<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 19, 2005

Jæja félagar!!! Sæl á ný öllsömul og afsakið þetta óvænta hlé sem ég fór í...

En nú er ég komin aftur enn ferskari en áður. Þriggja daga þjóðhátíðarhelgi að baki og ég notaði hana sem upphitun fyrir aðra Þjóðhátíð... Ég hélt að þolið væri að minnka en ég hef aldrei verið sprækari!! Ég er greinlega tilbúin fyrir Eyjar 2005!!! Maður er komin með far með Dallinum og allt.

Helgin var heldur betur viðburðarík og hér kemur hún í hnotskurn:

SS starsmannapartý sem innihélt gífurlegan hressleika, geðveikan grillmat og tvö stykki gríðarlega myndarlega karlmenn, annan með bindi.
Áður en helgin var úti hafði sá myndarlegi með bindið þó breyst í hip hopara sem stundar Vegamót með lokk í eyranu og sá bindislausi hafði kynnt mig fjórum sinnum sem frænku sína!!! (við tengjumst í gegnum ættingja okkar EN VIÐ ERUM EKKI SKYLD!!!, ekki einu sinn pínulítið fjarskyld)
SS partýið fór í heild sinni á Players en þar sem enginn var þar vænlegur karlpeningurinn þá hélt ég í bæinn og tók "frænda" minn með. Mér varð þó fljótlega nóg boðið af þessu frændsystkinatali, stakk af og fann mér vænlegri djammfélaga. Biturleiki minn ágerðist er leið á kvöldið þrátt fyrir að ég væri nýklippt og strípuð í glænýjum gullskóm.
Ekki skánaði það þegar einhver stelpudrusla í Hlöllaröðinni sagði að ég væri ljót!!! ég dúndraði henni í götuna fyrir vikið.... henni brá svo að mér tókst að koma mér í burtu áður en hún stóð upp og skallaði mig. Hljóp grenjandi heim á nýju gullskónum mínum og sofnaði í öllum fötunum... Vaknaði svo með mesta höfuðverkjarcase ever á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga... drattaðist ekki á fætur fyrr en heyrði í lúðrasveitinni og klæddi mig úr gullskónum...

Eftir að hafa innbyrt lítra af Coca cola light varð ég eldspræk og til í tuskið í Röskvutjaldinu, fékk meira að segja hrós fyrir að líta vel út, svona skelþunn og skjálfandi. Merkilegt!!!
Stakk fljótlega af úr tjaldinu og sólaði mig með Evu Maríu á Austurvelli og sötraði bjór í leiðinni. Svo stóðum við kvöldvaktina í tjaldinu og skelltum okkur eftir það á Arnarhól til að reyna að upplifa stemmninga þrátt fyrir að dagskráin væri búin... það gekk bara ágætlega og nokkrir bjórar voru innbyrtir. Skemmtistaðirnir fengu nokkrir að njóta nærveru okkar en karlpeningurinn ekki. Fór bara heim með Nonna "vini" mínum sem var glóðvolgur að vanda.

Laugardagurinn fór í að tjilla í vinnunni, kíkja á slúðrið og flatmaga í sólinni, ákaflega indælt. Afmæli hjá Hrund um kvöldið, þar var stuð og stemning að vanda. Við stelpurnar gáfum henni baðvog og nammi, mjög viðeigandi...
Mér fannst ég þó ekki hafa gert nógu mikið af mér um helgina svo ég fór að senda óæskileg sms skilaboð á hina og þessa, bara til að krydda tilveruna aðeins. Aldrei þessu vant fékk ég svör við öllum skilaboðunum og það er eitthvað sem gerist ekki oft... Kannski er ég farin að velja mér betri sms félaga??? Og ekki nóg með það þá fékk ég líka nokkrar dularfullar símhringingar sem ég hef ekki enn komist til botns í. Þrátt fyrir ítarlega yfirferð á veraldarvefnum.
Skakkt númer??? Kannski!!!
Myndarlegur maður sem þurfti nauðsynlega að ná í mig??? vonandi!!!
Leitt að ég svaraði ekki....

Niðurstaða:

Óæskileg sms skilaboð: 6395
Svör við óæskilegum sms skilaboðum: 6395
Slagsmál: 1
Viðreynslur: 1-
Menn með bindi: 1
Hip hoparar: 1
Frændur: 1
Bjórar innbyrtir: 20+
Dularfullar símhringingar: 7

Ágætis helgi!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?