mánudagur, október 23, 2006
Sniðugt dót og feitar rottur
Djöfull var ég að uppgötva sniðugt dót!
Handfrjálsan búnað!!! Þvílík gargandi snilld!!! Nú er ég búin að eiga þenna fína síma minn í um það bil tvo mánuði og með honum fylgdi þessi líka eðalfíni víðóma handfrjálsi búnaður og ég var semsagt að nota hann í fyrsta skipti núna áðan. Og nú er ekkert aftur snúið, nú er það bara handfrjálst all the time!
Ég var að bögglast við að tala í símann og hengja upp þvott á sama tíma og það gekk ekki betur en svo að ég missti símann tvisvar og hlaut væga tognun á hálsi. Meðan ég hugaði að símanum, púslaði honum saman og strauk sormædd yfir rispurnar á skjánum, sem hafði fjölgað töluvert, þá mundi ég skyndilega eftir þessum forláta búnaði... þessum handfrjálsa... Nuddaði auman hálsinn og skokkaði eftir græjunni, plöggaði í samband og taramm!!! þvílík snilld, mér tókst að eiga óhindrað samtal í sterjó meðan ég hengdi upp þvottinn, vaskaði upp og spjallaði við fólk á msn. Handfrjáls búnaður hefur aukið fjölhæfni mína og framtakssemi til muna. Húrra fyrir því!!!
Annars er ég bara góð, kíkti á Mýrina á föstudaginn, rosa fín mynd þar á ferð, klappi, klapp fyrir öllum þeim sem að henni stóðu. Mér leið reyndar ekkert rosalega vel að koma heim í Mýrina eftir myndina... eftir að hafa fylgst með Erlendi og félögum grafa upp rotin lík og feitar rottur í hverfinu mínu... frekar sóðó! En ég er svo harður nagli í bransanum að ég verð bara að hrjúfra mig upp að bangsanum mínum og vona að gólfið hjá mér sé ekki holt...
Mér líður vel þessa dagana, veit ekki hvað það er, kannski að veturinn leggist svona vel í mig, alltaf nóg að spennandi hlutum að gerast, svo mikið að góðu fólki í kringum mig, það er allavega einhver gleði og vellíðunartilfinning í mér núna. Tilhlökkun og spenningur, kæti og læti!
En jæja ætli maður fari ekki að halla sér, þarf að mæta á verklegt talsímanámskeið í vinnunni á morgun! Hvað sem það nú er... ég læt ykkur vita þegar ég kemst að því! Kannski Bella símamær komi eitthvað við sögu...
Handfrjálsan búnað!!! Þvílík gargandi snilld!!! Nú er ég búin að eiga þenna fína síma minn í um það bil tvo mánuði og með honum fylgdi þessi líka eðalfíni víðóma handfrjálsi búnaður og ég var semsagt að nota hann í fyrsta skipti núna áðan. Og nú er ekkert aftur snúið, nú er það bara handfrjálst all the time!
Ég var að bögglast við að tala í símann og hengja upp þvott á sama tíma og það gekk ekki betur en svo að ég missti símann tvisvar og hlaut væga tognun á hálsi. Meðan ég hugaði að símanum, púslaði honum saman og strauk sormædd yfir rispurnar á skjánum, sem hafði fjölgað töluvert, þá mundi ég skyndilega eftir þessum forláta búnaði... þessum handfrjálsa... Nuddaði auman hálsinn og skokkaði eftir græjunni, plöggaði í samband og taramm!!! þvílík snilld, mér tókst að eiga óhindrað samtal í sterjó meðan ég hengdi upp þvottinn, vaskaði upp og spjallaði við fólk á msn. Handfrjáls búnaður hefur aukið fjölhæfni mína og framtakssemi til muna. Húrra fyrir því!!!
Annars er ég bara góð, kíkti á Mýrina á föstudaginn, rosa fín mynd þar á ferð, klappi, klapp fyrir öllum þeim sem að henni stóðu. Mér leið reyndar ekkert rosalega vel að koma heim í Mýrina eftir myndina... eftir að hafa fylgst með Erlendi og félögum grafa upp rotin lík og feitar rottur í hverfinu mínu... frekar sóðó! En ég er svo harður nagli í bransanum að ég verð bara að hrjúfra mig upp að bangsanum mínum og vona að gólfið hjá mér sé ekki holt...
Mér líður vel þessa dagana, veit ekki hvað það er, kannski að veturinn leggist svona vel í mig, alltaf nóg að spennandi hlutum að gerast, svo mikið að góðu fólki í kringum mig, það er allavega einhver gleði og vellíðunartilfinning í mér núna. Tilhlökkun og spenningur, kæti og læti!
En jæja ætli maður fari ekki að halla sér, þarf að mæta á verklegt talsímanámskeið í vinnunni á morgun! Hvað sem það nú er... ég læt ykkur vita þegar ég kemst að því! Kannski Bella símamær komi eitthvað við sögu...
mánudagur, október 16, 2006
Á eftir kröbbunum komu fiðrildin...
Nú er litla holan á N96 að fyllast af fiðrildum, þau fljúga hér inn í hersveitum og fylla alla veggi á þeim fáu mínútum sem ég leyfi mér að hafa gluggana opna...
Þar sem fiðrildi lifa bara í sólarhring þá moka ég út fiðrildahræjum í bílförmum daglega!
Ég viðurkenni þó að fiðrildin eru skömminni skárri en krabbarnir og köngulærnar sem dvöldu hér til skammst tíma...
Annars þá er fín helgi að baki og hversdagsleikinn tekinn við á ný eins hversdagslegur og venjulegur og hann getur verið.
Miðvikudag, fimmtudag og föstudag var það októberfest. Bingó, drykkja og barvinna. Það er svo helvíti fínt að ráfa á milli með könnuna sína og kynnast fólki, ég fíla það best. Þessvegna er ekki fínt þegar það er of mikið af fólki og maður getur ekki ráfað um... Að vera kyrr er ekki minn tebolli.
Svo var það Röskvubústaðaferð, asskoti hressandi að venju. Hænuslagur í milljón rúmmetra ískaldri sundlaug, billjardstripp, billjardflipp ærsl og ólæti. Gítarpartý á einni hæð, teknópartý á annari hæð. Röskva er svo margbreytileg, frumleg og freistandi...
Þar sem fiðrildi lifa bara í sólarhring þá moka ég út fiðrildahræjum í bílförmum daglega!
Ég viðurkenni þó að fiðrildin eru skömminni skárri en krabbarnir og köngulærnar sem dvöldu hér til skammst tíma...
Annars þá er fín helgi að baki og hversdagsleikinn tekinn við á ný eins hversdagslegur og venjulegur og hann getur verið.
Miðvikudag, fimmtudag og föstudag var það októberfest. Bingó, drykkja og barvinna. Það er svo helvíti fínt að ráfa á milli með könnuna sína og kynnast fólki, ég fíla það best. Þessvegna er ekki fínt þegar það er of mikið af fólki og maður getur ekki ráfað um... Að vera kyrr er ekki minn tebolli.
Svo var það Röskvubústaðaferð, asskoti hressandi að venju. Hænuslagur í milljón rúmmetra ískaldri sundlaug, billjardstripp, billjardflipp ærsl og ólæti. Gítarpartý á einni hæð, teknópartý á annari hæð. Röskva er svo margbreytileg, frumleg og freistandi...
þriðjudagur, október 10, 2006
Græðgi
Seint í gærkvöldi þá sat ég í stofunni, fyrir framan sjónvarpið með tölvuna í fanginu. Í tölvunni var ég að tala við 4 manneskjur í einu á msn, ég var að taka bloggrúntinn og horfa á 1 þáttinn í nýrri seríu af Prison break. Í sjónvarpinu var leiðinlegur þáttur og þessvegna var það bara stillt á mute.
Með allri þessari afþreyingu þá var ég að gúffa í mig gúmmelaði eins og oft gerist síðla kvölds. Þetta kvöld gúffaði ég í mig af mikilli áfergju lakkrísbitum og poppkorni.
Ég var eitthvað að vesenast með tölvuna mína, stóð upp lagði hana frá mér, færði hana til og frá og tók hana svo aftur í fangið... Byrja svo aftur á fyrri iðju, msn spjalli, prison og blogg.
Ég sé útundan mér hvar einn lakkrísbiti hefur dottið í sófann, obbosí, best að láta hann ekki fara til spillis, svo ég tek hann upp og gúffa honum í mig ásamt öðrum bita og VÐÖAKKK!!!! þetta var ekki lakkrís!!! Þetta var gúbbínabbi sem hafði losnað undan tölvunni minni í tilfæringunum rétt áður og hann var allur í lími!!!
VÐÖAKKK!!!
Svo get ég glatt ykkur fólk sem hafði áhyggjur af þyngd minni um daginn, eða þyngdarleysi öllu heldur því mér hefur tekist að þyngjast um 2 kíló á ótrúlega stuttum tíma. Þökk sé síðla kvölds gúmmelaðis sem ég gúffa sífellt í mig. Hversu hollt það er, það veit ég hins vegar ekki...
Með allri þessari afþreyingu þá var ég að gúffa í mig gúmmelaði eins og oft gerist síðla kvölds. Þetta kvöld gúffaði ég í mig af mikilli áfergju lakkrísbitum og poppkorni.
Ég var eitthvað að vesenast með tölvuna mína, stóð upp lagði hana frá mér, færði hana til og frá og tók hana svo aftur í fangið... Byrja svo aftur á fyrri iðju, msn spjalli, prison og blogg.
Ég sé útundan mér hvar einn lakkrísbiti hefur dottið í sófann, obbosí, best að láta hann ekki fara til spillis, svo ég tek hann upp og gúffa honum í mig ásamt öðrum bita og VÐÖAKKK!!!! þetta var ekki lakkrís!!! Þetta var gúbbínabbi sem hafði losnað undan tölvunni minni í tilfæringunum rétt áður og hann var allur í lími!!!
VÐÖAKKK!!!
Svo get ég glatt ykkur fólk sem hafði áhyggjur af þyngd minni um daginn, eða þyngdarleysi öllu heldur því mér hefur tekist að þyngjast um 2 kíló á ótrúlega stuttum tíma. Þökk sé síðla kvölds gúmmelaðis sem ég gúffa sífellt í mig. Hversu hollt það er, það veit ég hins vegar ekki...
mánudagur, október 09, 2006
Meira af kröbbum...
Jæja smá krabbatíðindi.. Hann Unnar vinur minn, kjötiðnaðarmeistari og Melabúðingur, kíkti hérna við á Njálsgötuna með Dórunni um helgina og hann Unnsi fræddi mig aðeins um krabba...
Þessir krabbar tveir hérna á tröppunum, þetta voru víst ferskvatnskrabbar! Svo þeir koma þangi og sjávarseltu ekki baun við. Unnar sagði mér líka að fólk hefur alveg svona krabba í fiskabúrum heima hjá sér, svona svipað og skjaldbökur eða eitthvað. Krípíleiki þessara krabba hefur því örlítið minnkað, kannski komu þeir bara úr fiskabúri á Njálsgötu 96, ég þekki þessa nágranna mína ekki neitt en við fyrstu sýn þá gætu þeir alveg verið týpur í að eiga krabba í búrum.
Hvernig þeir enduðu á tröppunum hjá mér er samt enn hulin ráðgáta.
Unnar gerði sér lítið fyrir og fjarlægði fyrir mig þessa krabba og ekki nóg með það heldur fjarlægði hann köngulærnar þrjár líka. Svo nú er það bara ég, Sólrún sem hef aðsetur hérna í kjallaranum á N96.
Þessir krabbar tveir hérna á tröppunum, þetta voru víst ferskvatnskrabbar! Svo þeir koma þangi og sjávarseltu ekki baun við. Unnar sagði mér líka að fólk hefur alveg svona krabba í fiskabúrum heima hjá sér, svona svipað og skjaldbökur eða eitthvað. Krípíleiki þessara krabba hefur því örlítið minnkað, kannski komu þeir bara úr fiskabúri á Njálsgötu 96, ég þekki þessa nágranna mína ekki neitt en við fyrstu sýn þá gætu þeir alveg verið týpur í að eiga krabba í búrum.
Hvernig þeir enduðu á tröppunum hjá mér er samt enn hulin ráðgáta.
Unnar gerði sér lítið fyrir og fjarlægði fyrir mig þessa krabba og ekki nóg með það heldur fjarlægði hann köngulærnar þrjár líka. Svo nú er það bara ég, Sólrún sem hef aðsetur hérna í kjallaranum á N96.
laugardagur, október 07, 2006
Djammblogg... er það málið?
Það er alltaf jafngaman að blogga þegar maður kemur heim af djamminu! Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að ég hef hent hingað inn ansi reiðum og jafnvel bitrum færslum eftir heimkomu af hressu djammi. Reiðilesturinn hefur hingað til beinst að karlmönnum og svívirðilegrar framkomu þeirra í minn garð!
Það er kannski viðeigandi að segja mér stundum að tjilla á dramanu! En ég ER óheppin og það er klárlega staðreynd!
Þessa færslu hér að neðan ritaði ég ofurölvi aðfararnótt laugardagsins, var eitthvað pínu sorrý svona en samt að reyna að vera sterk... Ég seifaði þetta bara sem draft en þetta eru svo fínar pælingar hjá mér að ég verð bara að deila þeim með ykkur:
Ritað um klukkan 05:00 7 okt
Allir sem þekkja mig og lesa þettan blogg vita að mig langar ofboðslega mikið í góðan kærasta, karlmann sem vill allt fyrir mig gera.
Sólrúnu langar í kærasta, það er þekkt staðreynd!
Sagan segir að ástæðan fyri því að Sólrún eigi ekki góðan kærasta sé að hún sé af því hún er óáhugaverð!
Það er sagan... Þeir sem nema sagnfræði kynnu að meta þetta sem réttmæta sagnfræðilega heimild. en Sólrún er ekki sátt!
Sólrún á nokkrar mjög góðar vinkonur, satt best að segja þá á hún eiginlega bestu vinkonur í heimi og ekki bara vinkonur, heldur líka vini...
Ég, Sólrún tilheyri vinahóp þar sem allir eru sammála um það að ég sé one of a kind! En það er ekki bara ég sem er one of a kind, heldur eru við það allar og það gerir okkur svo frábærar. Við erum eins ólíkar og hugsast getur og erum ennþá betri og traustari vinkonur fyrir vikið.
Við kynntumst í Melabúðinni, þar unnum við saman og stofnuðum landslið, landslið í kjötpökkun og frágangi og við vorum bestar, fljótastar og frumlegastar! Ef Kjötpökkun væri gild keppnisgrein á Ólympíuleikum þá værum við sigurvegarar, engin spurning!
Að eiga svo frábærar vinkonur getur bara gætt mig fleiri mannkostum..
Núna er ég að vinna hjá Símanum, þar hef ég kynnst fullt a fólki og þar líður mér vel, ég stunda líka nám í stjórnmálafræði við HÍ og tek þátt í starfi Röskvu þar sem ávallt er nóg fyrir stafni...
Ég hef yndi af því að teikna og mála... óskandi væri að ég gæti lifað af því einu saman... Mér þykir gaman að föndra og gera hluti í höndunum. Ég kann að prjóna og sauma og geri það vel.
Ég er í rauninni góð í flestu því sem ég tek mér fyrir hendur, á auðvelt með að læra og tileinka mér nýjungar...
Ég er ofboslega óheppin og lendi í undarlegum atburðarásum... Ég er manneskjan sem labbar á glerhurðar, klessir á staura og dettur um reimar.
Æska mín var ekki alltaf dans á rósum en þrátt fyrir það þá tókst mér að vera hugmyndaríkasta barn norðan alpafjalla... Ekkert fékk mig stöðvað... og fær ekki enn...
Eins mikið og ég vildi alltaf öllum vel þá var líklega oft á tíðum erfitt að eiga við mig, sérvitur var ég og þrjósk, það er ég líka enn...
Fólk skilur mig ekki alltaf en það er allt í lagi... ekki við neinn að sakast...
Ég er nýbúin að kaupa mér íbúð, það gerði ég ein! Tók fullt af lánum og reyni að borga þau öll. Keypti mér fullt af nýjum húsgögnum sem þurfti að setja saman, það gerði ég líka, alveg sjálf!
Vinir mínir eru mér ofboðslega mikilvægir og að skemmta mér í góðra vina hópi finnst mér alltaf jafn frábært.
Ég líka á frábæra fjölskyldu, í rauninni tvær, eina í Kópavogi og aðra í Hafnafirði. Fjölskldan mín er alltaf til staðar fyrir mig. Ég á föður og móður, tvö alskystkini og stjúpsystkini sem alltaf er jafngaman að hitta...
Líf mitt er spennandi og enginn dagur er eins. Ég hef alltaf frá nægu að segja og fólk hlustar á mig... allavega oftast nær. Ég á það reyndar til að segja vondar sögur, lélega brandara og hafa áhyggjur af öllu í heiminum. En ef ég gerði það ekki þá væri ég ekki Sólrún og væri ekki one of a kind...
Æ hvað maður getur verið krúttlegur stundum... og kjánalegur... Sko Sólrúnu! Hún er alveg fín...
Það er kannski viðeigandi að segja mér stundum að tjilla á dramanu! En ég ER óheppin og það er klárlega staðreynd!
Þessa færslu hér að neðan ritaði ég ofurölvi aðfararnótt laugardagsins, var eitthvað pínu sorrý svona en samt að reyna að vera sterk... Ég seifaði þetta bara sem draft en þetta eru svo fínar pælingar hjá mér að ég verð bara að deila þeim með ykkur:
Ritað um klukkan 05:00 7 okt
Allir sem þekkja mig og lesa þettan blogg vita að mig langar ofboðslega mikið í góðan kærasta, karlmann sem vill allt fyrir mig gera.
Sólrúnu langar í kærasta, það er þekkt staðreynd!
Sagan segir að ástæðan fyri því að Sólrún eigi ekki góðan kærasta sé að hún sé af því hún er óáhugaverð!
Það er sagan... Þeir sem nema sagnfræði kynnu að meta þetta sem réttmæta sagnfræðilega heimild. en Sólrún er ekki sátt!
Sólrún á nokkrar mjög góðar vinkonur, satt best að segja þá á hún eiginlega bestu vinkonur í heimi og ekki bara vinkonur, heldur líka vini...
Ég, Sólrún tilheyri vinahóp þar sem allir eru sammála um það að ég sé one of a kind! En það er ekki bara ég sem er one of a kind, heldur eru við það allar og það gerir okkur svo frábærar. Við erum eins ólíkar og hugsast getur og erum ennþá betri og traustari vinkonur fyrir vikið.
Við kynntumst í Melabúðinni, þar unnum við saman og stofnuðum landslið, landslið í kjötpökkun og frágangi og við vorum bestar, fljótastar og frumlegastar! Ef Kjötpökkun væri gild keppnisgrein á Ólympíuleikum þá værum við sigurvegarar, engin spurning!
Að eiga svo frábærar vinkonur getur bara gætt mig fleiri mannkostum..
Núna er ég að vinna hjá Símanum, þar hef ég kynnst fullt a fólki og þar líður mér vel, ég stunda líka nám í stjórnmálafræði við HÍ og tek þátt í starfi Röskvu þar sem ávallt er nóg fyrir stafni...
Ég hef yndi af því að teikna og mála... óskandi væri að ég gæti lifað af því einu saman... Mér þykir gaman að föndra og gera hluti í höndunum. Ég kann að prjóna og sauma og geri það vel.
Ég er í rauninni góð í flestu því sem ég tek mér fyrir hendur, á auðvelt með að læra og tileinka mér nýjungar...
Ég er ofboslega óheppin og lendi í undarlegum atburðarásum... Ég er manneskjan sem labbar á glerhurðar, klessir á staura og dettur um reimar.
Æska mín var ekki alltaf dans á rósum en þrátt fyrir það þá tókst mér að vera hugmyndaríkasta barn norðan alpafjalla... Ekkert fékk mig stöðvað... og fær ekki enn...
Eins mikið og ég vildi alltaf öllum vel þá var líklega oft á tíðum erfitt að eiga við mig, sérvitur var ég og þrjósk, það er ég líka enn...
Fólk skilur mig ekki alltaf en það er allt í lagi... ekki við neinn að sakast...
Ég er nýbúin að kaupa mér íbúð, það gerði ég ein! Tók fullt af lánum og reyni að borga þau öll. Keypti mér fullt af nýjum húsgögnum sem þurfti að setja saman, það gerði ég líka, alveg sjálf!
Vinir mínir eru mér ofboðslega mikilvægir og að skemmta mér í góðra vina hópi finnst mér alltaf jafn frábært.
Ég líka á frábæra fjölskyldu, í rauninni tvær, eina í Kópavogi og aðra í Hafnafirði. Fjölskldan mín er alltaf til staðar fyrir mig. Ég á föður og móður, tvö alskystkini og stjúpsystkini sem alltaf er jafngaman að hitta...
Líf mitt er spennandi og enginn dagur er eins. Ég hef alltaf frá nægu að segja og fólk hlustar á mig... allavega oftast nær. Ég á það reyndar til að segja vondar sögur, lélega brandara og hafa áhyggjur af öllu í heiminum. En ef ég gerði það ekki þá væri ég ekki Sólrún og væri ekki one of a kind...
Æ hvað maður getur verið krúttlegur stundum... og kjánalegur... Sko Sólrúnu! Hún er alveg fín...
föstudagur, október 06, 2006
Law school...
Sökum annríkis næstu helgi þá hef ég ekki tíma til að liggja í þynnku og vera ógeðsleg... Þessvegna ákvað ég að taka það út í kvöld, leigði mér Legally blonde, keypti mér sekk af nammi, snakki, hnetum og öðrum viðbjóði og gúffaði því öllu í mig meðan ég fylgdist með Elle Woods standa uppi í hárinu á fyrrverandi kærastanum og pervertíska prófessornum.
Legally blonde er fín afþreying, nú langar mig að fara í law school... og í lítinn púðluhund...
Legally blonde er fín afþreying, nú langar mig að fara í law school... og í lítinn púðluhund...
fimmtudagur, október 05, 2006
Þegar ég vaknaði í morgun þá var hausinn á mér fastur! Hann var að sjálfsögðu fastur við hálsinn á mér eins og flesta morgna þegar ég stíg framúr. En í morgun þá gat ég ekki snúið honum til hliðanna svona eins og venjan er að hægt sé.
Eftir að hafa innbyrt óþægilega stóra skammta af íbúfeni er ég þó eitthvað að liðkast. Þetta er ekki ábætandi á það að vera eins og draugur dreginn upp úr öðrum draug!
Þvílíkt keis sem ég er....
Annars þá er allt gott að frétta af kröbbunum, þriðji krabbinn hefur ekki enn bæst í hópinn svo ég vona að þessi faraldur hafi gengið yfir. Svo á að frysta í nótt og svona, þannig maður á líklega ekki von á fleiri skrýtnum gestum á tröppurnar á næstunni. Fer frostið ekki illa í svona kvikindi? ég vona það allavega... þetta er krípí...
Eftir að hafa innbyrt óþægilega stóra skammta af íbúfeni er ég þó eitthvað að liðkast. Þetta er ekki ábætandi á það að vera eins og draugur dreginn upp úr öðrum draug!
Þvílíkt keis sem ég er....
Annars þá er allt gott að frétta af kröbbunum, þriðji krabbinn hefur ekki enn bæst í hópinn svo ég vona að þessi faraldur hafi gengið yfir. Svo á að frysta í nótt og svona, þannig maður á líklega ekki von á fleiri skrýtnum gestum á tröppurnar á næstunni. Fer frostið ekki illa í svona kvikindi? ég vona það allavega... þetta er krípí...
miðvikudagur, október 04, 2006
Ég las einu sinni ákaflega fræðilega tímaritsgrein um að það ástand sem líkaminn fer í þegar maður er skotin í einhverjum eða að hitta einhvern nýjan sem maður virðist bera ákveðnar tilfinningar til, getur valdið varanlegu heilsutjóni ef það varir í of langan tíma.
Heilinn fer víst að framleiða eitthvað efni, sem ég kann ekki að nefna, sem er víst ekki hollt í miklu magni... Fólk í þessu ástandi finnur líka minna fyrir hungri og þarf lítið að sofa...
Það er ástæðan fyrir því að að skot og losti fjarar út eftir stuttan tíma eftir að samband hefst og verður að einhverju öðru sem er ekki eins átakanlegt fyrir líkamann.
Mér datt þetta bara allt í einu í hug...
Annars þá lít ég víst út eins og draugur dreginn upp úr öðrum draug... og mamma segir líka að ég sé eins og snúið roð í hundskjafti...
Kannski tengist það eitthvað þessu veraldarvefsvafri mínu á nóttunni, spörning?
Heilinn fer víst að framleiða eitthvað efni, sem ég kann ekki að nefna, sem er víst ekki hollt í miklu magni... Fólk í þessu ástandi finnur líka minna fyrir hungri og þarf lítið að sofa...
Það er ástæðan fyrir því að að skot og losti fjarar út eftir stuttan tíma eftir að samband hefst og verður að einhverju öðru sem er ekki eins átakanlegt fyrir líkamann.
Mér datt þetta bara allt í einu í hug...
Annars þá lít ég víst út eins og draugur dreginn upp úr öðrum draug... og mamma segir líka að ég sé eins og snúið roð í hundskjafti...
Kannski tengist það eitthvað þessu veraldarvefsvafri mínu á nóttunni, spörning?
þriðjudagur, október 03, 2006
Jæja þá er ég hætt að hórast með Vodafone og byrjuð aftur með Símanum... Við Vodafone hættum þessu þó alveg í góðu, uxum bara frá hvort öðru og við síminn eigum meiri samleið...
Sama númer samt elskurnar, don´t worry!
Sama númer samt elskurnar, don´t worry!
sunnudagur, október 01, 2006
Af kröbbum...
Ég heiti Sólrún Lilja og er Ragnarsdóttir, ég bý á Njálsgötu 96 sem er í 105 Reykjavík, í Norðurmýrinni, þegar ég fór í vinnuna á miðvikudaginn þá var svartur krabbi á tröppunum fyrir utan heima hjá mér, svartur hnefastór krabbi! Athugið hvar ég bý!!! Það er ekki sjávarselta á gluggunum hjá mér eða þang í garðinum. Undir eðlilegum kringumstæðum hafa krabbar því ekkert að gera í grennd við heimilið mitt!!!
Frá því á miðvikudaginn hef ég fylgst með þessum svarta krabba þorna upp og í gær var hann orðinn að svartri skorpnaðri klessu í tröppunum, ekkert krabbalegur lengur.... Áðan þegar ég fer svo, úrill og bitur, út í ætisleit þá er uppþornaði svarti krabbinn nánast rotnaður í mold og orðinn að engu. En í tröppunni fyrir neðan skorpnuðu klessuna var mættur annar svartur hnefastór krabbi í fullum skrúða og er þar enn, ekkert þorn og ekkert skorpn....
Nú er semsagt staðan þannig á Njálsgötu 96 sem er í 105 Reykjavík, nánar tiltekið í Norðurmýrinni, að þar eru tveir svartir krabbar, annar þornaður, hinn ferskur. Hér eru líka þrjár köngulær en það er eðlilegt, allt sem er eðlilegt sætti ég mig við en þessi krabbafaraldur er farinn að vekja hjá mér töluverðan óhug.
Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að snerta á þessum kröbbum og vil sem minnst af þeim vita. Að fjarlægja þá er eitthvað sem hvarflar ekki að mér...
Frá því á miðvikudaginn hef ég fylgst með þessum svarta krabba þorna upp og í gær var hann orðinn að svartri skorpnaðri klessu í tröppunum, ekkert krabbalegur lengur.... Áðan þegar ég fer svo, úrill og bitur, út í ætisleit þá er uppþornaði svarti krabbinn nánast rotnaður í mold og orðinn að engu. En í tröppunni fyrir neðan skorpnuðu klessuna var mættur annar svartur hnefastór krabbi í fullum skrúða og er þar enn, ekkert þorn og ekkert skorpn....
Nú er semsagt staðan þannig á Njálsgötu 96 sem er í 105 Reykjavík, nánar tiltekið í Norðurmýrinni, að þar eru tveir svartir krabbar, annar þornaður, hinn ferskur. Hér eru líka þrjár köngulær en það er eðlilegt, allt sem er eðlilegt sætti ég mig við en þessi krabbafaraldur er farinn að vekja hjá mér töluverðan óhug.
Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að snerta á þessum kröbbum og vil sem minnst af þeim vita. Að fjarlægja þá er eitthvað sem hvarflar ekki að mér...
Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð, um sólina, vorið og land mitt og þjóð....
En þar sem ég er bara bitur og úrill ung stúlka þá ætla ég frekar að nota krafta mína í eitthvað annað!
Um fimmleytið í morgun þegar ég lufsaðist upp Hverfisgötuna, fáklædd í ískulda, með Hlölla í annarri og kók í hinni, þá hægir á sér bíll, fullur af strákum sem garga eitthvað á mig. Ég lít í áttina til þeirra og reyni að heyra hvað þeir segja... Svo heyri ég það...
FARÐU Í LÝTAAÐGERÐ!!! ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGA LJÓT!!!
Já takk, takk! Ég tók þetta sosum ekki neitt mikið inn á mig en það má segja að þessi lokasetning kvöldsins hafi eiginlega lýst því í hnotskurn...
Yfirdrull og endalaus leiðindi, aðallega í boði nokkura vina minna og kunningja, takk, takk! Spurning um að reyna að flokka þetta eitthvað betur, vinir, ekki vinir, fólk sem maður djammar með, fólk sem maður djammar ekki með... Skýrar línur, það er best!
Náði þó nokkrum góðum stundum með þeim sem ég myndi í dag flokka sem vini/fólk sem maður djammar með...
Föstudagurinn var rosa fínn, þá átti ég afar skemmtilegt kvöld með skemmtilegu fólki sem kann að skemmta sér og mér, án leiðinda! 100 ára afmæli Símans, Singstarpartý og bara endalaus skilyrðislaus skemmtun.
Þetta blogg var eingöngu til að létta á hjarta mínu, ekki ykkur til yndisauka... Það kemur annað hressara næst, þegar ég verð hressari!
En þar sem ég er bara bitur og úrill ung stúlka þá ætla ég frekar að nota krafta mína í eitthvað annað!
Um fimmleytið í morgun þegar ég lufsaðist upp Hverfisgötuna, fáklædd í ískulda, með Hlölla í annarri og kók í hinni, þá hægir á sér bíll, fullur af strákum sem garga eitthvað á mig. Ég lít í áttina til þeirra og reyni að heyra hvað þeir segja... Svo heyri ég það...
FARÐU Í LÝTAAÐGERÐ!!! ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGA LJÓT!!!
Já takk, takk! Ég tók þetta sosum ekki neitt mikið inn á mig en það má segja að þessi lokasetning kvöldsins hafi eiginlega lýst því í hnotskurn...
Yfirdrull og endalaus leiðindi, aðallega í boði nokkura vina minna og kunningja, takk, takk! Spurning um að reyna að flokka þetta eitthvað betur, vinir, ekki vinir, fólk sem maður djammar með, fólk sem maður djammar ekki með... Skýrar línur, það er best!
Náði þó nokkrum góðum stundum með þeim sem ég myndi í dag flokka sem vini/fólk sem maður djammar með...
Föstudagurinn var rosa fínn, þá átti ég afar skemmtilegt kvöld með skemmtilegu fólki sem kann að skemmta sér og mér, án leiðinda! 100 ára afmæli Símans, Singstarpartý og bara endalaus skilyrðislaus skemmtun.
Þetta blogg var eingöngu til að létta á hjarta mínu, ekki ykkur til yndisauka... Það kemur annað hressara næst, þegar ég verð hressari!