<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, október 19, 2005

Gul blóm og fleira stöff
Það hangir actually flennistórt gult Vökublóm uppi á vegg heima hjá mér!!! Ég veit ekki hvort það tengist eitthvað veru minni í Sjálfstæðisflokkslandsfundareftirpartýinu á föstudaginn.... Varla... tengist það eitthvað???
Kannski ég hafi bara tekið það einhversstaðar ófrjálsri hendi eins og pundin sem ég reif niður af veggjunum á Dubliners um árið eða öll hnífapörin sem ég hnuplaði af Subway um daginn.... Hvur veit...
En eitt veit ég þó, það fer fljótlega niður eins og allt annað sem hangir á veggjunum heima hjá mér.... (Sem er við nánari athugun ekkert) Því ég er að flytja!!! Bara á eftir eða á morgun eða eitthvað!!! Á Ásvallagötu 1 og þá megið þið alltaf koma í heimsókn, ég skal meira að segja plögga kaffi og stöff fyrir þá sem eru fyrir svoleiðis.
Þetta er sko alvöru heimili með baðherbergi, eldavél í fullri stærð, sér þvottavélatengi og öllu.

Annars er það að frétta af honum Frissa mínum að hann er látinn... Erfidrykkjan fór heldur betur úr böndunum því íbúðin fylltist af fiðrildum sem vildu votta honum virðingu sína... Þetta var eiginlega frekar óhugnalegt, það voru fiðrildi út um allt. Þetta var eiginlega bara viðbjóðslegt!! Og þar sem fiðrildi lifa bara í sólarhring þá er ég búin að vera að skúbba fiðrildaleifum úr rúminu mínu frá því um helgina... Vðöakk!!!

mánudagur, október 10, 2005

Frissi fiðrildi
Ég hef eignast nýjan félaga, kýs að kalla hann Frissa... Hann flutti inn til mín fyrir helgina og hefur ekki farið út síðan. Hann er það stór að fyrst þegar ég sá hann fylltist ég viðbjóði og hugðist murka úr honum lífið með klósettpappír. En þegar ég mundaði pappírinn yfir honum þá horfuðmst við í augu og mér fannst hann biðjast vægðar. Gat því ekki fengið það af mér að drepa hann og henti morðvopninu ónotuðu í ruslið. Hann Frissi er fiðrildi, hann er það fyrsta sem ég sé þegar ég vakna á morgnanna og það síðasta sem ég sé áður en ég sofna á kvöldin. Hann er orðinn fastur punkur í tilverunni hjá mér. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra fyrir honum að bráðum þurfi ég að flytja og að hann geti ekki komið með.

Þegar ég var lítil stúlka á Þingeyri þá gátum við Sirrý frænka hlaupið um tímunum saman og veitt fiðrildi. Við vorum ekkert bara að loka þau í lófunum okkar og óska okkur eins og margir krakka gera. Nei!!! Við veiddum þau í krukkur og reyndum að gefa þeim að borða... Alveg þangað til að amma sagði okkur að fiðrildi lifðu bara í sólarhring eða svo. Þá fannst okkur þetta ekkert spennandi lengur og snérum okkar að öðrum dýrum eins og marflóm sem við höfðum í ísboxi í eldhúsinu hjá ömmu og marglyttum sem við söfnuðum í kaupfélagspoka og geymdum í kjallaranum...

Samkvæmt upplýsingum frá ömmu þá ætti Frissi eiginlega að vera löngu dauður, en ég er nokkuð viss um að hann er það ekki. Hann hreyfir sig örlítið öðru hverju þó hann sé alltaf á sama veggnum..

Í dag lærði ég lexíu: Sólrún!!! Vertu róleg....

laugardagur, október 08, 2005

Helgi hinna miklu uppgjöra
Októberfest var bara snilldin ein, tók báða dagana á þetta eins og alvöru bjórsvelgur. Skálaði og skálaði og ölið skvettist!!! Þarna voru bara allir sem ég þekki; Röskvuvinir mínir, Vökuvinir mínir, Meló-saumóvinir mínir, KB-vinir mínir, báðir Aggarnir, frændur mínir og ófrændur, stjórnmálafræðivinir mínir og nýirvinir mínir og allir skáluðu!!!

Ég átti nokkur góð og nauðsynleg samtöl við nokkra góða menn og mér leið svo vel á eftir að ég varð bara að skála meira og meira!!! Skál fyrir því!!!
Það má eiginlega segja að þessi helgi hafi verið helgi hinna miklu uppgjöra og nú tekur bara við betri tíð með blóm í haga og allt það... Sem er frábært!! Ég trúi því varla að það sé sunnudagur og það er enginn sunnudagur í mér, enginn biturleiki, engin sjálfsvorkunn, engar búðarferðir, bara gleði, gleði!!!

Eftir góða fimmtudagsdrykkju startaði hluti af meló-saumó teyminu föstudagsdrykkjunni í helvíti nettri KB vísindaferð og hin kunnulegu orð: "klukkan er hálfsjö og ég er ölvuð", heyrðust ítrekað frá einni skvísunni. Það veit yfirleitt ekki á gott enda var sú hin sama farin heim í ölæði sínu fyrir tíu. Bömmer!!!ÞVÍ ÞAÐ VAR SVO GAMAN!!!
Ég lifði alveg fram efir nóttu og var hressa manneskjan allan tímann, alveg ótrúlegt, enginn daufur kafli. Ég held bara að þessi hugarfarsbreyting mín sé að takast.

Svo var ég bara heima í gær, horfði á alla endursýndu þættina á skjá einum og á sirkus og sofnaði að lokum yfir Evítu. Það er skrýtið að vakna svona óþunn á sunnudegi... Nú vantar mig bara kærasta til að kúra með yfir vídjómynd. Það myndi fullkomna helgina. Skál fyrir því!!!

þriðjudagur, október 04, 2005

Nýtt líf hafið
Ég virðist vera ómissandi þáttur í lífi fólks og ætla ég því að rita hér nokkur orð öðrum til yndisauka.
Fór í vísindaferð í Fróða síðasta föstudag með stjórnmálafræðiliðinu. Þar sat Reynir Traustason fyrir svörum, eða hann stóð reyndar en það er önnur saga... Mér finnst hann töff náungi hann Reynir, hatturinn er kúl og hann kann að svara fyrir sig. Hann fékk margar heimskulegar og yfirdrull spurningar fá misfróðum stjórnmálafræðinemum sem sumir voru fullæstir og vildu helst að hann játaði allar persónulegar syndir sínar fyrir okkur. Ekki viðeigandi!!! Hann tæklaði allar þessar spurningar frábærlega og þeir einu sem komu illa út úr þessu voru þessir misfróðu stjórnmálafræðinemar sem voru að reyna að sinna sinni eigin æsifréttamennsku.
Reynir var bara hip og kúl og hann hafði margar skemmtilegar sögur að segja okkur, margar meira að segja mjög persónulegar. Og Mannlíf sem hann ritstýrir er fínt blað!!!

Annars þá ákvað ég að hefja nýtt líf í dag, var andvaka til klukkan 5 í morgun og þetta var það sem kom út úr því; nýtt líf!!! Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að byrja þannig að þegar ég vaknaði við klukkuna mína klukkan 8 í morgun þá ákvað ég að sofa aðeins lengur, enda hafði ég ekki sofið nema í þrjá tíma. Þegar ég vaknaði um ellefuleytið þá las ég Fréttablaðið og drakk í mig allt það helsta sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag, svona til að vera upplýst. Svo fór ég upp í Smáralind og keypti mér nýja peysu, maður verður jú að hefja nýtt líf í nýrri flík... Svo veit ég ekki alveg hvað ég á að gera núna... Það tekur sko tíma að komast inn í hið nýja líf mitt sem aðallega snýst um hugarfarsbreytingu...

Ég ætla að hætta að gera vandamál úr öllu, ég ætla að hætta að eltast við karlmenn, ég veit að ég er æðisleg og kvenkostur mikill þannig að ef að karlmennirnir geta ekki gengið á eftir mér þá verður bara að hafa það og það er bara þeirra missir.... Sama er mér (svona næstum því allavega, þetta er kaflinn sem ég ætla að sjá til með), ég ætla að hætta að vera neikvæð og hætta að halda alltaf það versta um alla, hætta að hafa samsæriskenningar um það allir séu að fara á bakvið mig. Ég ætla að vera jákvæð og reyna að finna alltaf eitthvað sem ég get hlakkað til.

Þetta er stjórnarskráin mín sem ég ætla að fara eftir... Og ég hlakka til... Sko ég ég er strax byrjuð!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?