mánudagur, maí 22, 2006
En absalut femma!
Jæja þá er indælis Júróhelgi að baki og alvara lífsins tekin við á ný. Þar sem Júróvisjón er hátíð í mínum vinahópi þá hófust planleggingar strax á mánudaginn fyrir hátíð. Þar var velt upp spurningum á borð við: í hverju á ég að vera? hvernig ætti ég að hafa hárið? krulla eða slétta? ætti maður kannski að lita og klippa? hvað á að gera? hvað á að borða? hvert á að fara? Slíkar vangaveltur eru mjög viðeigandi þegar slík hátíð er að ganga í garð!
Gleðin hófst að sjálfsögðu á fimmtudaginn með forkeppninni og lét Sólrún ekki hráslagalegt íslenskt veðurfar aftra sér frá því að skella sér í hátíðlegt sumardress. Enda jafnnauðsynlegt að vera fínn á Júró og jólum! Hjá mér er líka komið sumar, þá nota ég sumarföt, létt, stutt, flegið, lítið, opið, bert og fleira í þeim dúr. Sumarið er ekki að það langt að maður geti látið nokkra kuldalega daga sem óvart slæðast með, draga úr sumargleðinni...
Tók með mér tvo bjóra í Júrósamsætið, tvo kalda og löðrandi sveitta... sem komust þó ekki lengra en út í rusl hjá gestgjöfum góðum, Hrund og Emil. Missti þá þegar ég sveiflaði hárinu sumarlega til að koma sólgleraugunum upp á hausinn á mér. Bjórarnir þoldu það ekki, sprungu báðir og sprautuðust yfir mig og hátíðlega sumardressið mitt. Einhvernveginn grunaði mig á þeirri stundu að Silvía Nótt kæmist ekki áfram... Þetta var bara svona kvöld...
Á föstudaginn skundaði saumógengið svo á Þingvöll í afslappelsisátferð sem heppnaðist með eindæmum vel. Grillmeistarar Dóra og Sunna sáu um grillun á dýrindis kjúklingabringum og mjóaði ansi munu að Dóra litla fuðraði upp í flíspeysunni sinni, slík voru tilþrifin! Ljúft rann maturinn niður og eftir átið skelltum við okkur allar í spikiní og lögðumst á meltuna í pottinum þar sem rædd voru ýmis kvenleg málefni yfir hvítvínslöggi. En absalut femma þar á ferð!
Júróvisjóndaginn tókum við snemma og brunuðum í bæinn til að nægur tími gæfist í snurfus og snyrtingu fyrir kvöldið. Sólrún var söm við sig dró fram hátíðlegt sumardress númer tvö þrátt fyrir 2 stiga hita og stingandi norðangaddinn. Skellti á mig brúnkukremi til frískunar og dró fram dauðans óþægilegu bandaskóna mína sem ég er þó aðeins að venjast. Tilbúin í slaginn var Sólrúnin á tilsettum tíma, korter í sjö, allt fullkomið og eins og það átti að vera! En absalut femma!
Kvöldið stóðst væntingar þrátt fyrir að dagskrá héldi ekki. Óvænt er líka fínt. Ég eyddi kvöldinu með góðu fólki og það er allt sem þarf! Dásamlegt!
Þá ætla ég ekki að ræða hér um líðan mína í gærdag....
Jæja þá er indælis Júróhelgi að baki og alvara lífsins tekin við á ný. Þar sem Júróvisjón er hátíð í mínum vinahópi þá hófust planleggingar strax á mánudaginn fyrir hátíð. Þar var velt upp spurningum á borð við: í hverju á ég að vera? hvernig ætti ég að hafa hárið? krulla eða slétta? ætti maður kannski að lita og klippa? hvað á að gera? hvað á að borða? hvert á að fara? Slíkar vangaveltur eru mjög viðeigandi þegar slík hátíð er að ganga í garð!
Gleðin hófst að sjálfsögðu á fimmtudaginn með forkeppninni og lét Sólrún ekki hráslagalegt íslenskt veðurfar aftra sér frá því að skella sér í hátíðlegt sumardress. Enda jafnnauðsynlegt að vera fínn á Júró og jólum! Hjá mér er líka komið sumar, þá nota ég sumarföt, létt, stutt, flegið, lítið, opið, bert og fleira í þeim dúr. Sumarið er ekki að það langt að maður geti látið nokkra kuldalega daga sem óvart slæðast með, draga úr sumargleðinni...
Tók með mér tvo bjóra í Júrósamsætið, tvo kalda og löðrandi sveitta... sem komust þó ekki lengra en út í rusl hjá gestgjöfum góðum, Hrund og Emil. Missti þá þegar ég sveiflaði hárinu sumarlega til að koma sólgleraugunum upp á hausinn á mér. Bjórarnir þoldu það ekki, sprungu báðir og sprautuðust yfir mig og hátíðlega sumardressið mitt. Einhvernveginn grunaði mig á þeirri stundu að Silvía Nótt kæmist ekki áfram... Þetta var bara svona kvöld...
Á föstudaginn skundaði saumógengið svo á Þingvöll í afslappelsisátferð sem heppnaðist með eindæmum vel. Grillmeistarar Dóra og Sunna sáu um grillun á dýrindis kjúklingabringum og mjóaði ansi munu að Dóra litla fuðraði upp í flíspeysunni sinni, slík voru tilþrifin! Ljúft rann maturinn niður og eftir átið skelltum við okkur allar í spikiní og lögðumst á meltuna í pottinum þar sem rædd voru ýmis kvenleg málefni yfir hvítvínslöggi. En absalut femma þar á ferð!
Júróvisjóndaginn tókum við snemma og brunuðum í bæinn til að nægur tími gæfist í snurfus og snyrtingu fyrir kvöldið. Sólrún var söm við sig dró fram hátíðlegt sumardress númer tvö þrátt fyrir 2 stiga hita og stingandi norðangaddinn. Skellti á mig brúnkukremi til frískunar og dró fram dauðans óþægilegu bandaskóna mína sem ég er þó aðeins að venjast. Tilbúin í slaginn var Sólrúnin á tilsettum tíma, korter í sjö, allt fullkomið og eins og það átti að vera! En absalut femma!
Kvöldið stóðst væntingar þrátt fyrir að dagskrá héldi ekki. Óvænt er líka fínt. Ég eyddi kvöldinu með góðu fólki og það er allt sem þarf! Dásamlegt!
Þá ætla ég ekki að ræða hér um líðan mína í gærdag....
sunnudagur, maí 07, 2006
Heilbrigð sál í hraustum líkama!
Það er ég! Hvort sem þið trúið því eða ekki... Ekkert djamm um helgina og svo skokkaði ég upp og niður Esjuna í góða veðrinu í dag. Það var afar hressandi og svo fór aðeins að rigna og það var enn meira hressandi. Svona rigning eftir glampandi sól á góðviðrisdegi er ákaflega frískleg og ég tala nú ekki um sumarleg... Sem er eðlilegt þar sem það er komið sumar.
Er núna að horfa á fyrstu seríuna af Sex and the city! Síðan hvenær er þessi sería eiginlega?! Þau eru með síma á stærð við körfuboltaskó nr. 49! Trust me! Ég hef séð körfuboltaskó nr. 49 í mikilli nálægð og þeir eru stórir, rétt eins og gemsinn sem var dreginn upp í einum þættinum!
Hef aldrei verið Sex and the city-ari, er meira svona OC-ari eða One tree hill-ari sem eru svona táningadrama þar sem allir hlutir, mögulegir og ómögulegir gerast og ég er frekar mikið fyrir svoleiðis drama... I need drama in me life!
Ákvað að gefa þessum fullorðinsþáttum um kyn- og borgarlíf tækifæri þegar Dóra bauðst til að lána mér allar sex seríurnar. Það er jú nauðsynlegt fyrir mig, konu komna á þennan aldur að læra að meðhöndla karlmenn á "réttan" hátt og taka á vandamálum sem þeim tengjast á "réttan" hátt! Ekki læri ég það af táningunum í Tree hill eða OC...
Það er ég! Hvort sem þið trúið því eða ekki... Ekkert djamm um helgina og svo skokkaði ég upp og niður Esjuna í góða veðrinu í dag. Það var afar hressandi og svo fór aðeins að rigna og það var enn meira hressandi. Svona rigning eftir glampandi sól á góðviðrisdegi er ákaflega frískleg og ég tala nú ekki um sumarleg... Sem er eðlilegt þar sem það er komið sumar.
Er núna að horfa á fyrstu seríuna af Sex and the city! Síðan hvenær er þessi sería eiginlega?! Þau eru með síma á stærð við körfuboltaskó nr. 49! Trust me! Ég hef séð körfuboltaskó nr. 49 í mikilli nálægð og þeir eru stórir, rétt eins og gemsinn sem var dreginn upp í einum þættinum!
Hef aldrei verið Sex and the city-ari, er meira svona OC-ari eða One tree hill-ari sem eru svona táningadrama þar sem allir hlutir, mögulegir og ómögulegir gerast og ég er frekar mikið fyrir svoleiðis drama... I need drama in me life!
Ákvað að gefa þessum fullorðinsþáttum um kyn- og borgarlíf tækifæri þegar Dóra bauðst til að lána mér allar sex seríurnar. Það er jú nauðsynlegt fyrir mig, konu komna á þennan aldur að læra að meðhöndla karlmenn á "réttan" hátt og taka á vandamálum sem þeim tengjast á "réttan" hátt! Ekki læri ég það af táningunum í Tree hill eða OC...
fimmtudagur, maí 04, 2006
Karlmenn.... eru ágætir...
mánudagur, maí 01, 2006
Jæja þá er maður búin að fara í göngu og svona, fram þjáðir menn og allt það....
Röskvan byrjaði í brunch á Prikinu og svo var skundað upp Laugaveginn til móts við gönguna þar sem við smokruðum okkur inn á milli félags símamanna og félags járniðnaðarmanna. Ekki slæmur félagsskapur það!
Lentum reyndar í snaróðri konu sem gerði ítrekaðar tilraunir til að keyra okkur niður með barnavagni. Hún hjakkaðist allavega duglega á hælunum á okkur til skiptis og virtist ekkert skammast sín fyrir það.
Annars er yndislegt veður úti og sumarið klárlega komið, maðurinn í næsta húsi er að slá garðinn og allt. Get reyndar ekki ímyndað mér að þörfin sé mikil en ilmurinn af nýslegnu grasinu í bland við sláttuvélabensínið er sumarlegra en flest.
Ég skil hinsvegar ekki afhverju stafurinn E er að mást af lyklaborðinu hjá mér, bara stafurinn E! Það sýnir enginn annar stafur nein þreytumerki nema hann. Mér þykir þetta frekar merkilegt... Ætli ég pikki óeðlilega oft inn stafinn E?
Það sem komið er af þessari færslu inniheldur 52 E, það er að segja ef við tökum É líka með, sem er svo sannarlega réttmætt þar sem það mæðir jafnmikið á E hvort sem það er komma yfir því eða ekki. Samanborið við þetta höfum við rétt tæplega 100 stykki A (ég hætti að telja í 86...) Samt er A ennþá í fullu fjöri og sýnir engin merki þess að vera án ef mest notaði stafurinn á þessu lyklaborði!
Nú er farið að rigna....
Röskvan byrjaði í brunch á Prikinu og svo var skundað upp Laugaveginn til móts við gönguna þar sem við smokruðum okkur inn á milli félags símamanna og félags járniðnaðarmanna. Ekki slæmur félagsskapur það!
Lentum reyndar í snaróðri konu sem gerði ítrekaðar tilraunir til að keyra okkur niður með barnavagni. Hún hjakkaðist allavega duglega á hælunum á okkur til skiptis og virtist ekkert skammast sín fyrir það.
Annars er yndislegt veður úti og sumarið klárlega komið, maðurinn í næsta húsi er að slá garðinn og allt. Get reyndar ekki ímyndað mér að þörfin sé mikil en ilmurinn af nýslegnu grasinu í bland við sláttuvélabensínið er sumarlegra en flest.
Ég skil hinsvegar ekki afhverju stafurinn E er að mást af lyklaborðinu hjá mér, bara stafurinn E! Það sýnir enginn annar stafur nein þreytumerki nema hann. Mér þykir þetta frekar merkilegt... Ætli ég pikki óeðlilega oft inn stafinn E?
Það sem komið er af þessari færslu inniheldur 52 E, það er að segja ef við tökum É líka með, sem er svo sannarlega réttmætt þar sem það mæðir jafnmikið á E hvort sem það er komma yfir því eða ekki. Samanborið við þetta höfum við rétt tæplega 100 stykki A (ég hætti að telja í 86...) Samt er A ennþá í fullu fjöri og sýnir engin merki þess að vera án ef mest notaði stafurinn á þessu lyklaborði!
Nú er farið að rigna....