<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, september 28, 2005

Karlmenn teknir í sátt
Jæja... ekki seinna vænna að gera upp atburði helgarinnar enda kominn fimmtudagur.
Á föstudagskvöldið var farið með KB - vini á Stúdentakjallarann að þeirra ósk, þ.e.a.s. KB - vinanna. Okkur Evu fannst það fyndið og þeim á Stúdentakjallaranum fannst það fyndið en ég held að jakkafata, bindis og ullarfrakkaklæddu KB - vinunum hafi ekkert fundist það neitt fyndið, þeim fannst það bara skemmtilegt enda í miklum eðalfélagsskap mín og Evu Maríu.
Föstudagskveldið einkenndist af edrúmennsku okkar stúlknanna og gífurlegum fullleika allra annarra sem á vegi okkar urðu. Fengum við því nóg og héldum heim á leið...

Laugardagurinn var ívið hressari. Skellti mér á SS-Barkann (þeir sem ekki geta gert sér hugarlund um hvað það er, þá er það söngvakeppni hressleika SS-starfsmanna sem var haldin á Hvolsvelli). SS stendur alltaf fyrir sínu, hvort sem það eru pylsur eða djamm.
Það vantaði þó nokkra djammbolta á svæðið, sem sjaldan láta sig vanta... en gerðu samt í þetta skiptið... shame on them!!!
En við sem vorum mætt á svæðið, tilbúin í djammgallanum létum það ekki á okkur fá. Lagt var af stað um fjögurleytið með langferðabíl frá Reykjavík og flaut þar ölið eins og í bestu vísindaferð. Bjórinn rann ljúflega niður en þegar komið var að Kömbunum þá var tekin upp Gajolskot flaska....
Já kæru félagar hjá SS þá drekkum við Gajolskot úr plastglösum, athugið!!! plastGLÖSUM ekki skotglösum. Sat ég því í rútu um fimmleytið með bjór í annarri og glas hálfullt af Gajoldrulli í hinni og drakk úr til skiptis... Þetta Gajolstöff var eiginlega einum of mikið af því góða og laumaðist ég til að hella aðeins úr mínu á Hellu!!!

Pólskir starfsmenn SS íklæddir í galladress frá toppi til táar áttu salinn á Hvolsvelli enda 100% mæting úr þeirra röðum. Rjóðar og bústnar heimasætur létu sig heldur ekki vanta, komnar beint úr sláturhúsinu. Okkur fáu hræðunum úr Reykjavík dugði eitt skitið borð í salnum.
Til að vekja athygli á veru okkar þarna tókum við upp á því að vera með dólgslæti og fjöldi söngvara frá Reykjavík enduspeglaði engann veginn hlutfall okkar í salnum.
Einar sá til þess að við stelpurnar værum ekki einar. Alltaf sami herramaðurinn!!!!! Hinir karlmennirnir stóðu líka alveg fyrir sínu... Þeir eru svo indælir þessir SS menn. Ég er sko alveg að taka karlmenn í sátt.. Maður á víst ekki að dæma allan kynstofninn þrátt fyrir ítrekaða óheppni. Það leynast þarna gullmolar inn á milli, það er nokkuð ljóst.

Á leiðinni heim var ég hressa manneskjan þrátt fyrir ótæpilega drykkju... Reyndi að starta fjöldasöng en hann dó út áður en við komum á Selfoss... þ.e.a.s það dóu allir nema ég... Ég hummaði því bara fylleríisvísur ein til að yfirgnæfa hroturnar í liðinu og hélt áfram að lepja mjöðinn.

Mætti hin hressasta í Röskvugeim og var greinilega feti framar en flestir, enda ekki allir sem drekka Gajol í plastglösum um miðjan dag... Svo var það bara Kofinn og Celtic, klassastaðir sem klikka aldrei!

Og það sem mikilvægast er: Það eru ekki allir strákar slæmir!!!

fimmtudagur, september 22, 2005

Klukk???
Eva María klukkaði mig!!!
Ég skil ekki alveg þetta klukkdæmi en ég get sosum komið með fimm staðreyndir um mig, ég er hvort eð er vön að gaspra öllu um allt!!

Einu sinni þegar ég var að setja saman hillusamstæðu þá missti ég skiptilykil á fótinn á mér, fékk pínulítið sár en út frá því bólgnaði fóturinn á mér og roðnaði og ég fékk blóðeitrun...

Ég hef einungis verið í föstu sambandi með strákum sem heita Agnar... þá er ég að tala um í fleirtölu...

Ég var bara átta merkur þegar ég fæddist... Ég var svo lítil að ég komst fyrir í skókassa. Veit samt ekki hvort foreldrar mínir tékkuðu á því í alvöru eða hvort þau segja það bara.

Ég er með sjálfsofnæmi sem ekkert er hægt að gera í... Það einkennist aðallega af því að ég fæ vírus í augun á vorin og haustin. Í gamla daga fékk ég lyf við því sem innhéldu stera en nú vill læknirinn minn ekki skrifa upp á þau. Ég held að hann haldi að ég misnoti sterana og geri mér upp vírusinn.

Ég hef ekki vaskað upp heima hjá mér síðan í mars.... síðast þegar ég réðst til atlögu við uppvaskið þá henti ég öllu leirtauinu. Ég átti hvort eð er svo mikið og þurfti að endurnýja. Nú er samt vaskurinn aftur orðinn fullur svo það er spurning hvað maður gerir...

Og þá klukka ég: Helgu Þóru, Hrund, Sirrý, Atla Rafns og Agga

mánudagur, september 19, 2005

Hæææææææ!!!!
Ég var búin að skrifa hérna ákaflega hressa færslu um föstudagskvöldið sem innihélt greingóðar lýsingar á atburðum Röskvupartýs og nýnemaballs Röskvu. Samkvæmt upplýsingum annarra því ekkert mundi ég sjálf....
Í færslunni komu fram orð og setningar á borð við nekt, Tópasskot, fótboltaspil, legið uppi á fótboltaspili (get ekki ímyndað mér hvers vegna), grátur, hlátur, dottið niður stiga, marblettir á rössum, trúnó á klósetti ( og þá meina Á klósetti, ósiðleg sms, óviðeigandi sms, bjórum hellt niður meðan legið var uppi á fótboltaspili ( er ennþá ekki að skilja hvers vegna), klístruð gólf.... og ýmislegt fleira...

Var alveg að fara að birta færsluna þegar ég áttaði mig á því að hún væri á mörkunum að vera birtingarhæf, slík voru ósiðlegheitin...

Ákvað því að save-a hana as a draft og hugsa málið um stund...

......er ennþá að hugsa málið um stund...

miðvikudagur, september 14, 2005

Karlmenn!!! Hvað er nú það???
Ég biðst forláts á bloggleti minni... Mér dettur bara ekkert annað í hug nema karlmenn þessa dagana og tók meðvitaða ákvörðun um að reyna að hemja mig í yfirdrulli á óæðra kyninu um stund. Ég hugsa að þetta yfirdrull verði mér ekki til framdráttar og hjálpi mér ekki í örvæntingafullri lét minni af hinum eina sanna draumaprinsi, sérstaklega ekki þar sem ákveðið dagblað á hér á landi ákvað að koma því opinberlega á framfæri að ég hataði karlmenn, takk fyrir það!!!

Málið með mig er að mig langar alltaf í þann sem ég get ekki fengið og ef ég get fengið þann sem mig langar í þá hættir mig að langa í hann. Ef það er einhver sem vill mig þá vill ég hann ekki... fyrr en hann hættir að vilja mig og er helst kominn með kærustu, þá langar mig í hann sem aldrei fyrr.
Þetta gæti verið orsakavaldur þeirrar bitru stöðu sem ég er í....

En ég er samt alveg einstaklega óheppin stúlka, það geta flestir sem mig þekkja vottað samviskusamlega.
Það gerist ósjaldan að maður heyrir: SÓLRÚN!!!! hvernig ferðu að þessu?!!! eða: þetta er eitthvað sem bara þér tekst að koma þér í!!!

Hef ég því ákveðið að setjast í helgan stein í karlmannsleit... Um sinn allavega... Og hef ég líka ákveðið að venda mínu kvæði í kross og hætta að drulla yfir karlmenn, þeir eru alveg ágætir sumir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?