fimmtudagur, mars 30, 2006
Well, well, well....
Ég hef tekið upp þá iðju á ný að sleikja andlit á fólki á djamminu... Þetta er ákveðinn tjáningarmáti, soldið svona mitt, you know... Fer reyndar misvel í fólk...
Síðasta helgi var annars bara fersk, Röskvu/Saumódjamm, blanda sem getur ekki klikkað.
Eftir að hafa farið yfir slúður vikunnar með Röskvunni á Stúdó, fengið að heyra nýtt og leiðrétt annað þá hélt ég á Grenimelinn til Helgu Júrótstrumps þar sem skálað var í hindberjaromm með dassi af engiferöli yfir nýja Silvíu myndbandinu. Eftir að hafa lært textann utan að (sem er eflaust gott að kunna ef maður lendir hressu partýi) þá leyfði Helga okkur að hlusta á aðra tónlist... fékk eitt sinn jakka og ég fór í hann.... Ég, Doris og Hrundur hristum skankana og smelltum af því nokkrum myndum á meðan Helga fór inn í skáp, en það er önnur saga...
Svo var það bærinn og virðist mér sem Ölstofan sé heitur reitur þessa dagana því þar hitti ég allnokkra kunningja úr ýmsum áttum... Það var ákaflega hressandi bara, eins mikið og Ölstofan er ekki minn tebolli.
Annars ætla ég að fara að horfa á Ungfrú Reykjavík... fá mér eins og eitt súkkulaðistykki og poppkornspoka með og drulla svo yfir píurnar sem eru með appelsínuhúð eða hliðarspik svo mér líði betur í sálinni...
Sæl að sinni
Ég hef tekið upp þá iðju á ný að sleikja andlit á fólki á djamminu... Þetta er ákveðinn tjáningarmáti, soldið svona mitt, you know... Fer reyndar misvel í fólk...
Síðasta helgi var annars bara fersk, Röskvu/Saumódjamm, blanda sem getur ekki klikkað.
Eftir að hafa farið yfir slúður vikunnar með Röskvunni á Stúdó, fengið að heyra nýtt og leiðrétt annað þá hélt ég á Grenimelinn til Helgu Júrótstrumps þar sem skálað var í hindberjaromm með dassi af engiferöli yfir nýja Silvíu myndbandinu. Eftir að hafa lært textann utan að (sem er eflaust gott að kunna ef maður lendir hressu partýi) þá leyfði Helga okkur að hlusta á aðra tónlist... fékk eitt sinn jakka og ég fór í hann.... Ég, Doris og Hrundur hristum skankana og smelltum af því nokkrum myndum á meðan Helga fór inn í skáp, en það er önnur saga...
Svo var það bærinn og virðist mér sem Ölstofan sé heitur reitur þessa dagana því þar hitti ég allnokkra kunningja úr ýmsum áttum... Það var ákaflega hressandi bara, eins mikið og Ölstofan er ekki minn tebolli.
Annars ætla ég að fara að horfa á Ungfrú Reykjavík... fá mér eins og eitt súkkulaðistykki og poppkornspoka með og drulla svo yfir píurnar sem eru með appelsínuhúð eða hliðarspik svo mér líði betur í sálinni...
Sæl að sinni
föstudagur, mars 10, 2006
Ég þreif baðherbergið áðan og ég er svo ógeðslega sátt! Það er svo hreint að það er hægt að spegla sig í klósettsetunni og éta af gólfinu...
Tókst að missa klósettilminn ofan í skálina þegar ég var að baksa við að festa hann, varð að gjöra svo vel að veiða hann upp aftur með því að fara með höndina upp að olnboga niður í klósettið. Svona klósettilmir geta verið ansi varasamir og vandmeðfarnir skal ég ykkur segja! (sbr Laufásvegur 26) Trust me on this one!
Ég prentaði líka út glósur áðan og var ógeðlega sátt... þangað til ég fór að lesa og rakst á orð eins og "ontology" og "epistemology"....
Svo komst ég að því að ontology þýðir verufræði og epistemology þýðir þekkingarfræði og leið aðeins betur með það...
Annars þá fór ég á árshátíð SS á dögunum og það var ógeðslega gaman! Það var bara snilld að hitta allt SS-liðið aftur. Ég veit þið lesið þetta! Það var ógeðslega gaman að hitta ykkur aftur!
Súlnasalurinn á Hótel Sögu var ansi þéttsetinn af SS-rössum sem flestir voru ógeðslega hressir. Raggi Bjarna og Bjarni Ara reyndu að koma fólkinu í gírinn meðan á borðhaldi stóð. Þeir hefðu þó mátt vera ívið hressari og skella eins og einum "Flottum jakka, tvíd, tvíd" inn í prógrammið eða eins og einu stykki af "Fínu formi", það hefði verið eðal!
Saga class bandið stóð fyrir sínu og hélt uppi trylltu stuði á dansgólfinu, ég þjáðist þó svo mikið af táþrengslum í tíu sentimetra háu pinnahælabandaskónum mínum að ég gat varla fengið mér snúning. Maður hefði nú frekar átt á taka gullskóna á þetta þó þeir séu svolítið last year... þeir eru jafnþægilegir og loðfóðraðir inniskór miðað við pyntingatólin sem ég staulaðist um á, staðráðin í að halda kúlinu. Ekki sýna veikleikamerki! Aldrei!
Svo kom einhver Selfosshnakki (SS-Selfoss skilurru) til mín og vildi fara í sleik. Hann var sannfærður um að ég hefði svo verið að gefa honum merki um þennan sleik (sem ég fór ekki í) allt kvöldið... veit ekki alveg hvernig honum reiknaðist það til... Hann sagði að mamma sín héti líka Sólrún og þetta hlytu að vera örlög. Já sagði ég, en skemmtilegt og gubbaði svo á hann!
Mér þótti það líka ákaflega merkilegt að þegar ég hitti hann á barnum seinna um kvöldið þá mundi hann ekki hvað ég hét... þrátt fyrir að örlögin hefðu leitt okkur svona saman. Hann var samt ennþá á því að ég hefði klárlega verið að gefa honum merki um sleik! Ég sannfærði hann um að svo hefði ekki verið og skvetti svo óvart vatninu mínu duglega á hann svona til að ítreka mál mitt ennfrekar. Hann reyndi ekki aftur að fá mig í sleik...
Eftirtaldir aðilar fá sérstakar þakkir:
-SS fyrir að bjóða mér, þeir eru svo sannarlega ekki bara fremstir fyrir bragðið!
-Kokkarnir á Hótel Sögu fyrir frábæran mat
-Þjónarnir á Hótel Sögu fyrir að skenkja mér hvítvíni
-Borðfélgagar mínir fyrir glaum og gleði
-Ólöf og Sigrún fyrir að vera hressar skvísur
-Einar Eiríks fyrir partýið
-Einar Hreiðars fyrir að vera Einar Hreiðars og fyrir skutlið í bæinn
-Dóra og Unnar fyrir hressa innkomu úr Sunnusalnum
...og fleiri og fleiri.....
Tókst að missa klósettilminn ofan í skálina þegar ég var að baksa við að festa hann, varð að gjöra svo vel að veiða hann upp aftur með því að fara með höndina upp að olnboga niður í klósettið. Svona klósettilmir geta verið ansi varasamir og vandmeðfarnir skal ég ykkur segja! (sbr Laufásvegur 26) Trust me on this one!
Ég prentaði líka út glósur áðan og var ógeðlega sátt... þangað til ég fór að lesa og rakst á orð eins og "ontology" og "epistemology"....
Svo komst ég að því að ontology þýðir verufræði og epistemology þýðir þekkingarfræði og leið aðeins betur með það...
Annars þá fór ég á árshátíð SS á dögunum og það var ógeðslega gaman! Það var bara snilld að hitta allt SS-liðið aftur. Ég veit þið lesið þetta! Það var ógeðslega gaman að hitta ykkur aftur!
Súlnasalurinn á Hótel Sögu var ansi þéttsetinn af SS-rössum sem flestir voru ógeðslega hressir. Raggi Bjarna og Bjarni Ara reyndu að koma fólkinu í gírinn meðan á borðhaldi stóð. Þeir hefðu þó mátt vera ívið hressari og skella eins og einum "Flottum jakka, tvíd, tvíd" inn í prógrammið eða eins og einu stykki af "Fínu formi", það hefði verið eðal!
Saga class bandið stóð fyrir sínu og hélt uppi trylltu stuði á dansgólfinu, ég þjáðist þó svo mikið af táþrengslum í tíu sentimetra háu pinnahælabandaskónum mínum að ég gat varla fengið mér snúning. Maður hefði nú frekar átt á taka gullskóna á þetta þó þeir séu svolítið last year... þeir eru jafnþægilegir og loðfóðraðir inniskór miðað við pyntingatólin sem ég staulaðist um á, staðráðin í að halda kúlinu. Ekki sýna veikleikamerki! Aldrei!
Svo kom einhver Selfosshnakki (SS-Selfoss skilurru) til mín og vildi fara í sleik. Hann var sannfærður um að ég hefði svo verið að gefa honum merki um þennan sleik (sem ég fór ekki í) allt kvöldið... veit ekki alveg hvernig honum reiknaðist það til... Hann sagði að mamma sín héti líka Sólrún og þetta hlytu að vera örlög. Já sagði ég, en skemmtilegt og gubbaði svo á hann!
Mér þótti það líka ákaflega merkilegt að þegar ég hitti hann á barnum seinna um kvöldið þá mundi hann ekki hvað ég hét... þrátt fyrir að örlögin hefðu leitt okkur svona saman. Hann var samt ennþá á því að ég hefði klárlega verið að gefa honum merki um sleik! Ég sannfærði hann um að svo hefði ekki verið og skvetti svo óvart vatninu mínu duglega á hann svona til að ítreka mál mitt ennfrekar. Hann reyndi ekki aftur að fá mig í sleik...
Eftirtaldir aðilar fá sérstakar þakkir:
-SS fyrir að bjóða mér, þeir eru svo sannarlega ekki bara fremstir fyrir bragðið!
-Kokkarnir á Hótel Sögu fyrir frábæran mat
-Þjónarnir á Hótel Sögu fyrir að skenkja mér hvítvíni
-Borðfélgagar mínir fyrir glaum og gleði
-Ólöf og Sigrún fyrir að vera hressar skvísur
-Einar Eiríks fyrir partýið
-Einar Hreiðars fyrir að vera Einar Hreiðars og fyrir skutlið í bæinn
-Dóra og Unnar fyrir hressa innkomu úr Sunnusalnum
...og fleiri og fleiri.....