<$BlogRSDURL$>

mánudagur, ágúst 21, 2006

Það er alltaf gaman að leika sér á internetinu...
Samkvæmt þessari síðu hérnahttp://www.myheritage.com er ég 90% lík Angelinu Jolie!!!
Geri aðrir betur! Nítíufokking prósent!!! Halló karlmenn!!! Vúbbídú!!!

Og stelpan er á lausu, takið númer....

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Jæja þá er maður komin í nýja vinnu, byrjuð að vinna hjá Símanum í Kringlunni, það er voða fínt. Samstarfsfélagar mínir eru með eindæmum hresst fólk og ég er búin taka eitt djamm með liðinu. Og eins og alltaf þá kemur Sólrún ár sinn vel fyrir borð í þeim efnum, ég tel að það sé kostur að byrja vel... Ég tel mig þó ekki hafa byrjað eins vel og sögur segja, enda eru það bara sögur...

Og svo keypti ég mér eina litla íbúð um daginn, hún er voða fín, á Njálsgötu 96. Það var afar spes að ganga inn á fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar og greiða fyrir eitt stykki íbúð með KB-banka námsmannadebetkortinu mínu... Já það gera tværmilljónireitthundraðsjötíuogsexþúsundfjögurhundruðfimmtíuogeinakrónu, já takk fyrir, gjörðu svo vel...

Maður er búin að vera að mála og flytja aðeins og svona og halda líka eitt pínulítið partý, aðeins að testa þolið hjá nágrönnunum. Ég held að þetta séu bara ágætisnágrannar, svei mér þá!
Það leiðinlegasta við að vera að kaupa svona íbúð einn er að maður er að gera allt einn. Að sjálfsögðu fæ ég hjálp frá góðu fólki, Helga Þóra og Róbert bróðir máluðu frá sér allt vit með mér á föstudaginn og Dóra tognaði á hálsi við sófaflutninga. Þá vil ég benda ykkur á að það er ekkert mjög sniðugt að flytja sófa í þremur ferðum eftir miðnætti á föstudagskvöldi, allavega ekki þegar maður þarf að keyra upp og niður Hverfisgötuna og í gegnum Hafnarstrætið... Hlutirnir ganga ekkert hratt fyrir sig á þessum tíma... Maður fær ekki forgang þó maður sé að flytja sófa, við Dóra rákum okkur á það. En allavega já, maður er samt eitthvað svo einn... maður þarf að ákveða einn hvort maður eigi að kaupa rimlagardínur úr eik eða kirsuberjavið og maður þarf að bera gardínurnar einn út í bíl og maður þarf að ákveða einn hvernig skáp maður á að kaupa og svo framvegis... ég þjáist af svo miklum valkvíða að þetta er skelfilegt!

En svo er ég að fara í sólina á Benidorm á miðvikudaginn, fjölskylduafslöppnunarferð. Ekki veitir af því ég var komin með blæðandi magasár og háþrýsting af stressi í öllu þessu heila klabbi sem ég var að standa í, ný vinna, íbúð, fæ ég lán eða ekki, stend ég mig nógu vel í vinnunni, of mikið í einu fyrir viðkvæma sál eins og mig. Benidorm verður kærkomin hvíld, ekkert djamm!
Við pöntuðum ferðina í júní eða eitthvað og skráðum okkur í svona sólarlottó, voða spennó, maður fær að vita á hvaða hóteli maður gistir viku fyrir brottför. Það voru nokkur góð hótel þarna í boði og eitt svona aðeins lélegra en hin... og hvar haldiði að Sólrún og fjölskylda hafi lent? Tataramm!!! Halley apartamentos! tvær stjörnur! takk fyrir takk! Sagan segir að þarna sé allt morandi í kakkalökkum og öðrum álíka viðbjóði! Eins gott að það sé bara sagan í þessu tilviki!
En svona er lífið bara, óheppin í spilum (sólarlottó you know) heppin í ástum! hahahahahahhahahhahahahhahahah góður....

Annars þá var Mennó afar spennó, við Helga máluðum bæinn rauðan eftir að Dóra fór heim sökum bugandi áhyggna (segir maður áhyggna?) yfir því að verða fyrir líkamsáras fulla mannsins. Við tékkuðum á Óliver og Ölstofunni og aðeins á Celtic og svo að sjálfsögðu á Sálarballi einu á Nasa. Ballið var frekar í hressari kantinum, svona eins og við Helga. Við fórum frítt inn með fulla tösku af bjór af því við þekktum Geir Brynjar eða Brynjar Geir eða var það kannski Brynjar Már.. Gott að hafa góð sambönd...

laugardagur, ágúst 12, 2006

Bara ef lífið væri jafn einfalt og ostur...
Eins mikið og drama er mitt thing þá er eiginlega fullmikið drama í kringum mig þessa dagana. Ég sem var hálfpartinn farin að sakna dramatíkur eftir viðburðalítið sumar í þeim efnum og svo skellur hún bara á manni svona fimmfalt meiri en nokkru sinni. Mér er ekki skemmt...

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Sjitt fokk sitt!!!
Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að lifa aftur eðlilegu lífi eftir þessu svakalegu helgi! Ekki voru það Eyjar, nei, nei, nei! Reykjavík 101, 108, 101, 108, 104, 101, 108, 101, 108, 101, var það heillin! Var þó með Eyjar á línunni alla helgina, var reglulega uppfærð um laus flug á sunnudeginum og allt laugardagskvöldið var planið að bruna á Bakka uppúr hádegi. Sú hugmynd var þó eitthvað betri á laugardagskvöldið heldur en á hádegi á sunnudegi.... Skellti í staðinn bara Árna á fóninn, Brekkusöngur ´99 stendur alltaf fyrir sínu þó rispaður sé hann orðinn.

Örlítið hvítvín, aðeins meira af því..., Bjórskvettingar á kofanum, gítarsóló á kofanum, Elín?, Ketill?, húsdýragarðurinn, Megas, kúkalykt, stofnfundur kúrfélagsins, skálað fyrir því!, bjór, meiri bjór... of mikill bjór, allir í pottinn, samt ekki 5, úr á vafasömum stöðum... (úr í merkingunni klukka), marin hné! hvað gerðist eiginlega??? aldrei séð annað eins..., pizza, meiri bjór..., úr í poka.. (aftur í merkingunni klukka), fimm fílar lögðu af stað í leiðangur, meðlimum hins nýstofnaða kúrfélags sagt upp störfum einum af öðrum, sms hingað, sms þangað, og aftur hingað, Bugsy Malone, meiri pizza, meiri bjór, þrjótar....

Við getum gert hvað sem við viljum líf okkar við.... (Bugsy Malone)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?