<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, apríl 30, 2006

Ég held að ég þjáist af athyglisbresti! Ég get bara ómögulega einbeitt mér að þessum lestri... Hélt rétt áðan að ég væri að ná einbeitingu, var allavega mjög einbeitt...
Það var ekki fyrr en sambýliskona mín benti mér á hvað ég væri smart að ég áttaði mig á því að ég hafði verið að einbeita mér að því að binda heyrnatólssnúruna um hausinn á mér og var komin með hana sem hárband! Þrátt fyrir þessa gífurlegu einbeitingu þá man ég ekkert hvað ég var að lesa...

Þessa stundina langar mig mest í garðpartý/grillveislu! Var einmitt bent á það áðan að ég gæti slegið upp kirkju-garðpartý, svona staðsetningarinnar vegna! Fannst það fyndið... Kannski bara af því ég er orðin svo súr, kannski þrengir heyrnatólssnúran að blóðflæðinu til heilans...

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Mér þykja eyrnatappar ógeðslegir!
Ég skil ekki fólk sem getur troðið eyrnatöppum upp í eyrun á sér og látið svo bara eins og ekkert hafi í skorist og allt sé eðlilegt...
Mér myndi finnast svo truflandi að hafa svamptappa í eyrunum að ég gæti lífsins ómöglega einbeitt mér að einhverju öðru, eins og til dæmis lærdómi...
Ég fæ alveg hroll af því að hugsa um þetta og ég tala nú ekki um þegar ég verð vitni af því þegar fólk treður þessum aðskotahlutum á kaf inn í hausinn á sér! Ojjj!!!

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Og fyrst ég er að læra og svona þá datt mér í hug að skoða gamlar bloggfærslur hjá sjálfri mér. Kíkti á nokkrar góðar og tók eftir því að ég hef í gegnum tíðina skrifað óeðlilega mikið um karlmenn og kærastaleysi... Með reglulegu millibili, yfirleitt eftir einhverjar raunir, tilkynni ég svo að ég hati karlmenn!
Það liggur við að ég skammist mín... Liggur við...

Þá tók ég sérstaklega eftir því hvað það er langt síðan ég tilkynnti hatur minn á karlpeningnum...
Hvað er að gerast...
Er ég að linast? Eru þetta ágætisgrey? Hafa þeir skánað? Hefur óheppni mín minnkað? Hef ég tekið upp nýja stefnu? Er ég að umgangast aðra karlmenn?
Já.... þegar stórt er spurt!

Er ekki annars sagt að flest eldfjöll gjósi með reglulegu millibili... Því lengra sem líður á milli gosa, því stærri verða þau. Ég veit ekki hvort það er þannig en það meikar allavega sens.
Spurning hvort það fari að koma tími á mig? Ætli ég sé kannski kulnuð?

Þetta fer að verða spennandi...

Ég er andvaka! Ég hata að vera andvaka, sérstaklega þegar mig langar ofboðslega mikið til að sofa. Ég er líka rosalega meðvituð um það að ég sé andvaka af því ég er svo upptekin af því að reyna að sofna, augun á mér eru orðin þurr af rembingi, þau vilja ekki vera lokuð en samt vil ég sofa... Ég er líka í fýlu... mig langar að sofa fýluna burt....

Leiðinlegt að vera svona í fýlu því ég kom jú ágætlega út úr helginni, eiginlega bara mjög vel... Þetta var fínasta helgi, bara þeim betri í langan tíma. Kynntist nýju fólki, eða kynntist fólki sem ég kannaðist við aðeins betur, það er rosa fínt... Veit ekki afhverju ég er þá í fýlu...

Annars þá er ég af einhverjum ástæðum búin að skoða óeðlilega mikið af bloggsíðum síðustu daga, kannski af því ég er að læra... Búin að lesa fullt af fyndum sögum og skoða skemmtilegar myndir. Alltaf gaman að sjá myndir af fólki sem maður þekkir með öðru fólki sem maður þekkir en samt vissi maður ekki að þetta fólk þekktist...

Jæja nú ætla ég að reyna að loka augunum aftur, þau eru ekki alveg eins þurr og áðan...

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Arrrggg!!!
Mér finnst ég vera að kafna eða drukkna eða springa!!! ég er ekki alveg viss... ég get ekki einu sinni komist að þeirri niðurstöðu... Hvað þá öðru...

*andvarp*

Ég er að hugsa um að sitja heima og éta þangað til ég kemst ekki út um dyrnar... þangað til það þarf að fjarlægja glerið úr stofuglugganum til að ég komist út...

Þetta er allavega markmið sem mér tækist klárlega að fylgja eftir... Þyrfti bara að byrgja mig upp af mat fyrst...

mánudagur, apríl 17, 2006

Það er alltaf jafn áhugavert að lesa það sem mér tekst að skrifa þegar ég kem heim...

Ansi skemmtileg færslan hér að neðan...

Jæja þá er maður að koma heim af djamminu, einu sinni enn... þetta var hresst, Sólon maður, staður dauðans... er svo bara svalur eftir allt saman...Ég, Hrund og Doris skemmtum okkur konunglega.. Shining in the light...
Hitti gamlan vin minn.. Man eftir því að ég hékk alltaf með honum því hann átti Hímenkalla, hann átti kastala og allt... hann var alltaf geðveikt leiðinlegur við mig, var alltaf að berja mig og bíta... en ég man samt ekkert eftir því... man bara eftir Hímenköllunum og pödduleiðöngrum sem við þruftum vasaljós í... Og ég bauð honum alltaf í afmælið mitt þangað til að það var asnalegt að bjóða strákum í afmælið sitt...

Ble...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?