<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Ef maður slær inn orðið "stripp" á Google blog search þá er þar vísað á mína síðu!!! Merkilegt!!!

Ég held einmitt að ég hafi verið tekin í misgripum fyrir strippara fyrir utan kosningamiðstöðina um daginn, enda er inngangurinn í miðstöðina við hliðina á strippsölum Óðals í Austurstrætinu.

Ég var í algjöru sakleysi mínu á leið út í 10-11 þegar tveir ölvaðir karlmenn veittust að mér og annar þeirra sagði: hæ sæta blikk, blikk ég á afmæli og aftur blikk, blikk!!! Saklaust barnið ég hefði eflaust ekki haft ímyndunarafl til að geta upp á því hvað í veröldinni mennirnir höfðu í huga, nema fyrir þær sakir að 5 mínútum áður hafði Röskvuliði einn kommentað á kápuna mína og sagt hana vera "flassaralega"!!! Það frjóvgaði ímyndunarafl mitt...

Mér leið vægast sagt illa í þessum sporum; blikkuð fyrir utan Óðal í flassaralegri kápu!

Þurfti að fá álit margra á kápunni áður en ég þorði að hneppa henni að mér aftur...

mánudagur, janúar 30, 2006

Væri lífið auðvelt ef ekki væru í því karlmenn??? Ég veit það ekki.... Ef þessi færsla myndi halda áfram í þessum dúr þá yrði hún eflaust svo óviðeigandi leiðinleg að ég læt hér staðar numið um karlmenn.

Rosa fín djamm/dreifingarhelgi að baki. Voða fínt að taka þetta svona saman, hvað er betra í þynnkunni en að hlaupa um Gerði, Leiti og Enda og koma þannig Röskvunni til fólksins?? Fátt myndi ég halda, ansi fátt... Svo skapast líka svo voða fín stemmning í útburðinum, rosa súrir brandarar um gerði, leiti og enda... ég ætlaði alveg að skella nokkrum hérna í færsluna en til að halda virðingunni ákvað ég að sleppa því... Þó að sumt hafi verið endalaust fyndið um það leyti sem það átti sér stað... Þessi var nú hálf tilgerðarlegur samt....

Djammið var líka voða fínt, Röskvudjömmin klikka náttúrulega aldrei, gleðin og hugmyndaflugið er svo mikið, svo ég tali nú ekki um hugrekkið! Svona er þetta nú bara og lífið er yndislegt!

föstudagur, janúar 27, 2006

Ég er mikið á móti óþarfa kvölum, mér er illa við nálar og ég er hrædd við að smitast af ólæknandi sjúkdómum. Þessvegna er ég ekki með húðflúr. Það var mjög stórt skref fyrir mig þegar ég fór tvítug stúlkan og fékk mér göt í eyrun á sínum tíma. Mjög áhættusamt fannst mér. Ég hef ekki haft löngun til þess að gata mig á fleiri stöðum, hvorki fyrr né síðar....

En eins og staðan er í dag er nokkuð líklegt að ég, Sólrún verði komin með húðflúr eftir þrjár vikur....

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Eins og ég er afskaplega hugguleg og falleg stúlka, sbr fyrstu myndina hér að neðan og hér til hliðar, þá myndast ég yfirleitt alveg skelfilega illa, sbr hinar myndirnar!!!


Voða fínt.......
þriðjudagur, janúar 24, 2006

Úllala!!! Þá er maður bara komin með netið heima og nýja tölvu og allt, haldiði að maður sé grand.
Það er rosa fínt að geta setið uppi í rúmi með tölvuna á milli fótanna, klippt á sér táneglurnar, horft á stelpumynd og borðað nammi, allt í einu...

Allt á fullu í Röskvunni að sjálfsögðu, enda kosningar fram undan sem þarf að vinna! Nýafstaðin bústaðaferð var voða fín, það er voða fínt að djamma soldið í Þjórsárveri...

Þónokkrir komu slasaðir heim, ekki eftir slagsmál þó, enda einungis friðsemdarfólk í samtökunum. Æsingurinn og gleðin var bara svo mikil að ýmislegt gekk á er líða tók á nóttina. Ýmiskonar trampólínstökk, nokkrir húllahringir og hættuleg dansspor gætu hafa átt einhvern þátt í því.

Lífið er yndislegt! Það er rétt að byrja hér.....

mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilegt nýtt ár félagar!!!!
Áramótaheit: Tíðari bloggfærslur og vera kúl. Ég er strax byrjuð að vera kúl, alveg ofboðslega kúl....
Það munu engir karlmenn græta mig á þessu ári. Ég er hætt að hata, byrjuð að vorkenna, það er ekki hægt annað en að vorkenna þessum greyjum. Þeir eiga nú flestir svo bágt, að eigin sögn, eru svo hræddir við sambönd en samt sem áður líka logandi hræddir við neitun. Ohhh það hlýtur að vera erfitt að vera karlmaður... Svo vita þeir fæstir hvað þeir vilja... eru svo miklur hálfvitar, segja þeir sjálfir.... meina samt ekkert illt með því...segja þeir líka. Þetta er allt svo flókið fyrir þá... Hver getur annað en vorkennt svona umkomulausum litlum kútum??? Konur eru nú svo flóknar og erfiðar!!! Já er það!!???? EINMITT!!!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?