mánudagur, júlí 25, 2005
Er ég kem heim í Grundarfjörð bíður mín brund á jörð....
(höf. ferðafélaginn)
Ég elska Grundarfjörð!!! Grundarfjörður er æði og fólkið sem býr þar er hressasta og gestrisnasta fólk í heimi!!!
Börnin mín verða alin upp í Grundarfirði....
Fór á Góða stund í Grundó með Naríunni, þekkti engan, kynntist öllum.
Við lifðum okkur geðveikt inn í stemmninguna, gistum í Gula hverfinu, djömmuðum í rauða hverfinu, sniðum okkur svo gul dress fyrir skrúðgönguna og þjöppuðum okkur til hægri...
"Við sem búum í gula hverfinu,
besta hverfinu,
gula hverfinu"
Ég reddaði okkur á gestalista á Sálina með gífurlegum persónutöfrum mínum.... var sett bak við dyravarðaborðið og pikkaði út hverjir voru með mér, þessi og þessi, NEI!!! ekki þessi!!!! Verulega svalt... En ballið var sveitt, maður var löðrandi blautur af annarra manna svita. Þegar maður stóð við barinn og horfði yfir dansgólfið gat maður séð svitann slettast til og frá....
Við skelltum okkur svo í aðaltívolítækið á hafnarbakkanum eftir að hafa tekið heilan dag í að mana okkur upp. Skoluðum niður tveimur bjórum fyrst, pissuðum og fengum karlmann með okkur til halds og traust. Urðum fyrir verulegum vonbrigðum, tækið var prumpulélegt!!! Við hefðum kannski mátt segja okkur það, allavega eftir að 7 ára stelpa sem við hittum við kamrana sagði að það væri "geeeeðveikt" en maður fengi samt leið á því...
Kaffi 59 var aðalpleisið, þar var djammað og étið og étið og djammað og étið....
Blautum kossum náð á mynd- 1
Kalóríur innbyrtar- 30.000
Bjórar innbyrtir- 15+
Blautir kossar- 50
Vangadansar- 4
Kærastar- 0
Drulludelar- 1
Myndarlegir karlmenn- 53
Léleg tívólítæki- 1
Sveittir ballgestir- 800
Smeðjulegir hljómsveitagaurar- 2
Bílar uppi á þaki- 1
Sprittlampar- 5
.....Og svo eru það bara Eyjar
(höf. ferðafélaginn)
Ég elska Grundarfjörð!!! Grundarfjörður er æði og fólkið sem býr þar er hressasta og gestrisnasta fólk í heimi!!!
Börnin mín verða alin upp í Grundarfirði....
Fór á Góða stund í Grundó með Naríunni, þekkti engan, kynntist öllum.
Við lifðum okkur geðveikt inn í stemmninguna, gistum í Gula hverfinu, djömmuðum í rauða hverfinu, sniðum okkur svo gul dress fyrir skrúðgönguna og þjöppuðum okkur til hægri...
"Við sem búum í gula hverfinu,
besta hverfinu,
gula hverfinu"
Ég reddaði okkur á gestalista á Sálina með gífurlegum persónutöfrum mínum.... var sett bak við dyravarðaborðið og pikkaði út hverjir voru með mér, þessi og þessi, NEI!!! ekki þessi!!!! Verulega svalt... En ballið var sveitt, maður var löðrandi blautur af annarra manna svita. Þegar maður stóð við barinn og horfði yfir dansgólfið gat maður séð svitann slettast til og frá....
Við skelltum okkur svo í aðaltívolítækið á hafnarbakkanum eftir að hafa tekið heilan dag í að mana okkur upp. Skoluðum niður tveimur bjórum fyrst, pissuðum og fengum karlmann með okkur til halds og traust. Urðum fyrir verulegum vonbrigðum, tækið var prumpulélegt!!! Við hefðum kannski mátt segja okkur það, allavega eftir að 7 ára stelpa sem við hittum við kamrana sagði að það væri "geeeeðveikt" en maður fengi samt leið á því...
Kaffi 59 var aðalpleisið, þar var djammað og étið og étið og djammað og étið....
Blautum kossum náð á mynd- 1
Kalóríur innbyrtar- 30.000
Bjórar innbyrtir- 15+
Blautir kossar- 50
Vangadansar- 4
Kærastar- 0
Drulludelar- 1
Myndarlegir karlmenn- 53
Léleg tívólítæki- 1
Sveittir ballgestir- 800
Smeðjulegir hljómsveitagaurar- 2
Bílar uppi á þaki- 1
Sprittlampar- 5
.....Og svo eru það bara Eyjar
miðvikudagur, júlí 20, 2005
Halló halló!!!!
Sko krakkar ég vil koma því á framfæri hér og nú að síðan "Drottning djammsins" er ekki á mínum vegum...
Það virðast allir gruna mig um þennan nafnlausa verknað.
Þið hafið rangt fyrir ykkur!!!!
Ok ég er kannski drottning og ég djamma en ég skrifa undir nafni... mínar sögur eru alvöru, ég myndi aldrei setja eitthvað nafnlaust frá mér... Það er ekki ég, ekki Sólrún...
Er þetta þá komið á hreint!!!? Af hverju í fjandanum ætti ég líka að kommenta á eigin síðu undir "Drottning djammsins"??? Kommon krakkar... Ha!!
Sko krakkar ég vil koma því á framfæri hér og nú að síðan "Drottning djammsins" er ekki á mínum vegum...
Það virðast allir gruna mig um þennan nafnlausa verknað.
Þið hafið rangt fyrir ykkur!!!!
Ok ég er kannski drottning og ég djamma en ég skrifa undir nafni... mínar sögur eru alvöru, ég myndi aldrei setja eitthvað nafnlaust frá mér... Það er ekki ég, ekki Sólrún...
Er þetta þá komið á hreint!!!? Af hverju í fjandanum ætti ég líka að kommenta á eigin síðu undir "Drottning djammsins"??? Kommon krakkar... Ha!!
sunnudagur, júlí 17, 2005
Heimur versnandi fer.....
Mér varð það ljóst eftir að hafa lesið Fréttablaðið á fimmtudaginn, í blaðinu voru tvær greinar um málefni sem eru mér mjög ofarlega í huga þessa stundina. Önnur greinin fjallaði um það að bindi séu á leið úr tísku, karlmannsbindi takk fyrir og hin fjallaði um það að útihátíðir væru að deyja út......
Halló hvað er að gerast!!!! Karlmenn með bindi eru the sexiest thing!!!!! og útihátíðir eru the place to be!!!! Ég sé flott bindi áður en ég sé andlit, bindi getur gert miðlungsmyndarlegan mann að guðdómlegum drop dead gorgeous gæja.... Ég er mikil áhugamanneskja um bindi, vann einu sinni í herradeildinni í Hagkaup og gat endalaust gleymt mér í því að spá í samsetningar á skyrtum og bindum. Ég var algjör sérfræðingur og lét margan herramannin kaupa bindi og skyrtur í litum sem þeir kunnu ekki að nefna, og það hvarflaði ekki að þeim að kaupa flíkur í slíkum litum, ekki fyrr en ég kom til sögunnar og sannfærði þá, lét þá máta og hrósaði þeim!!! Toppsölumaður...
Ég segi bara: Lifi bindið!!! Þessi tískugúru sem reyna víkja bindinu úr vegi, geta bara troðið þessum tískuhugmyndum sínum upp í rassgatið á sér... og fundið sér nýjan starfsvettvang.
Karlmenn! ekki láta glepjast af þessum ranghugmyndum.
Sá dagur sem útihátíðin deyr verður svartur dagur í Íslandssögunni, sukkhátiðir um verslunarmannhelgina sem og aðar helgar eru hluti af menningararfleið okkar og mega alls ekki hverfa. Þeim íslensku ungmennum sem aldrei hafa migið í græna laut fjölgar stöðugt... Það er dapurlegt.... það er öllum hollt að míga í laut öðru hverju og hrista.... sofa í tjaldi, í lopasokkum með vettlinga. Ahhhh... mmmmm.... hljómar vel... Varðeldur, brekkusöngur, stemmningin... Kæra fólk, þetta má ekki deyja út.
Ég held reyndar að útihátíðin muni aldrei deyja út, sannir sveitaaðdáendur og útihátíðarstuðningsmenn sjá til þess. "Þú veist hvað ég meina mær....." Og allt það...
Mér varð það ljóst eftir að hafa lesið Fréttablaðið á fimmtudaginn, í blaðinu voru tvær greinar um málefni sem eru mér mjög ofarlega í huga þessa stundina. Önnur greinin fjallaði um það að bindi séu á leið úr tísku, karlmannsbindi takk fyrir og hin fjallaði um það að útihátíðir væru að deyja út......
Halló hvað er að gerast!!!! Karlmenn með bindi eru the sexiest thing!!!!! og útihátíðir eru the place to be!!!! Ég sé flott bindi áður en ég sé andlit, bindi getur gert miðlungsmyndarlegan mann að guðdómlegum drop dead gorgeous gæja.... Ég er mikil áhugamanneskja um bindi, vann einu sinni í herradeildinni í Hagkaup og gat endalaust gleymt mér í því að spá í samsetningar á skyrtum og bindum. Ég var algjör sérfræðingur og lét margan herramannin kaupa bindi og skyrtur í litum sem þeir kunnu ekki að nefna, og það hvarflaði ekki að þeim að kaupa flíkur í slíkum litum, ekki fyrr en ég kom til sögunnar og sannfærði þá, lét þá máta og hrósaði þeim!!! Toppsölumaður...
Ég segi bara: Lifi bindið!!! Þessi tískugúru sem reyna víkja bindinu úr vegi, geta bara troðið þessum tískuhugmyndum sínum upp í rassgatið á sér... og fundið sér nýjan starfsvettvang.
Karlmenn! ekki láta glepjast af þessum ranghugmyndum.
Sá dagur sem útihátíðin deyr verður svartur dagur í Íslandssögunni, sukkhátiðir um verslunarmannhelgina sem og aðar helgar eru hluti af menningararfleið okkar og mega alls ekki hverfa. Þeim íslensku ungmennum sem aldrei hafa migið í græna laut fjölgar stöðugt... Það er dapurlegt.... það er öllum hollt að míga í laut öðru hverju og hrista.... sofa í tjaldi, í lopasokkum með vettlinga. Ahhhh... mmmmm.... hljómar vel... Varðeldur, brekkusöngur, stemmningin... Kæra fólk, þetta má ekki deyja út.
Ég held reyndar að útihátíðin muni aldrei deyja út, sannir sveitaaðdáendur og útihátíðarstuðningsmenn sjá til þess. "Þú veist hvað ég meina mær....." Og allt það...
miðvikudagur, júlí 06, 2005
Krúttlegt krummaskuð, the place to be!!!
Ég fékk hugljómun núna um daginn eða vitrun.... Ég er búin að átta mig á hvað mig langar að gera. Ég fattaði skyndilega hvað mun gera mig hamingjusama, ég hef verið að leita hamingjunnar á röngum stöðum....
Mig langar að flytja.... Setjast að úti á landi í litlu krúttlegu þorpi eða kauptúni, gifta mig huggulegum herramanni í lítilli krúttlegri sveitakirkju og eignast svo fjögur huggulega krúttleg börn með herramanninum og lifa svo hamingjusöm til æviloka....
Heppilegir staðir sem ég hef í huga eru Grenivík, Þingeyri, Skagaströnd, Svalbarðseyri eða Súðavík. Eða bara eitthvað annað krúttlegt krummaskuð. Maður fær greitt með húsbyggingum í Súðavík og leikskólaplássin eru frí, sem er afar hentugt fyrir börnin mín fjögur. Þá þekki ég Þingeyrina eins og hægri höndina á mér, þar sleit ég ófáum barnaskónum, í orðsins fyllstu merkingu. Þegar strigaskórnir mínir eyðilögðust þá keypti amma handa mér nýja skó í kaupfélaginu, það þótti mér sjúklega spennandi. Fjólubláa skó með appelsínugulum svínum og þeir urðu strax uppáhalds skórnir mínir... Skórnir úr kaupfélaginu ahhhh... Sællar minningar....
Hina staðina þekki ég frekar lítið til en það er aukaatriði, þeir hljóma vel....
Ég er viss um að þetta er leiðin að hamingjunni. Ég er búin að reyna aðrar leiðir....
Þá er bara að finna þennan huggulega herramann sem er tilbúin að finna krúttleikan með mér...
Ábendingar vel þegnar!!!!
Ég fékk hugljómun núna um daginn eða vitrun.... Ég er búin að átta mig á hvað mig langar að gera. Ég fattaði skyndilega hvað mun gera mig hamingjusama, ég hef verið að leita hamingjunnar á röngum stöðum....
Mig langar að flytja.... Setjast að úti á landi í litlu krúttlegu þorpi eða kauptúni, gifta mig huggulegum herramanni í lítilli krúttlegri sveitakirkju og eignast svo fjögur huggulega krúttleg börn með herramanninum og lifa svo hamingjusöm til æviloka....
Heppilegir staðir sem ég hef í huga eru Grenivík, Þingeyri, Skagaströnd, Svalbarðseyri eða Súðavík. Eða bara eitthvað annað krúttlegt krummaskuð. Maður fær greitt með húsbyggingum í Súðavík og leikskólaplássin eru frí, sem er afar hentugt fyrir börnin mín fjögur. Þá þekki ég Þingeyrina eins og hægri höndina á mér, þar sleit ég ófáum barnaskónum, í orðsins fyllstu merkingu. Þegar strigaskórnir mínir eyðilögðust þá keypti amma handa mér nýja skó í kaupfélaginu, það þótti mér sjúklega spennandi. Fjólubláa skó með appelsínugulum svínum og þeir urðu strax uppáhalds skórnir mínir... Skórnir úr kaupfélaginu ahhhh... Sællar minningar....
Hina staðina þekki ég frekar lítið til en það er aukaatriði, þeir hljóma vel....
Ég er viss um að þetta er leiðin að hamingjunni. Ég er búin að reyna aðrar leiðir....
Þá er bara að finna þennan huggulega herramann sem er tilbúin að finna krúttleikan með mér...
Ábendingar vel þegnar!!!!