þriðjudagur, ágúst 30, 2005
Meira af karlmönnum
Jæja... ákvað að koma með nýja færslu þó að ég hati ennþá karlmenn, kannski núna more than ever!!!!!
....Og þeir hata mig eflaust líka allavega eftir síðustu helgi, ég er tík, ég veit.... Meira að segja KB-vinir okkar Evu Maríu sem grábáðu okkur um að koma með sér á Sólon, þeir stungu okkur af... þeir laumuðust burt í miðjum dansi.... frekar lélegt... en ég hata þá hvort eð er þannig mér er skítsama. Kannski ekki þá persónulega en þeir eru karlmenn....
Ef svo mikið sem einn strákræfill svo mikið sem reyndi að gefa mér hýrt auga þá hvæsti ég á hann... og þá er ég ekki að tala um svona kynæsandi hvæs og kisulóruklór heldur var ég meira svona eins og pirrað bjarndýr... þau kannski hvæsa ekki??? Ahhhh veit það ekki.
Tveir hættu sér samt nálægt mér og kynntu sig og ég hló bara af þeim eða lét eins og ég sæi þá ekki... ég skil ekki afhverju ég á ekki kærasta!!!!
Ég ætla svo rétt að vona að karlmenn sem.....
a) eiga kærastu en gleymdu að segja mér það
b) áttu kærustu í morgun en ekki lengur
c) vilja one night stand
d) eru sturlaðir og verða ástfangnir eftir korter og ofsækja mig í ár
e) ætla sér að fara illa með mig eftir að ég verð skotin í þeim
f) eru skíthælar að eðlisfari
....láti mig í friði hér eftir.
En samt er ég alveg hress sko!!!
Jæja... ákvað að koma með nýja færslu þó að ég hati ennþá karlmenn, kannski núna more than ever!!!!!
....Og þeir hata mig eflaust líka allavega eftir síðustu helgi, ég er tík, ég veit.... Meira að segja KB-vinir okkar Evu Maríu sem grábáðu okkur um að koma með sér á Sólon, þeir stungu okkur af... þeir laumuðust burt í miðjum dansi.... frekar lélegt... en ég hata þá hvort eð er þannig mér er skítsama. Kannski ekki þá persónulega en þeir eru karlmenn....
Ef svo mikið sem einn strákræfill svo mikið sem reyndi að gefa mér hýrt auga þá hvæsti ég á hann... og þá er ég ekki að tala um svona kynæsandi hvæs og kisulóruklór heldur var ég meira svona eins og pirrað bjarndýr... þau kannski hvæsa ekki??? Ahhhh veit það ekki.
Tveir hættu sér samt nálægt mér og kynntu sig og ég hló bara af þeim eða lét eins og ég sæi þá ekki... ég skil ekki afhverju ég á ekki kærasta!!!!
Ég ætla svo rétt að vona að karlmenn sem.....
a) eiga kærastu en gleymdu að segja mér það
b) áttu kærustu í morgun en ekki lengur
c) vilja one night stand
d) eru sturlaðir og verða ástfangnir eftir korter og ofsækja mig í ár
e) ætla sér að fara illa með mig eftir að ég verð skotin í þeim
f) eru skíthælar að eðlisfari
....láti mig í friði hér eftir.
En samt er ég alveg hress sko!!!
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Ég held að ég hafi verið að komast að niðurstöðu.....
ÉG HATA KARLMENN!!!!!!!
ÉG HATA KARLMENN!!!!!!!
sunnudagur, ágúst 21, 2005
Hvernig getur maður orðið svona fullur af einum bjór???
Rölti niður í bæ með Evu Maríu eftir vinnu á föstudaginn, vel sveitt og skítug eftir 16 stunda vinnudag... við ætluðum að kíkja í einn bjór á einhverri knæpunni. Stungum nefjunum inn á ansi margar, settumst inn sumstaðar og mátuðum sætin en fundum okkur einhvernveginn hvergi. Það var ekki fyrr en við mundum eftir Ara í Ögri að við vorum að tala saman. Þar hittum við huggulega herramenn svo voru í sömu erindagjörðum og við: Einn bjór... sem varð að sex og fjórum skotum.
Reyndum að skipta herrunum bróðurlega á milli okkar, það fór mis...
En engu að síður einkar ánægjulegt kvöld, dýrt en ánægjulegt....
Menningarnóttin var blaut... lét plata mig upp á Faxaskála til að horfa á flugeldasýninguna... og ég reyndi að segja fólki að það væri ástæða fyrir því að hliðið væri lokað, ok það var gat á girðingunni... en hliðið var lokað... sem við komumst að þegar við ætluðum niður aftur ásamt hinum 100 sem höfðu fengið sömu hugdettu... eitt lítið gat - hundrað manns...
Mér finnst rigningin góð, nene nenene vúóoóó!!! og allt það en öllu má ofgera og ég hafði ekki þolinmæði í að bíða með nýsléttaða hárið mitt eftir því að hinir 99 færu í gegnum gatið. Svo ég notaði bara þessa persónutöfra sem ég hef til að koma mér fremst... og ég komst fremst...
En hárið var ekki lengur slétt...
Notaði þessa sömu persónutöfra mína til að koma okkur Evu fram fyrir röðina á Celtic og við fórum fram fyrir röðina, með töskuna fulla af bjór... Það var nettur Eyjafílingur í manni þegar ég fór á klósettið og dró niður um mig rennblauta nærspjörina...
Kvöldið var svona líka glimrandi fínt, ég eignaðist tvo kærasta, sem ég dömpaði reyndar strax..
Málið er greinilega að fara nógu ljótur á djammið, sveittur og skítugur eða blautur og ógeðslegur... Hef nefnilega sjaldan fengið jafn margar viðreynslur á einni helgi. Alveg hreint með eindæmum ánægjulegt...
Peningum eytt: of mörgum
Viðreynslur: margar
Stig: mörg
SMS til afa: eitt, sem er of mikið
kærastar: enginn sem komið er
Vænleg kærastaefni: mörg
Símanúmer: þrjú
Óviðeigandi sms-sendingar: fjórar
Og Pétur!!! Þú ert yndislegur!!!
Rölti niður í bæ með Evu Maríu eftir vinnu á föstudaginn, vel sveitt og skítug eftir 16 stunda vinnudag... við ætluðum að kíkja í einn bjór á einhverri knæpunni. Stungum nefjunum inn á ansi margar, settumst inn sumstaðar og mátuðum sætin en fundum okkur einhvernveginn hvergi. Það var ekki fyrr en við mundum eftir Ara í Ögri að við vorum að tala saman. Þar hittum við huggulega herramenn svo voru í sömu erindagjörðum og við: Einn bjór... sem varð að sex og fjórum skotum.
Reyndum að skipta herrunum bróðurlega á milli okkar, það fór mis...
En engu að síður einkar ánægjulegt kvöld, dýrt en ánægjulegt....
Menningarnóttin var blaut... lét plata mig upp á Faxaskála til að horfa á flugeldasýninguna... og ég reyndi að segja fólki að það væri ástæða fyrir því að hliðið væri lokað, ok það var gat á girðingunni... en hliðið var lokað... sem við komumst að þegar við ætluðum niður aftur ásamt hinum 100 sem höfðu fengið sömu hugdettu... eitt lítið gat - hundrað manns...
Mér finnst rigningin góð, nene nenene vúóoóó!!! og allt það en öllu má ofgera og ég hafði ekki þolinmæði í að bíða með nýsléttaða hárið mitt eftir því að hinir 99 færu í gegnum gatið. Svo ég notaði bara þessa persónutöfra sem ég hef til að koma mér fremst... og ég komst fremst...
En hárið var ekki lengur slétt...
Notaði þessa sömu persónutöfra mína til að koma okkur Evu fram fyrir röðina á Celtic og við fórum fram fyrir röðina, með töskuna fulla af bjór... Það var nettur Eyjafílingur í manni þegar ég fór á klósettið og dró niður um mig rennblauta nærspjörina...
Kvöldið var svona líka glimrandi fínt, ég eignaðist tvo kærasta, sem ég dömpaði reyndar strax..
Málið er greinilega að fara nógu ljótur á djammið, sveittur og skítugur eða blautur og ógeðslegur... Hef nefnilega sjaldan fengið jafn margar viðreynslur á einni helgi. Alveg hreint með eindæmum ánægjulegt...
Peningum eytt: of mörgum
Viðreynslur: margar
Stig: mörg
SMS til afa: eitt, sem er of mikið
kærastar: enginn sem komið er
Vænleg kærastaefni: mörg
Símanúmer: þrjú
Óviðeigandi sms-sendingar: fjórar
Og Pétur!!! Þú ert yndislegur!!!
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Takk SS...
Þið haldið örugglega geðveikt öll að ég sé heilalaus ljóska sem hugsar bara um djamm og stráka og versla mér föt í frístundum.... En það er ég ekki!!!
Ég meina.... ég djamma alveg og mig langar alveg í kærasta og mér finnst alveg gaman að kaupa mér föt þegar ég á pening.... En heilalaus ljóska er ég ekki!!!
Það var samt ekkert eins og einhver væri að segja að ég væri það, þetta er bara svona fyrirbyggjandi ábending...
Lenti í skelfilegri pikköpplínu um helgina. Það settist hjá mér strákur og byrjaði að strjúka á mér bakið eins og við værum gamlir félagar, ég leit á hann og sá strax að við vorum ekki gamlir félagar. Þá sé ég að hann myndast til að hefja heimspekilegar samræður við mig. Þær voru ekki á döfinni hjá mér. En hann skynjar það ekki og eftir það var atburðarásin einhvernveginn svona:
Strákur: Hugsar þú mikið?
Ég: Já, það myndi ég segja....
Strákur: Nú er það?
Ég: já, já....
Strákur: Um hvað hugsarðu helst?
Ég: Bara ýmislegt
Strákur: Hugsarðu um afhverju þú ert hérna og hvernig heimurinn varð til?
Ég: Já já ég leiði hugann af því öðru hverju...
Strákur: Og hefðurðu komist að einhverri niðurstöðu?
Ég: Já, ég þarf á pissa.....
Hreint út sagt skelfilegt...
Ég er hins vegar miklu meira töff þegar ég tek mig til:
Ég: STÓRKAUP!!!! (bendi kúl á gaur og renni bjór yfir barinn til hans. Hann grípur...)
Ég: fáðér bjór....
Gaur: Takk!!!! SS!!! (og bendir kúl á móti)
Þið haldið örugglega geðveikt öll að ég sé heilalaus ljóska sem hugsar bara um djamm og stráka og versla mér föt í frístundum.... En það er ég ekki!!!
Ég meina.... ég djamma alveg og mig langar alveg í kærasta og mér finnst alveg gaman að kaupa mér föt þegar ég á pening.... En heilalaus ljóska er ég ekki!!!
Það var samt ekkert eins og einhver væri að segja að ég væri það, þetta er bara svona fyrirbyggjandi ábending...
Lenti í skelfilegri pikköpplínu um helgina. Það settist hjá mér strákur og byrjaði að strjúka á mér bakið eins og við værum gamlir félagar, ég leit á hann og sá strax að við vorum ekki gamlir félagar. Þá sé ég að hann myndast til að hefja heimspekilegar samræður við mig. Þær voru ekki á döfinni hjá mér. En hann skynjar það ekki og eftir það var atburðarásin einhvernveginn svona:
Strákur: Hugsar þú mikið?
Ég: Já, það myndi ég segja....
Strákur: Nú er það?
Ég: já, já....
Strákur: Um hvað hugsarðu helst?
Ég: Bara ýmislegt
Strákur: Hugsarðu um afhverju þú ert hérna og hvernig heimurinn varð til?
Ég: Já já ég leiði hugann af því öðru hverju...
Strákur: Og hefðurðu komist að einhverri niðurstöðu?
Ég: Já, ég þarf á pissa.....
Hreint út sagt skelfilegt...
Ég er hins vegar miklu meira töff þegar ég tek mig til:
Ég: STÓRKAUP!!!! (bendi kúl á gaur og renni bjór yfir barinn til hans. Hann grípur...)
Ég: fáðér bjór....
Gaur: Takk!!!! SS!!! (og bendir kúl á móti)
sunnudagur, ágúst 14, 2005
Helgin
-Ég hótaði manni líkamsmeiðingum í leigubílaröðinni í gær... eða í morgun... Hvað í fjandanum var ég samt að gera í leigubílaröðinni í morgun??!!! ég á heima niðri í miðbæ!!!
-Ég játaði stráknum sem ég var skotin í þegar ég var 16 ára ást mína, sagði honum að hann væri alltaf sá sem ég vildi!!!! Vaknaði svo útgrátin með gamla dagbók í hendinni!!!!
-Ég sló mann í hausinn með veskinu mínu í gærmorgun. Hann sagði mér nefnilega í óspurðum fréttum að ég væri feit!!! Afhverju í fjandanum er alltaf eitthvað ókunnugt fólk á Laugaveginum að tilkynna mér að ég sé feit eða ljót??!!! Ha??!!!! Ég geri mér fyllilega grein fyrir líkamsástandi mínu og útliti.
-Sló í gegn þegar rafmagnið fór af Kofanum í gær með því að taka norska júróvisjónlagið... kommón, kommón, kommón!!!! Kom af stað söngvakeppni. Maður verður að bjarga sér þegar rafmagn fer af. Staðnum var reyndar fljótlega lokað, veit ekki hvort söngvakeppnin átti þátt í því...
-Tók Ruslönudansinn á Celtic og fólk skildi ekkert í því afhverju ég ætti ekki kærasta....
-Hjálpaði Evu Maríu að hata karlmenn...
-Átti samræður um Kallana.is í strákapartýi og ég varði þá eins og þeir væru vinir mínir.... það var fyndið.
Stig, engin...
-Ég hótaði manni líkamsmeiðingum í leigubílaröðinni í gær... eða í morgun... Hvað í fjandanum var ég samt að gera í leigubílaröðinni í morgun??!!! ég á heima niðri í miðbæ!!!
-Ég játaði stráknum sem ég var skotin í þegar ég var 16 ára ást mína, sagði honum að hann væri alltaf sá sem ég vildi!!!! Vaknaði svo útgrátin með gamla dagbók í hendinni!!!!
-Ég sló mann í hausinn með veskinu mínu í gærmorgun. Hann sagði mér nefnilega í óspurðum fréttum að ég væri feit!!! Afhverju í fjandanum er alltaf eitthvað ókunnugt fólk á Laugaveginum að tilkynna mér að ég sé feit eða ljót??!!! Ha??!!!! Ég geri mér fyllilega grein fyrir líkamsástandi mínu og útliti.
-Sló í gegn þegar rafmagnið fór af Kofanum í gær með því að taka norska júróvisjónlagið... kommón, kommón, kommón!!!! Kom af stað söngvakeppni. Maður verður að bjarga sér þegar rafmagn fer af. Staðnum var reyndar fljótlega lokað, veit ekki hvort söngvakeppnin átti þátt í því...
-Tók Ruslönudansinn á Celtic og fólk skildi ekkert í því afhverju ég ætti ekki kærasta....
-Hjálpaði Evu Maríu að hata karlmenn...
-Átti samræður um Kallana.is í strákapartýi og ég varði þá eins og þeir væru vinir mínir.... það var fyndið.
Stig, engin...
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
SJÖHUNDRUÐOGÞRJÚSMS
Aftur er maður komin niður í Odda, PH-gildið í bláu sápunni er ennþá jafn slæmt og fólk notar ennþá kennaraklósettin innst til að drulla upp á bak.... þvílíkur viðbjóður!!!
Sit hérna með símann við hliðina á mér og pikka inn tvo nýja stafi í ritgerðina mína á hverjum klukkutíma... Er að vona ég fái bráðum sms frá huggulegum herramanni, rómantísks eðlis... vona að herramaðurinn bjóði mér í rómantískan kvöldbíltúr út í Gróttu þar sem við horfum saman á sólsetrið og kyssumst svo fullkomnum ástríðufullum kossi meðan geislar kvöldsólarinnar baða okkur í geislum sínum... svo horfir herramaðurinn djúpt í augun á mér og segir að ég sé fallegasta og áhugaverðasta kona sem hann hafi á ævinni kynnst...
Gubb... Nei samt ekki, þetta var einum of. Ég hugsa að slíkar aðstæður myndu valda mér meira hugarangri en ég þarf á að halda á akkúrat núna. Ííííúúúú... þetta var svo væmið að ég er ennþá að fá hroll.... Og það er ekki sól...
Ég þrái meiri spennu í líf mitt!!!
Las í blaði um að það væri tilvalið að senda sætum strák sms áður farið er á djammið og sjá svo hvort hann svari eða ekki.
Þá er spennan sko: Svarar hann eða svarar hann ekki!!! úúúú!!!
Oft reynt þetta, þeir svara oftast og svo svarar maður á móti og svo gengur það svoleiðis allt kvöldið og það hættir að vera spennandi... Maður situr bara uppi með símreikining upp á 703 sms. SJÖHUNDRUÐOGÞRJÚSMS!!!! Geri aðrir betur. Og þar á meðal eitt til afa!!!!
Ætla að reyna að vinna í þessu með spennuna um helgina... Spennandi....
Aftur er maður komin niður í Odda, PH-gildið í bláu sápunni er ennþá jafn slæmt og fólk notar ennþá kennaraklósettin innst til að drulla upp á bak.... þvílíkur viðbjóður!!!
Sit hérna með símann við hliðina á mér og pikka inn tvo nýja stafi í ritgerðina mína á hverjum klukkutíma... Er að vona ég fái bráðum sms frá huggulegum herramanni, rómantísks eðlis... vona að herramaðurinn bjóði mér í rómantískan kvöldbíltúr út í Gróttu þar sem við horfum saman á sólsetrið og kyssumst svo fullkomnum ástríðufullum kossi meðan geislar kvöldsólarinnar baða okkur í geislum sínum... svo horfir herramaðurinn djúpt í augun á mér og segir að ég sé fallegasta og áhugaverðasta kona sem hann hafi á ævinni kynnst...
Gubb... Nei samt ekki, þetta var einum of. Ég hugsa að slíkar aðstæður myndu valda mér meira hugarangri en ég þarf á að halda á akkúrat núna. Ííííúúúú... þetta var svo væmið að ég er ennþá að fá hroll.... Og það er ekki sól...
Ég þrái meiri spennu í líf mitt!!!
Las í blaði um að það væri tilvalið að senda sætum strák sms áður farið er á djammið og sjá svo hvort hann svari eða ekki.
Þá er spennan sko: Svarar hann eða svarar hann ekki!!! úúúú!!!
Oft reynt þetta, þeir svara oftast og svo svarar maður á móti og svo gengur það svoleiðis allt kvöldið og það hættir að vera spennandi... Maður situr bara uppi með símreikining upp á 703 sms. SJÖHUNDRUÐOGÞRJÚSMS!!!! Geri aðrir betur. Og þar á meðal eitt til afa!!!!
Ætla að reyna að vinna í þessu með spennuna um helgina... Spennandi....
sunnudagur, ágúst 07, 2005
Hæ ég er í leik, viltu koma í sleik?
Orðin hér að ofan lýsa helginni eiginlega í hnotskurn...
Af einhverjum ástæðum vaknaði ég með myllu á handleggnum í morgun, frétti að einhver hefði vaknað með karlmannskynfæri á handleggnum. Þau voru sko teiknuð, þau lágu ekki bara þar og enginn kannaðist við neitt!!! Enda hefði það verið afspyrnu einkennilegt...
Þetta var alveg hressleika helgi út í eitt, stanlaust stuð og mér leið eins og ég væri í ferðalagi, gerðist nefnilega félagi í hópi hústökufólks sem hertók íbúð eina in the west side. Þar hreiðruðum við um okkur, aldraðri konu á neðri hæðinni til mikils ama. Hún hefði kannski alveg verið hress... ef við hefðum ekki byrjað hústökuna á því að reyna að komast inn í íbúðina hennar, með lykli.... Misskildum eitthvað merkingarnar og reyndum við rangar dyr. Ég meina, ein hæð til eða frá, er það eitthvað??
Nýttum íbúðina aðallega í partýhald og pizzuát... einstaklega nett og notalegt.
Og breyttumst svo í villidýr þegar við komum í bæinn...
Gáfum leigubílstjóra einum smjörþefinn af því hvernig stökukeppni fer fram og ég vissi ekki hvert maðurinn ætlaði, hann gjörsamlega ærðist úr hlátri, hristist allur og skalf.... Því var ei að leyna...
Þetta var eldri maður með sixpensara og hann er örugglega ennþá að hlæja af okkur.
Svo kynntist ég nýju fólki um helgina, sumu hressu og skemmtilega öðru geðveiku sem reyndi að kyrkja mig...
Brjáluð stemmning á Keltic eða Seltic whatever og sleikir!!!! Sleikir á kofanum, "lífið er yndislegt" á hressó og sleikir og bestu Hlöllar í heimi.
Allsherjarsnilld...
Orðin hér að ofan lýsa helginni eiginlega í hnotskurn...
Af einhverjum ástæðum vaknaði ég með myllu á handleggnum í morgun, frétti að einhver hefði vaknað með karlmannskynfæri á handleggnum. Þau voru sko teiknuð, þau lágu ekki bara þar og enginn kannaðist við neitt!!! Enda hefði það verið afspyrnu einkennilegt...
Þetta var alveg hressleika helgi út í eitt, stanlaust stuð og mér leið eins og ég væri í ferðalagi, gerðist nefnilega félagi í hópi hústökufólks sem hertók íbúð eina in the west side. Þar hreiðruðum við um okkur, aldraðri konu á neðri hæðinni til mikils ama. Hún hefði kannski alveg verið hress... ef við hefðum ekki byrjað hústökuna á því að reyna að komast inn í íbúðina hennar, með lykli.... Misskildum eitthvað merkingarnar og reyndum við rangar dyr. Ég meina, ein hæð til eða frá, er það eitthvað??
Nýttum íbúðina aðallega í partýhald og pizzuát... einstaklega nett og notalegt.
Og breyttumst svo í villidýr þegar við komum í bæinn...
Gáfum leigubílstjóra einum smjörþefinn af því hvernig stökukeppni fer fram og ég vissi ekki hvert maðurinn ætlaði, hann gjörsamlega ærðist úr hlátri, hristist allur og skalf.... Því var ei að leyna...
Þetta var eldri maður með sixpensara og hann er örugglega ennþá að hlæja af okkur.
Svo kynntist ég nýju fólki um helgina, sumu hressu og skemmtilega öðru geðveiku sem reyndi að kyrkja mig...
Brjáluð stemmning á Keltic eða Seltic whatever og sleikir!!!! Sleikir á kofanum, "lífið er yndislegt" á hressó og sleikir og bestu Hlöllar í heimi.
Allsherjarsnilld...
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
....Rómantík og reyktur lundi...Eyjar 2005!!!
Já ég slafraði í mig einu lundakríli yfir helgina en það fór lítið fyrir rómantíkinni sem ég ætlaði að njóta undir stjörnusalnum inní Herjólfsdalnum.
Komst þó mjög nálægt því að tæla einn ungan eyjapeyja, afleysingalöggu sem fílaði Ragga Bjarna í ræmur. Við vorum alveg komin í djúpar pólitískar samræður þegar ég þurfti að tappa af eftir verulega bjórdrykkju. Týndi peyjanum og frétti svo af honum seinna um kvöldið sleikja andlitið á einhverri gæru upp við mylluna, bölvaður melurinn!!!!
En þrátt fyrir skort á rómantík og ofgnótt rigningar þá var stemmningin ólýsanleg, ógleymanleg og óendanlega frábær... Maður gleymdi því hvað maður var orðinn blautur þegar Grafík tók "Mér finnst rigningin góð, ne ne ne ne vúúhó!!!" í úrhellisrigningardembunni. Brekkan var lýst upp og allir stóðu og sungu með, þvílíkt og annað eins.... ahhhhhhh.......mmmm
Á ákveðnum tímapunkti var bleytustaðan þó orðin svo slæm að 66 gráður norður stakkurinn minn var blautur í gegn, hver einasta spjör var blaut og þar með talin nærspjörin. Að fara á klósettið var stór aðgerð, að ná niður um sig öllum þessum blautu spjörum var ekki auvelt með slíkt áfengismagn í blóðinu og raun bar vitni. Ég var alvarlega farin að gæla við þá hugmynd að láta þetta bara gossa þar sem ég stóð, ég hefði ekki fundið muninn hvort eð er... En þá stytti upp!!!!
Þegar rigningin var sem mest skriðum við Eva inn í höstltjald og hnoðuðum saman nokkrum stökum í tilefni dagsins, þá fannst okkur líka alveg tilefni til þess að senda sms stökur til nokkurra vel valinna aðila. Semsagt ef þú fékkst stöku þá varstu vel valin... vel valin.... Eva stoppaði mig samt af áður en ég fór að velja of vel.. takk Eva takk...
En þetta var semsagt eina viðvera mín í höstltjaldinu sem var sérstaklega sett upp fyrir stanslausan gestagang.
Það var alltaf brjáluð stemmning í hvíta tjaldinu hjá fjölskyldunni hennar Evu, þvílík hressleikafjölskylda. Hilmar og Freyja fá alveg 26 rokkprik fyrir stuðið, já sem og hinir ættingjarnir.... Nú er úti norðanvindur..... en það er betra skita.......
Og ég sá Árna löðrunga Hreim, hann skal sko ekki reyna að þræta fyrir það. Dvölin á Kvíabryggju hefur greinilega ekkert kennt honum. Það hefur eflaust ekki verið notalegt að fá hramminn á Árna í andlitið, hrjúfan og siggkendan eftir skúlptúrgerð og gítarspil. Árni hefði kannski frekar átt að hluta á boðskapinn hjá strákunum í stað þess að reyna að rota þá: Lífið er yndislegt, það er rétt að byrja hér.... Mundu það Árni!!!
Ég vil Bubba í brekkusönginn á næsta ári!!!! Já eða kannski bara Ragga Bjarna. Flottur jakki, tvít, tvít, tvít...
Á mánudagsmorgninum var ég farin að hugsa mjög skrýtnar hugsanir sökum lítillar viðveru í höstltjaldinu og skorts á rómantík.... Ég var farin að gjóa augunum í átt til nokkurra vafasamra aðila. Ég þakka fyrir að áfengsbirðir mínar voru uppurnar á þessum tíma.... annars hefði ég þurft að sjá eftir einhverju... fjúfff...
Sat hliðina á nokkrum meðlimum í köllunum. is í dallinum á leiðinni heim. Ég horfði á mynd með Hillary Duff meðan þeir slefuðu á axlirnar hver á öðrum. Það þótti mér sérlega merkilegt í ljósi þess sem ég las í Gilzenegger pistli um Eyjar í DV. Gilzeneggerinn sagði að í öllum hópum ætti alltaf að vera einn gaur sem passaði að hinir sofnuðu ekki, hvorki á leiðnni til Eyja né frá Eyjum. Þeir hafa eitthvað klikkað á sinni eigin speki þarna.... Lélegt strákar!!!
Dettur mér þá í hug staka:
Sjáumst að ári eyjan mín góð
og takk fyrir mig og mína.
Næst mun ég reyna alveg óð
við eyjapeyjana þína.
Já ég slafraði í mig einu lundakríli yfir helgina en það fór lítið fyrir rómantíkinni sem ég ætlaði að njóta undir stjörnusalnum inní Herjólfsdalnum.
Komst þó mjög nálægt því að tæla einn ungan eyjapeyja, afleysingalöggu sem fílaði Ragga Bjarna í ræmur. Við vorum alveg komin í djúpar pólitískar samræður þegar ég þurfti að tappa af eftir verulega bjórdrykkju. Týndi peyjanum og frétti svo af honum seinna um kvöldið sleikja andlitið á einhverri gæru upp við mylluna, bölvaður melurinn!!!!
En þrátt fyrir skort á rómantík og ofgnótt rigningar þá var stemmningin ólýsanleg, ógleymanleg og óendanlega frábær... Maður gleymdi því hvað maður var orðinn blautur þegar Grafík tók "Mér finnst rigningin góð, ne ne ne ne vúúhó!!!" í úrhellisrigningardembunni. Brekkan var lýst upp og allir stóðu og sungu með, þvílíkt og annað eins.... ahhhhhhh.......mmmm
Á ákveðnum tímapunkti var bleytustaðan þó orðin svo slæm að 66 gráður norður stakkurinn minn var blautur í gegn, hver einasta spjör var blaut og þar með talin nærspjörin. Að fara á klósettið var stór aðgerð, að ná niður um sig öllum þessum blautu spjörum var ekki auvelt með slíkt áfengismagn í blóðinu og raun bar vitni. Ég var alvarlega farin að gæla við þá hugmynd að láta þetta bara gossa þar sem ég stóð, ég hefði ekki fundið muninn hvort eð er... En þá stytti upp!!!!
Þegar rigningin var sem mest skriðum við Eva inn í höstltjald og hnoðuðum saman nokkrum stökum í tilefni dagsins, þá fannst okkur líka alveg tilefni til þess að senda sms stökur til nokkurra vel valinna aðila. Semsagt ef þú fékkst stöku þá varstu vel valin... vel valin.... Eva stoppaði mig samt af áður en ég fór að velja of vel.. takk Eva takk...
En þetta var semsagt eina viðvera mín í höstltjaldinu sem var sérstaklega sett upp fyrir stanslausan gestagang.
Það var alltaf brjáluð stemmning í hvíta tjaldinu hjá fjölskyldunni hennar Evu, þvílík hressleikafjölskylda. Hilmar og Freyja fá alveg 26 rokkprik fyrir stuðið, já sem og hinir ættingjarnir.... Nú er úti norðanvindur..... en það er betra skita.......
Og ég sá Árna löðrunga Hreim, hann skal sko ekki reyna að þræta fyrir það. Dvölin á Kvíabryggju hefur greinilega ekkert kennt honum. Það hefur eflaust ekki verið notalegt að fá hramminn á Árna í andlitið, hrjúfan og siggkendan eftir skúlptúrgerð og gítarspil. Árni hefði kannski frekar átt að hluta á boðskapinn hjá strákunum í stað þess að reyna að rota þá: Lífið er yndislegt, það er rétt að byrja hér.... Mundu það Árni!!!
Ég vil Bubba í brekkusönginn á næsta ári!!!! Já eða kannski bara Ragga Bjarna. Flottur jakki, tvít, tvít, tvít...
Á mánudagsmorgninum var ég farin að hugsa mjög skrýtnar hugsanir sökum lítillar viðveru í höstltjaldinu og skorts á rómantík.... Ég var farin að gjóa augunum í átt til nokkurra vafasamra aðila. Ég þakka fyrir að áfengsbirðir mínar voru uppurnar á þessum tíma.... annars hefði ég þurft að sjá eftir einhverju... fjúfff...
Sat hliðina á nokkrum meðlimum í köllunum. is í dallinum á leiðinni heim. Ég horfði á mynd með Hillary Duff meðan þeir slefuðu á axlirnar hver á öðrum. Það þótti mér sérlega merkilegt í ljósi þess sem ég las í Gilzenegger pistli um Eyjar í DV. Gilzeneggerinn sagði að í öllum hópum ætti alltaf að vera einn gaur sem passaði að hinir sofnuðu ekki, hvorki á leiðnni til Eyja né frá Eyjum. Þeir hafa eitthvað klikkað á sinni eigin speki þarna.... Lélegt strákar!!!
Dettur mér þá í hug staka:
Sjáumst að ári eyjan mín góð
og takk fyrir mig og mína.
Næst mun ég reyna alveg óð
við eyjapeyjana þína.