvart í veskið sitt eða tekið hana í misgripum fyrir td Lancome maskara, ginpela, karlmannsúr, hneppta svarta peysu eða vodkaflösku.
Allavega.... kæru félagar!!! ef þið hafið litla, grá og krúttlega fjarstýringu í fórum ykkar. PLÍS!!! skiliði henni þá til mín... Það er hrikalega pirrandi að þurfa að standa upp til að skipta um stöð eða hækka og lækka. Takk fyrir!!!
Og eitt að lokum:
Það er skelfilegt þegar maður er búinn að púla geðveikt í ræktinni, maður er sveittur og þreyttur en samt ósköp sæll með að hafa verið sona duglegur, maður er byrjaður að lyfta pínu en langar samt mest til að hætta bara í bili, þegar það kemur auglýsing sem hljóðar svo: hefur þú prófað nýja grillborgarann frá McDonalds? Extra stór, með bragðgóðri grillsósu og þreföldum osti.... JÁ!!!!! ég hef prófað hann!!! hugsar maður með geðveikisglampa í augunum og man svo eftir próteinbarinu, sem er álíka girnilegt og pappaspjald, sem bíður í bílnum eftir að verða étið sem hádegismatur.....
Pappaspjald eða löðrandi sveittur grillborgari???? Tja!!! skal ekki segja.... Vææææl!!!!
En viti menn.... ég stóðst freisinguna í þetta skiptið. Þrefalt húrra fyrir mér!!!!
ÉG ÞOLI EKKI ÞEGAR ÉG ER BÚIN AÐ EYÐA GEÐVEIKUM TÍMA Í AÐ SKRIFA ÚBERHRESSA FÆRSLU OG ÞRÁÐLAUSA NETKORTIÐ FRÁ SÍMANUM DETTUR ÚT Í MIÐRI BIRTINGU!!!! ARRRRGGG!!!
Tilraun tvö:
Jæja félagar!!! ég hafði það bara dúndugott um páskana, þemað var djamm, brjóst og fermingar!! Bróðir minn var fermdur á skírdag og mamma neyddi mig til að ganga með sér til altaris. Þá sleikti ég óvart puttann á prestinum þegar hann stakk upp í mig messuvínsbleyttri oblátunni. Honum þótti þetta fyndið og flissaði eins og smástelpa. Þetta var hressleikamessa út í eitt þar sem presturinn reytti af sér brandara í bland við blessunarorð...
Í veislunni varð ég fyrir árás frá tvíburafrænkum mínum, Döggu 1 og Döggu 2. þær hnoðuðust á mér, fiktuðu í hárinu og kysstu mig og knúsuðu. En þegar ég átti síst von á tókst annarri þeirra að fletta niður kjólnum mínum og eftir sat ég berbrjósta í miðri veislunni. Gamlar frænkur supu hveljur og litu undan en ungum frændum þótti þetta bara hresst og spennandi innlegg í mjög svo viðburðaríkt fermingarteiti. Ég reyndi þó að hysja upp um mig kjólinn eins fljótt og auðið var. það var þó hægara sagt en gert með fullt fangið af trítilóðum börnum, kók í annarri og kransaköku í hinni... Stelpuskottunum þótti þetta samt alveg brjálæðislega spennandi og vildu endilega fá að skoða mig nánar. Þær linntu ekki látunum fyrr en ég lofaði að heimsækja þær á Selfoss og fara með þeim í sund, þar sem þær gætu skoðað mig nánar í meira viðeigandi umhverfi. ÞATS GONA HAPPEN!!!! NOT!!!!!
Þetta var VÆGAST sagt vandræðalegt....
Já, já annars er bara allt gott að frétta af mér fyrir utan það að ég sakna sjónvarpsfjarstýringarinnar minnar mjög mikið. Hún hefur ekki sést síðan í árshátíðareftirpartýinu þarna um daginn... Það hefur líklega einhver stungið henn óvart í veskið sitt eða tekið hana í misgripum fyrir td Lancome maskara, ginpela, karlmannsúr, hneppta svarta peysu eða vodkaflösku.
Allavega.... kæru félagar!!! ef þið hafið litla, grá og krúttlega fjarstýringu í fórum ykkar. PLÍS!!! skiliði henni þá til mín... Það er hrikalega pirrandi að þurfa að standa upp til að skipta um stöð eða hækka og lækka. Takk fyrir!!!
Og eitt að lokum:
Það er skelfilegt þegar maður er búinn að púla geðveikt í ræktinni, maður er sveittur og þreyttur en samt ósköp sæll með að hafa verið sona duglegur, maður er byrjaður að lyfta pínu en langar samt mest til að hætta bara í bili, þegar það kemur auglýsing sem hljóðar svo: hefur þú prófað nýja grillborgarann frá McDonalds? Extra stór, með bragðgóðri grillsósu og þreföldum osti.... JÁ!!!!! ég hef prófað hann!!! hugsar maður með geðveikisglampa í augunum og man svo eftir próteinbarinu, sem er álíka girnilegt og pappaspjald, sem bíður í bílnum eftir að verða étið sem hádegismatur.....
Pappaspjald eða löðrandi sveittur grillborgari???? Tja!!! skal ekki segja.... Vææææl!!!!
En viti menn.... ég stóðst freisinguna í þetta skiptið. Þrefalt húrra fyrir mér!!!!