mánudagur, nóvember 14, 2005
Svo skulum við ekki gleyma því að ég hata karlmenn!!! Langaði bara að koma þessu að... Það er svo langt síðan að ég opnaði mig svona... en síðan þá hefur ekkert gerst til að lyfta karlmönnum á hærra stig...
sunnudagur, nóvember 13, 2005
Já, hvað átt þú mikið eftir?
Jæja.... Ákvað að henda inn eins og einni færslu til að sýna lífsmark....
Það er alveg merkilegt hvað allir virðast hafa brjálæðislegan áhuga á því hvenær ég lýk námi... Það er ennþá merkilegra hvað mér liggur ekkert á...
Mamma spyr minnst því hún þekkir mig mest... veit hvað pirrar mig.. Pabbi spyr hvenær í ósköpunum... og hvort ég ætli að verða eilífðarstúdent. Pabbi er ekki þolinmóður maður og ég er elsta barnið hans. Pabbi!!! Það er langt í að ég verði eilífðarstúdent!!!
Vinkonurnar spyrja. Þær eru samt flestar í sömu stöðu og ég þannig að á milli okkar eru þetta ágætis samræður... Amma og afi... ég er elsta barnabarnið... þarf ég að segja meira. Þau hafa rosalega miklar áhyggjur af því hvort ég sé ekki alveg örugglega voða dugleg að læra... Ég brosi...
Ókei.. spurningar námslegs eðlis eru eðlilegar frá fjölskyldumeðlimum en ég fór til heimilslæknis í vikunni sem leið. Læknirinn byrjaði ekki að spyrja um erindi mitt eða hvort ég kenndi mér einhvers ills... NEI!!!! Læknirinn minn spurði hvernig gengi í skólanum og hvort ég væri ekki að verða búin, hvenær ég myndi nú klára...
Ég varð svo pirruð að ég gleymdi uppsöfnuðum erindum mínum og gekk út með einn lufsulegan lyfseðil sem ég þurfti ekki einu sinni á að halda. Takk!!!! Svo ældi ég.... eða nei... það gerðist ekki þar... Það gerðist annarsstaðar....
Newsflash!!!!!! eftir ákaflega mikla íhugun, djúpar pælingar, eina hugljómun, grát, ráðfæringar við gott fólk, vott af skynsemi, vott af brjálæði og síðast en ekki síst pínulítinn hetjuskap þá hef ég tekið ákvörðun sem veldur því að ég mun líklega ekki ljúka námi fyrr en í fyrsta lagi 2010!!!!!
Jæja.... Ákvað að henda inn eins og einni færslu til að sýna lífsmark....
Það er alveg merkilegt hvað allir virðast hafa brjálæðislegan áhuga á því hvenær ég lýk námi... Það er ennþá merkilegra hvað mér liggur ekkert á...
Mamma spyr minnst því hún þekkir mig mest... veit hvað pirrar mig.. Pabbi spyr hvenær í ósköpunum... og hvort ég ætli að verða eilífðarstúdent. Pabbi er ekki þolinmóður maður og ég er elsta barnið hans. Pabbi!!! Það er langt í að ég verði eilífðarstúdent!!!
Vinkonurnar spyrja. Þær eru samt flestar í sömu stöðu og ég þannig að á milli okkar eru þetta ágætis samræður... Amma og afi... ég er elsta barnabarnið... þarf ég að segja meira. Þau hafa rosalega miklar áhyggjur af því hvort ég sé ekki alveg örugglega voða dugleg að læra... Ég brosi...
Ókei.. spurningar námslegs eðlis eru eðlilegar frá fjölskyldumeðlimum en ég fór til heimilslæknis í vikunni sem leið. Læknirinn byrjaði ekki að spyrja um erindi mitt eða hvort ég kenndi mér einhvers ills... NEI!!!! Læknirinn minn spurði hvernig gengi í skólanum og hvort ég væri ekki að verða búin, hvenær ég myndi nú klára...
Ég varð svo pirruð að ég gleymdi uppsöfnuðum erindum mínum og gekk út með einn lufsulegan lyfseðil sem ég þurfti ekki einu sinni á að halda. Takk!!!! Svo ældi ég.... eða nei... það gerðist ekki þar... Það gerðist annarsstaðar....
Newsflash!!!!!! eftir ákaflega mikla íhugun, djúpar pælingar, eina hugljómun, grát, ráðfæringar við gott fólk, vott af skynsemi, vott af brjálæði og síðast en ekki síst pínulítinn hetjuskap þá hef ég tekið ákvörðun sem veldur því að ég mun líklega ekki ljúka námi fyrr en í fyrsta lagi 2010!!!!!